Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. maí 1995 15 Örlagarík mistök Þaö er ekki hægt að ímynda sér hvaöa endi þau mál geta fengið, þar sem lögreglunni er tilkynnt um mannshvarf. Stundum bregöa menn sér fyrirvaralaust burt til að freista gæfunnar, í nokkrum tilvikum er maki aö flýja ömurlegt hjónaband, en stundum er full alvara á ferðum eða morðmál. í Kaliforníu hefur slíkum mál- um fjölgað, þar sem hinn horfni reynist hafa verið myrtur. Sunnudaginn 27. febrúar 1994 kom kona inn á eina af lögreglustöðvum San Diego borgar. Hún bar að móður hennar, Marjorie May, 57 ára, væri saknað. Konan var í mikilli geðshrær- ingu og reyndist erfitt aö taka af henni skýrslu um máliö vegna uppnáms hennar. Hún hrópaði í sífellu: „Ég veit aö hún er dáin, Michael hefur gert henni eitt- hvað." Sonurinn Konan var nýkomin úr heim- sókn til móbur sinnar, en þar hafbi hálfbróðir hennar, Micha- el Potenziani, 32 ára, sagt henni að mamma þeirra hefbi farið fyrirvaralaust í ferðalag með nýjum vini daginn áður. Lögreglumenn fóru með kon- unni til heimilis Marjorie og ræddu við bróður hennar. Hann var kurteis og rólegur, hleypti lögreglunni inn, en var þurrari á manninn við hálfsystur sína. Ung kona lá á sófanum í stof- unni þegar lögregluna bar að garði. Hún hét Beth Evans og svaf þungum svefni, mögulega undir áhrifum fíkniefna. Michael sagbi lögreglumönn- unum að móðir sín hefði farið daginn áður til að skipta ávísun, en síðan hefði hann ekki séð hana. Conti yfirfulltrúi sagði ekki neitt, en leit á minnisgögn- in þar sem annað kom fram. Límbandiö Conti gerði sér far um að hafa andrúmsloftið afslappað og þægilegt og spurði kurteislega hvort hann gæti rétt aðeins fengið ab litast um í íbúðinni. Michael kvað það sjálfsagt. Hann skoðaði herbergi Marjorie sérstaklega og tók eftir kartoni af Chesterfield sígarettum á náttborðinu. Tvo pakka vant- aði. Einnig leit hann í veskið hennar og fann þar skilríki hennar en enga peninga. Conti skoðaði því næst her- bergi Michaels og tók strax eftir gulu límbandi í ruslafötunni. Eitthvað var fast við límbandiö sem líktist löngu hári. Rauður Ford, bíll Marjorie, stóö í innkeyrslunni. Conti spurði hvar lyklarnir væru og Michael fann þá fyrir hann. Hann fékk leyfi hjá Michael til að líta inn í bílinn. Þegar Conti kíkti í skottið, sá hann ábreiðu með rauðum blettum og meira af gula límbandinu. Þá lágu gleraugu Marjorie í botninum á skottinu. Handtakan Jaime Conti hafbi verið yfir- fulltrúi í níu ár og hann sá strax að það var eitthvað mikiö að í þessu máli. Samt hafði hann ekkert nema grun sinn við að styðjast, það var ekki hægt ab ákæra soninn fyrir mannrán eða morð með þessum gögnum einum. Hins vegar handtóku Chivers. þeir ungu stúlkuna fyrir fíkni- efnanotkun. Ábur en Conti fór aftur á 'stöbina lét hann fletta nafni Michaels upp í móður- tölvunni og datt í Iukkupottinn, ef svo má segja. í ljós kom að Michael hafði gerst sekur um ít- rekuð umferðarlagabrot og hafði ekki mætt fyrir rétti nokkrum dögum áður. Þar með var hægt að handtaka hann. Yfirheyrslur Þegar á stöðina var komiö var kl. 2 að nóttu, en Conti lét þab ekki aftra sér frá að hringja í besta mann sinn, Steve Chivérs. Chivers hafði mikla reynslu af sakamálum sem þessum og hann skoraðist ekki undan kall- inu og var mættur innan hálf- tíma. Chivers settist gegn Mi- chael og hóf þriöju gráðu yfir- heyrslu. Michael var rólegur I fyrstu, hélt sig við fyrri fram- burð og gerði mikið úr ást sinni til móðurinnar. Hann sagðist ennfremur hissa á að hafa fund- ið það sem lá í skottinu á bíln- um. Hann tók sérstaklega fram að skottið hefði verið tómt síð- ast er hann leit inn í bílinn. Stutt kynni Næst beindi Chivers spjótum sínum að konunni. Hún var illa tætt og virtist ekki með á nótun- um í fyrstunni. Chivers gerði henni ljóst að afbrot hennar væri smávægilegt, en sagöist vera að rannsaka mál þar sem mjög alvarlegur glæpur hefði mögulega veriö framinn og refs- ing hennar gæti orbið þung, ef hún bæri ljúgvitni eða leyndi hann upplýsingum. Beth svaraði að hún hefði ver- ið vakandi