Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 18
18 (BhHDXII&ÍEE&K Laugardagur 20. maí 1995 Auöunn Bragi Sveinsson: Samband bindindisfélaga í skólum og ritib Hvöt — í minningarskyni 1995 Eitt sinn var fjárhagskreppa hér á landi. Ekki muna þó ahrir þann tíma en þeir, sem or&nir eru rosknir og aldrabir, ein- hvers stabar á aldrinum frá hálfáttræbu til hálfníræbs. Þá var margt sparab, sem nú er hvergi minnst á at> spara. Áfengi og tóbak var mebal þess varnings, sem fólk taldi sér fyrst skylt ab draga vib sig. Naub- synjar, föt og fæbi, urbu ab sitja í fyrirrúmi. Þetta var ofur ebli- legt. Þá var líka flestu skipt í tvennt: þarft og óþarft. Áfengisbannib var sett á hér á landi í ársbyrjun 1915, eftir þriggja ára umþóttunartíma. Bannabur var innflutningur áfengis til landsins, hverju nafni sem nefndist. Áfengisbirgbir, sem til voru í ársbyrjun 1912, er bann- ib var sett á samkvæmt lögum, mátti selja næstu þrjú árin. Þótti víst mörgum þeim, er áfengi hafbi haft um hönd, illt ab allt í einu skyldi innflutningur þess bannab- ur. Reyndu þeir ab fara í kringum lögin sem þeir gátu. Hér er nær eingöngu átt vib karlmenn, því ab konur neyttu tæpast áfengis á þessum árum. En algjört áfengisbann stób ekki nema fáein ár, því ab 1921 tilkynnti spánska ríkisstjórnin ab saltfiskssamningi yrbi sagt upp, og settur innflutningstollur á salt- fisk, ef íslendingar leyfbu ekki innflutning spánskra vína. Vegna þess ab landib var illa f járhagslega statt, var ekki annaö fært en aö ganga aö þessum afarkostum. Ár- iö 1922 var samþykkt á Alþingi undanþága frá bannlögunum, meö því aö leyfður var innflutn- ingur léttra vína, Spánarvína, meö 21% áfengismagni. Þá var stofnsett Áfengisverslun ríkisins. Þannig gekk þetta um nokkurt árabil. Hægt var sem sagt ab afla sér léttra vína, en ekki sterkra eöa brenndra drykkja. Bruggun áfeng- is var nokkur og eitthvaö var um svonefnt „læknabrennivín". 29. maí 1933 samþykkti Alþingi aö láta fara fram þjóöaratkvæöa- greiöslu um afnám á banni vib innflutningi sterks áfengis. Fór hún fram 21. 10. sama ár. Nokkur meirihluti samþykkti, eöa 15.884 gegn 11.624.1 samræmi viö úrslit þessarar atkvæöagreiöslu flutti ríkisstjórnin frumvarp um afnám banns viö innflutningi sterkra drykkja árið 1934. Hlaut þaö sam- þykki. Hinn 1. febrúar 1935 hófst sala á sterku áfengi, samhliöa hinu veika, og hefur þannig síöan verið málum háttað. Með því að innflutningur á öll- um tegundum og geröum áfengis var nú leyföur, jókst áfengis- neysla stórum. Bindindismenn voru þá enn allmargir og leist þeim allt annað en vel á ástandið, og árið 1932 urðu til þau samtök meðal skólafólks í framhaldsskól- um, er nefndust Samband bind- indisfélaga í skólum, skammstaf- aö S.B.S. Fyrsta bindindisfélag af þessum toga var stofnað í Menntaskólanum í Reykjavík 16. mars 1932. Aðalhvatamaöurinn var sjálfur rektor skólans, Pálmi Hannesson. En sá sem var mestur baráttumaöur meðal nemenda skólans í þessu máli var Helgi Scheving, frá Vestmannaeyjum. Hann var fæddur 8. mars 1914 og varö stúdent frá M.R. 1933. En hann varð ekki gamall, því aö hann drukknaði í höfninni i Vest- mannaeyjum 8. september 1934, og var mörgum harmdauði. Hann var við laganám í Háskóla íslands, er hann var burt kallaður á svo sviplegan hátt. Helgi Scheving var fyrsti forseti Sambands bindindis- félaga í skólum. Alls urðu félögin innan Sam- bands bindindisfélaga í skólum nokkuð á þriðja