Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 20. maí 1995 «... FYRIR GARÐA OG SUMARHÚS Girðingarefni • Þakefni Grasfræ • Aburður • Garðáhöld MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 ÞAÐ ER MÁL MANNA, sem héöan fóru á norrcenu karlaráöstefnuna í Stokkhólmi, aö eitt af því sem þar vakti hvaö mesta athygli hafi veriö erindi Margrétar Pálu Ólafsdóttur leik- skólastjóra. Erindiö var um þaö hvernig rótgrónar uppeldisvenjur eiga þátt í því aö viö- halda misrétti kynjanna og hvernig markvisst er unniö gegn því á leikskólanum Hjalla í Hafnarfiröi. Kenningar þcer sem Margrét Pála setur fram stangast aö ýmsu leyti á viö þœr al- mennu uppeldisaöferöir sem komiö hafa í kjölfar jafnréttisumrœöu síöari ára og gera ráö fyrir aö allar stelpur og allir strákar hafí alltafallt þaö sama fyrir stafni. Vinnubrögöin á Hjalla eru ekki í samrcemi viö eitthvert tiltekiö frceöilegt kenningakerfí. Þau grundvallast reyndar á niöurstööum viöurkenndra rannsókna, en eru jafnframt árangur þeirrar reynslu sem fyrir liggur eftir sex ára starf. Erindi Margrétar Pálu á karlaráöstefnunni er hér endursagt í meginatriöum. 2.050.000 Amitsubishi L200 4x4 STERKUR OG STÆÐILEGUR MITSUBISHI L 200 ER STERKBYGGÐUR BÍLL, MEÐ MARGREYNDUM OG VIÐURKENNDUM ALDRIFSBÚNAÐI. HANN ER KRAFTMIKILL, EINKAR ÞÆGILEGUR OG EINSTAKLEGA RÚMGÓÐUR. í HONUM SAMEINAST MÝKT OG MIKIÐ BURÐARÞOL, SEM GERIR HANN JAFNVÍGAN Á VEGUM EÐA VEGLEYSUM. L 200 ER ÞVÍ GÓÐUR KOSTUR HVORT SEM HANN ER ÆTLAÐUR TIL ALMENNRA NOTA EÐA SEM VINNUÞJARKUR. L 200 4X4 KOSTAR X MITSUBISHI MOTORS TILBÚINN Á GÖTUNA! HEKLA - //'//e///(r /ca'// Laugavegi simi 170 174 569 5500 Skólarannsóknir sýna að 75- 80% þess sem í boði er í skólum og leikskólum komi í hlut drengja. Þeir fá bróðurpart at- hyglinnar og bróöurpartinn af rými, fræðslu og hvatningu. Staðreynd þessi hefur verið talin drengjum til tekna, þannig að strákarnir vinni en aumingja stelpurnar tapi. Þetta er fásinna. Bæði kynin fara halloka með þessu móti, að- eins á mismunandi sviðum. Þá fyrst er almennur skilningur vaknar á því að þetta ógni báð- um kynjum er von um breyting- ar. Það er kunnara en frá þurfi að segja í hverju tap telpnanna ligg- ur, en tap drengjanna felst í skertri siöferðiskennd. Með því að hafa of mikið svigrúm á kostnað telpnanna er verið aö brjóta þá niður siðferðilega. Þannig verður þeim tamt að sýna tillitsleysi og virða ekki eðlileg mörk. Þannig er drengjum inn- rætt að þeir séu mjög mikilvægir — en um leið alveg ómögulegir. Einokun Telpur leyfa sér ekki — eða þora ekki — að nálgast þau svið sem einokuð hafa verið af drengjum og þeir leyfa sér ekki að takast á við þau verkefni sem telpur hafa einokað. Á meðan bæði kynin eru á sama staö á sama tíma fá drengir og telpur einungis þjálfun í þeim hlutverk- um, viðfangsefnum og verkum sem þau hafa þegar á valdi sínu. Með þessu móti er viðhaldið því gamla mynstri sem skipting kyn- hlutverka grundvallast á, um leið og það er fest enn frekar í sessi. Mismunandi vib- brögb og atferli Ég er hætt að spyrja hvernig geti staðið á þessu. Mér nægir að vita að þetta er staðreynd. Dæmi- gerð telpa á sér dæmigerð „kven- leg" vandamál. Hún lætur fara lítið fyrir sér, hún er hrædd, hún er hlýðin. Dæmigerður drengur á sér dæmigerð „karlmennsku- vandamál". Hann tekur ekki tillit til annarra, hann er óstýrilátur og honum er laus höndin. Hann virðir ekki mörk. Hvernig á þá að fara að því aö sinna báðum kynjum samtímis? Réttlát skilyrði Á Hjalla er markmiðið að búa báðum kynjum aðstæður sem mótast af réttlæti. Fylgt er þrem- ur meginreglum í því efni. / fyrsta lagi eru drengir og telp- ur aðskilin þannig að leikskólan- um er skipt í tvennt og hvort kyn fær sinn helming rýmisins til umráða. Þannig fæst leiðrétting á hefðbundnum „bróðurparti" og „systurparti". Drengirnir fá þann- ig að vinna og leika sér á sínum eigin forsendum — viðhafa allan þann gauragang sem þeim sýnist án þess ab þab verði á kostnað telpnanna. Þeir geta lagt rækt vi’1' „karlmennskuþáttinn" án F

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.