Tíminn - 20.05.1995, Side 13

Tíminn - 20.05.1995, Side 13
Laugardagur 20. maí 1995 wpwwww 13 Bæði kynin fara halloka fá skammir jafnt og þétt, dg fá meö öðrum orðum að vera strák- ar án þess að konurnar sem eru leikskólakennarar leggi þá í „ein- elti" fyrir það. í annan stað er allt skipulag starfseminnar miðað við bæði kynin. Dagskráin er einföld og henni er fylgt af nákvæmni. Reglur eru afdráttarlausar og telpur og drengir fá stuðning við það að spjara sig við margvíslegar aðstæður — án klisjukenndra viðbragða og framkomu. Dæmigerð hefðbundin leik- föng eru fjarlægð. Það er engin þörf á því að hefja þjálfun telpna í mömmuleik þegar við tveggja ára aldur, enda fara þær áreiðan- lega ekki á mis við húsverkin þegar þar að kemur. Sömu leið hafa bílarnir, járn- brautirnar og stríðsleikföngin far- ið, svo og reiðhjólin. Þau hent- uðu svo vel til að hjóla yfir stelp- urnar. Sama er að segja um bolta- netið og annað sem tengist ímynd hins stóra og sterka karl- manns. Reyndar höfum við í sjálfu sér ekkert á móti þessum hefð- bundnu leikföngum, en leikskóli á ekki að láta í té það sama og heimilið veitir börnunum og flest bamaherbergi eru troðfull af bílum, skjaldbökum, pleimó, bar- bídóti og guð má vita hverju. / þriðja lagi beitum við uppeld- isaðferðum sem miðast við drengi og telpur í senn, þannig að uppeldisstarfið er að mestu leyti fólgið í félagslegri þjálfun, þ.e. því að hjálpa börnunum að temja sér hreinskilni, kurteisi og tillitssemi í samskiptum og um- gengni. Sjálfsmyndin Þegar börnin lýsa sjálfum sér með því að teikna sjálfsmyndir, koma þessi einkenni oftast fyrir hjá drengjunum: Sterkur, stór, hraustur, snöggur, hávær. Telpur nefna oftast: Dugleg, falleg, góð, hjálpsöm, stillt. Séu þessar lýsingar síðan túlk- aðar, kemur í ljós að hér er ekk- ert nýstárlegt á ferð. Drengirnir eru að þroska með sér einstak- lingsvitund og borginmannlegt fas. „Ég sjálfur" er það sem þeir leggja til grundvallar hugsun sinni. Hjá telpunum verða „kvenleg" persónueinkenni og félagsvitund ofan á. Grunnþáttur hugsunarinnar er „við". Þær eru hlédrægar og hafa sig helst í frammi í fámenni. Berlínarmúrinn er úr sögunni, en kynin eru enn, í austri og vestri, aöskilin af háum múr. Hvaöa afleiöingar hefur það í raun og veru? Tvær hlibar lundernis Jákvæðir eiginleikar í fari drengja eru þessir helstir: Sjálf- stæði, styrkur, frumkvæði, ein- beitni. í fari telpna eru þeir aftur á móti: Samstarfsvilji, innlifun (þ.e. hæfni til að setja sig í spor náungans), umhyggja, sveigjan- leiki. Þar höfum við vandamál kynj- anna í hnotskurn. Fái hvort um sig abeins að þroska „annan helminginn af sér", er hætt vib að neikvæðar hliðar eiginleik- anna komi fram. Hjá drengjum ber þá einkum á ágengni, ofbeld- ishneigð, tillitsleysi, andúb á vanmætti og yfirráðagirni, en telpum hættir þá t.d. til drottn- unargirni, afskiptasemi, auð- sveipni og sjálfshaturs. Til að vinna gegn niðurrifsþátt- um í skapgerðinni þarf að koma til nokkuð sem kalla má „styrkj- andi starf", sem felst í því að efla kynin sérstaklega á þeim sviðum þar sem þau eru veik fyrir og ör- yggislaus. Það merkir m.