samfleytt í nokkra sólarhringa á krakk-trippi. Hún haföi fyrst kynnst Michael nótt- ina áður, þar sem hann ók um á rauðum bíl móður sinnar. Mi- chael stoppaði hana á götunni og spurði hvort hún vissi um stað til að kaupa krakk, hann ætti peningana. Saman höfðu þau farið til dópsala í nágrenn- inu sem hún þekkti og haldiö siðan heim og reykt krakkið. Skömmu síðar féll hún í dá og hafði vaknað vib að einkennis- klæddir lögreglumenn stóðu yf- ir henni. Heimild fékkst hjá dómara til að hafa skötuhjúin í gæsluvarð- haldi og húsið var skoðað hátt og lágt. Við þá rannsókn fund- ust gluggatjöld á snúru og þótti grunsamlegt að Michael hefði gripið hvöt til hreingerninga innanhúss þegar mamma hans brá sér frá um stund. Fátæk gengilbeina Marjorie hafði starfað sem gengilbeina á veitingahúsi í grenndinni sl. þrjú ár. Þegar vinnuveitandi hennar heyrði að Marjorie væri saknaö, svaraði hann að bragði: „Þiö ættuð að gefa syni hennar sérstakar gæt- ur. Hann er vondur maður." Rannsókn lögreglunnar næstu daga leiddi í ljós að dag- inn fyrir hvarfið haföi Marjorie unniö 600 dali í happdrætti. Vinir hennar sögðu hana hafa glaðst mjög yfir vinningnum, en vegna skulda hefði hún ekki leyft sér annan munað en ab kaupa karton af uppáhaldssígar- ettunum sínum. Það var því frá- leitt að Marjorie hefði ákveðið að fara skyndilega burt úr borg- inni sígarettulaus. Aumingi eba af- brotamaður? Þrátt fyrir að málið færi ágæt- lega af stað, leið mánuður og ekkert markvert gerðist. Conti og mönnum hans hafði þó lærst að Marjorie var að reyna að fá Raubi Fordinn utan vib hús fórnarlambsins. SAKAMAL son sinn til að flytja út, enda var hann á kafi í eiturlyfjum og fór illa með fé hennar og eignir. Hann var búinn að vera at- vinnulaus í 3 ár og sökk sífellt dýpra í dópið. Var hann ekki orðinn of skaddaður af neyslu til aö fremja hið fullkomna morð? Líkið finnst 11. maí fannst loks líkib af Marjorie í eyðimörk skammt frá San Diego. Algjör tilviljun olli því að líkið fannst. Gröf hennar hafði verið of grunn og villt dýr höfðu grafið upp feng sinn til átu. Líkið var mjög illa farið af völdum þeirra þegar það fannst. Ekkert lík — ekkert mál er stundum sagt um morðmál al- mennt. Því létti Conti og Chi- vers verulega þegar staðfest var að líkið væri af Marjorie, en þeir áttu fljótt eftir að verða fyrir vonbrigðum. Krufningin sýndi nefnilega ab dánarorsök var algjörlega óljós. Ekki hafði verið eitrað fyrir Marjorie, engin bein voru brot- in og engir áverkar á líkinu sem sagt gætu til um orsök dauðans. Innyfli hennar voru svo illa far- in eftir rotnunina og villidýrin ab lítið var hægt að rannsaka. Michael var samt ákærður formlega, en málið var ekki sterkara en það að honum var sleppt úr haldi gegn vægri tryggingu fram að réttarhöldun- um. Michaei Potenziani. Réttarhöldin hófust í desem- ber sama ár og sækjendur voru vonlitlir um að hægt yrði ab sanna sekt Michaels. Ef það mis- tækist, myndi hann erfa hús- eignina og flestar eigur móður- innar. Allt virtist í lausu lofti þangað til Michael Potenziani sjálfur var kallaður til vitnis. Örlagarík mistök Michael gerbi verjanda sinn steinhissa er hann breytti fyrri framburbi „í beinni útsend- ingu". Nú sagðist hann hafa vaknað um morguninn og fundið móður sína látna af völdum hjartaáfalls. Hann hafði ákveðib ab gera henni síðasta greiðann með því að keyra hana út í eyðimörkina og grafa hana þar, þar sem hún hefði ávallt notið sólsetursins í eyðimörk- inni. Þetta voru örlagarík mistök. Hægt var að sýna fram á staöl- eysu þessarar sögu, m.a. þar sem afgreiðslukvittun sannaði að Michael hafði keypt límbandið sem fundist hafði, blóðblettirnir reyndust úr Marjorie og svo mætti lengi telja. 26. janúar 1995 var Michael Potenziani fundinn sekur um morð að yfir- lögöu ráði í ábataskyni og dæmdur til 70 ára fangelsisvist- ar. Verjandi hans hefur hins vegar áfrýjað, en úr þessu er sekt hans nánast sönnuð. Samt vita menn ekki enn hvernig hann fór að því að myrba móður sína, enginn veit þab nema hann sjálfur. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.