Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. maí 1995 3 Wkmm Um 800 fleiri án vinnu í lok apríl en í fyrra Þrátt fyrir marglofa&an efna- hagsbata hefur atvinnulaus- um ekkert fækkaö milli ára og voru m.a.s. hátt í 800 fleiri síöasta dag aprílmánaöar aö þessu sinni heldur en sama dag fyrir ári. Rúmlega 8.100 manns voru núna á atvinnu- leysisskrá á baráttudegi verka- lýösins, en vel innan viö 7.400 í fyrra. Aö mati Vinnumála- skrifstofunnar bendir þetta til þess aö minna muni nú draga úr atvinnuleysi milli apríl og maí en í fyrra. Eöa meö öörum oröum, aö fleiri veröi nú at- vinnulausir í maímánuöi heldur en fyrir ári. Atvinnuleysi í apríl jafngildir því aö um 7.100 manns hafi aö meðaltali verið á skrá allan mánuðinn (3.700 karlar og 3.400 konur), eöa 5,5% af mannafla. Þetta er tæplega 1.100 manns færra en í mars, en aðeins 100 manns færra en voru á skrá í febrúar s.l. Breytingin frá aprílmánuði í fyrra er aftur á Mikiö mý í Mývatnssveit þrátt fyrir mjög kalt vor: Svartir strókar Miklir mýstrókar sáust viö í Mývatnssveit í gær og þykir þaö undrum sæta miðaö viö hve vorkoman hefur veriö hæg og köld. Enn eru tún varla farin aö grænka, en fuglalíf meö eöilegum hætti aö sögn Þorláks Jónassonar, bónda í Vogum, Mývatnssveit. „Þaö eru svartir strókar sem stíga upp viö vatniö," segir Þor- lákur. Hann segir afar óvenjulegt aö sjá jafn mikið af mýi svo snemma vors, ekki síst þar sem vorið hefur verið mjög kalt. Líf- ríki Mývatns byggist aö stóru leyti upp á mýinu og gera menn sér því vonir um gott sumar. ■ móti nær engin, nema hvað at- vinnulausum körlum hefur heldur fjölgað (um 250), en konum hins vegar fækkaö (um 200). Um 58% allra atvinnulausra eru á höfuðborgarsvæöinu og 42% á landsbyggðinni, sem eru sömu hlutföll og fyrir ári. Hlut- fall atvinnulausra hefur heldur lækkaö meðal kvenna (úr 6,8% í 6,3%), en aftur á móti hækkaö heldur hjá körlunum. Atvinnulausir eru ennþá hlut- fallslega flestir á Norðurlandi eystra, eða 6,5%, sem er þó tals- verð fækkun (úr 7,5%) frá apríl í fyrra. Þó nokkur fækkun er einnig á Vesturlandi (úr 5,7% í 4,8%) og Vestfjöröum (úr 3,7% í 2,5%). Aftur á móti hefur sigið á ógæfuhliöina á Suöurlandi (úr 4,9% í 6%) síöan í fyrra. ■ Eins og jafnan fyrr spá fyrirlibar, þjálfarar og formenn knattspyrnudeildanna meist- aralibi KR sigri í Sjóvá-Almennar deildinni, en svo heitir I. deildin í ár. Samkvœmt spánni verbur ÍA í öbru sœti og Fram íþvíþribja. Því er hinsvegar spáb ab Breibablik og nýlibar Crindavíkur muni falla. Þab er kannski kald- hœbni örlaganna ab sama dag og spáin var birt rúllubu Skagamenn yfir nýbakaba Reykjavíkurmeistara KR í Meistarakeppni KSÍ meb 5:0 sigri, sem hefbi ab ósekju getab verib mun stærri. Á myndinni eru fyrirlibar meist- araflokkslibanna í 1. deild íslandsmótsins, tilbúnir í slaginn, en fyrsta umferb mótsins fer fram n.k. þribjudag, 23. Tímamynd: GS mai. Dómarafulltrúar ekki gjaldgengir dómarar eöa úrskuröaraöilar: Dómskerfiö í uppnámi Dómarafulltrúar eru ekki gjaldgengir til aö kveöa upp dóma og ýmsa úrskuröi, sam- kvæmt dómi Hæstaréttar. Full- trúarnir hafa til þessa kveðið upp dóma, meöal annars í flóknum sakamálum, úrskurö- aö fólk í gæsluvaröhald og fleira. Siguröur G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaöur, vann stóran sigur fyrir réttinum, þegar hann fékk felldan úr gildi dóm sem fulltrúi viö Hér- aösdóm Austurlands haföi kveöiö upp. Máliö var ekki stórt, brot á umferöarlögum vegna þungatakmarkana, sekt- in 9 þúsund krónur. Málið var rekiö aftur í