ö.o. að allir þarfnist þess að rækta með sér þá eiginleika sem stuðla að sjálfstæbi — telpur þó í ríkari mæli en drengir. Allir þurfa líka á félagsþjálfun að halda — en drengir þarfnast aukaskammts af henni. Þeir læra nærgætni Sú þjálfun sem miðar að því að gera telpur sjálfstæðari felst m.a. í því að efla hugrekki þeirra, sjálfstraust og bjartsýni, en drengirnir á Hjalla fá sérstaka leiðsögn í því ab láta í ljós til- finningar. Þar sem engar telpur eru við- staddar láta þeir t.d. eftir sér að taka ábyrgb á litlu strákunum og hjálpa þeim. Þeir fá þjálfun í því aö hugga vini sína þegar eitthvaö bjátar á, um leið og áhersla er lögb á að þeir temji sér bjartsýni í hugsun. Hvað félagsþroska varðar er það þó hegðunin sem er öðru mikilvægari. Á Hjalla merkir hegðun það sama og hæfni til að spjara sig við mismunandi ab- stæöur. Sá sem spjarar sig hefur stjórn á lífi sínu, og það að hafa stjórn á lífi sínu, hefur frelsi í för með sér. Drengir þurfa aö læra að hegða sér! Mestallan daginn mega þeir hafa eins hátt og þeir vilja og ærslast eins og þeim sýnist. Þá er þaö ekki á kostnað annarra. Síðan er komið ab samveru- stund, þar sem drengir og telpur koma saman, og þá er félagslegt atferli óhjákvæmilegt. Drengirnir mínir eru háværir og ærslafullir, en þeir eiga það líka til að hafa lágt og vera afar stilltir. Þeir vita ab þeir eru að þjálfa sig í góöri framkomu og þeir vita líka að eigi þeir að ná því að verða stórir, sterkir og hraustir menn, þá verba þeir að kunna að hegba sér án þess að nota hnefana. Hegöun þarf aö þjálfa eins og allt annaö Þjálfunin beinist aö öllum þeim smáatriðum sem smám saman gera drengi að kurteisum prúðmennum. Drengirnir mínir fá t.d. þjálfun í því að ganga í röð. Þeir læra hvernig á að fara að því að skipta hlutunum á milli sín af sanngirni (millimetra- lýðræöi) og einnig aö setja yfir- ráðasvæði sínu í sameiginlegum tímum skýr mörk þannig aö hvorki komi til átaka né sam- keppni. Þeir læra að hlýða fyrir- mælum kennarans og keppast um að vera sem fljótastir að bregðast við. Þeir fá þjálfun í því að bera virbingu fyrir kennaranum og vita því upp á hár að það kostar ekkert röfl að hlýða ekki eins og skot, heldur fá þeir bara gula spjaldiö og þurfa að bíða í tvær mínútur. Refsingin er því ekki auðmýkjandi, heldur aðeins merki um að maður hafi verið óheppinn, líkt og Michael Jordan í leiknum í sjónvarpinu. Drengirnir mínir eru ánægöir með hegöun sína og stoltir af henni. Einu sinni fóru þeir aö segja mér frá „æsku landsins" sem gengur af göflunum — brýt- ur rúbur, kveikir í sumarbústöð- um, brennir þá til grunna og drepur ketti — og kallar þannig yfir sig almenna fyrirlitningu. Þeir voru „sjokkeraðir". „Geturðu kannski komið meö þá að Hjalla og kennt þeim að hegða sér?" spurði einn. Annar andvarpaði og sagði: „Þeir eru því miður orðnir of gamlir." Sá þriðji kom meö framtíðarglæt- una: „En þetta verður ekki svona þegar við erum orðnir stórir, af því að við erum búnir að þjálfa svo mikib og erum svo góðir í því aö hegða okkur vel. Við getum talab saman, hjálpast ab og verið vinir." Texti: Áslaug Ragnars Allt í sumorbústQðinn svo dvölin verði sem ánœgjulegust Keramik eldavél Breidd 40 sm Verð frá 39,900,- Hitakútar úr ryðfrfu stáii að innan 15-300 Itr. Hagstætt verð Severin ofn 2 hellur, grill, bökun Verö frá 19,900,- Brauðbökunarvél Einföld í notkun Verð 25.900 Severin hellur Helluborð með 1 og 2 hellum Ljúfmetisofn frá Severin Brauðrist og grill Verð frá 4650,- 1 hella Verð frá 7790, -2 hellur Verð frá 8,900,- Olíufylltir rafmagnsofnar í öllum stærðum Hagstætt verð Rafmagnsþilofnar í öllum Einar Farestveit Stærðum Borgartúni 28 Vandaðir ofnar Sínii 562 2900-562 2901

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.