héraö. En áhrif dóms Hæstaréttar eru mikil. Dómskerfiö er í uppnámi. Nú má reikna meö aö öll mál sem koma til kasta Hæstaréttar og dómarafulltrúar hafa farið með verði ómerkt. Þá em mál sem fulltrúarnir hafa verið meö í dómskerfinu í fullkomnu upp- námi. Hæstiréttur taldi starf dóm- arafulltrúans ekki samræmast mannréttindasáttmála Evrópu- landa. Niðurstaða réttarins tek- ur mið af því áð dómsmálaráð- herra hefur heimild til að aftur- kalla löggildingu dómarafull- trúa og víkja þeim frá starfi án þess að bera það undir dóm- stóla. „Gagnrýni mín á þetta kerfi byggir á að gert er ráð fyrir því aö menn búi við þrískipt ríkis- vald, löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. Dómendur fara einir með sitt vald. Það segir þeim enginn fyr- ir verkum. Eitt sem þá þarf að tryggja er að dómarar verði ekki sviptir störfum sínum nema um þaö sé fjailað á tryggilegan hátt. Það er ekki eðlilegt að dómari sem hugsanlega kvæði upp dóma andsnúna ríkisvaldinu ætti það á hættu að hægt væri að losna við hann allt í einu á einhverjum annarlegum for- sendum, af því að hann væri ekki verndaður þar sem ekki þyrfti að fjalla um mál hans fyr- ir dómstólum. Dómarafulltrúar höfðu ekki þessa réttarstöðu, dómsmálaráðherra gat ráðið þá með venjulegum ráðningar- samningi til ótiltekins tíma og honum mátti segja upp. Dóm- arafulltrúar eru á lægri launum og það er ekki eðlilegt að lög- gjafarvald eða framkvæmdavald geti komið sér upp einhverjum hópi manna sem fara með dómsvald sem hafa miklu lægri laun en héraðsdómarar, sem hafa þó ekkert of góð laun," sagði Sigurður G. Guðjónsson í gær. ■ jóhann C. Bergþórsson er „þœgi strákurinn" í meirihluta bœjarstjórnar í Hafnarfirbi: Situr nú og skrifar sögu fyrirtækjanna Jóhann G. Bergþórsson starfar meö meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjaröar um þessar mundir. Hann telur aö nú veröi sveröin slíöruö og fyrri væringar blásnar út af boröinu. Jóhann, ógnvaldur meirihluta- samstarfsins í Firöinum á síö- asta ári, er nú „þægi strákur- inn" í samstarfinu. „Menn eru búnir að tala sig til samkomulags. Það má segja að þeir vinni vel með mér og ég þá með þeim. Það er samstaða um að reyna að ná fram þeim málefnum sem flokkurinn setti á oddinn í upphafi. Ég hef ekkert viljað hvika frá því þrátt fyrir allskonar aðrar væringar," sagði Jóhann Gunnar Bergþórs- Kristján Berg í Fiskbúöinni Vör í Reykjavík nábi sér í all- óvenjulegan fisk á Fiskmarkabi Breibafjarbar til ab hafa í verslun sinni. Þetta er fiskurinn „broddbakur", sem er sjaldsébur djúpsjávarfiskur. Kristján sagbist í samtali vib Tímann ekki vera búinn ab verbleggja gripinn, enda abaltilgangurinn ab hafa hann til sýnis. Tímamynd cs son. Jóhann G. Bergþórsson segir að málarekstur sem sneri að við- skiptum hans við Hafnarfjaröar- bæ í nærfellt eitt ár hafi verið erf- iðar, og hann sé ekki sáttur við hvernig aö honum var staðið. „Ég út af fyrir sig hef alla tíð verið óhress með þessar aðfarir, þetta voru hálfgerð vindhögg, en þab þýðir ekki að bíta sig um of í þab. Og varla fara þeir að kæra neitt á næstunni," sagði Jóhann. Hann telur að málin jóhann G. Bergþórsson séu farin að skýrast. Jóhann G. Bergþórsson segist vera atvinnulaus þessa stundina. Hann nýtir hins vegar tímann til að skrifa sögu fyrirtækja sinna, öfluga verktakastarfsemi, sem lauk með gjaldþroti. Þar mun ýmislegt forvitnilegt koma upp á yfirborðib, sem áður hefur verið mönnum hulið, og verður þar áreiðanlega ekkert undan dregið. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.