tug, er flest var, og starfið í mestum blóma, en það var á árunum fram að stríbi. Tók þá að slakna á bindindinu. Allir höfðu nóga vinnu, og peningar voru ab sama skapi í vösum fólks. Þá hallaðist á ógæfuhliðina í bindindismálum landsmanna, einnig skólafólks. fyrsta stjórn Sambands bind- indisfélaga í skólum var þannig skipuð: Formaður: Helgi Sche- ving, Menntaskólanum í Reykja- vík; ritari: Þórarinn Þórarinsson, Samvinnuskólanum; gjaldkeri: Klemens Tryggvason, Mennta- skólanum í Reykjavík. Meðstjóm- endur voru: Friðrik Á. Brekkan, kennari, Gagnfræðaskóla Reykja- víkur, Sigurður Ólafsson, Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga, Haukur Þorsteinsson, Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, og Hermann Guð- mundsson, gagnfræðaskólanum Flensborg í Hafnarfirði. — Þetta var mikið einvalalið. Og stað- reynd er, að allt til þess tíma ab Sambandið leystist upp, árið 1963, voru margir ágætir menn þar í fararbroddi. Flestir hafa for- ystumenn S.B.S. orðið áberandi í þjóblífinu og notið trúnaðar víða. Nöfnin eru mörg, og fer ég ekki að telja þau upp hér. Geta þeir, sem fræðast vilja meira um starf Sam- bands bindindisfélaga í skólum, lesið sér til um það í ritinu Hvöt, er út var gefið á árunum 1932 til 1963. Kem ég aö riti þessu hér á eftir. Samband bindindisfélaga í skólum valdi sér baráttudag. Varb þá einmitt sá dagurinn fyrir val- inu, þegar áfenginu var hleypt inn í landið, sterku vínin flæddu um allt. Það var fyrsti febrúar. Er þessi baráttudagur var val- inn, kom ritið Hvöt jafnan út þennan dag. Skyldi þennan dag varið að minnsta kosti einni kennslustund til fræðslu um hættur af áfengisnautn, í skólum þeim er reknir voru af ríkinu. Eru ekki mjög mörg ár síðan þessu var hætt. En hvers vegna? Ég get ómögulega skilið það. Jafnan lögðu hinir mætustu menn leiö sína í skólana og töluðu til nem- enda. Kennaraskólinn sendi jafn- an marga nemendur sína til er- indaflutnings í skóla á Reykjavík- ursvæðinu. Minnist ég þess m.a. frá mínum skólaárum þar, rétt eft- ir síðasta stríð. Margar greinar birtust að sjálf- sögðu í Hvöt, svo og sögur og ljóö. Efnið er það yfirgripsmikið, að ekki er gerlegt að gera því mik- il skil í stuttu máli. En mér datt í hug að grípa nokkur kvæði, er birtust í ritinu og hafa hrifið mig öðrum fremur. Hér kemur þá fyrsta ljóðið, Hvöt, eftir Egil Bjarnason: Hverjwn ber að vera á verði, vökulum jafht nótt sem dag? Hverjum ber að beita sverði, berjast fyrir þjóðarliag? Höggva sundur fjötra foma, frelsa gœfu sérhvers manns? Það er œskan aðalboma, ceska þessa kalda lands. Hennar starfer böl að bœta, benda þjóð í rétt átt, styðja þá, er „syndin sœta" sigrað hefiir oft og þrátt. Bjarga þeim, sem berst að sandi á brotnu fleyi úr sorgarleik, reka Bakkus burt frá landi, breyta 'ans hofi í ösku og reyk. Því skal fylkja fríðu liði, fremst í dölum, yst við strönd, tefla djarft á sóknarsviði, sigra Bakkus vítt um lönd. Þá mun birta afbetri degi, blómgast hagur sérhvers manns. Þá er böli basgt afvegi, en blessun gefin niðjum lands. Vel skal nú að verki standa, vökumenn, því enn í dag þarfað reka út illan anda, efla og treysta brœðralag. Sýna þjóð, að œskan unga, enn á kjarkinn, vilja og þor til að sigra svefhinn þunga, sœkja eldinn, skapa vor. Benim merkið hœrra, hœrra, hrœðumst eigi neina þraut, takmark setjum stœrra, stœrra, stefhum fram á sigurbraut. Þá við megum sýna og sanna sannleiksgildi í orðum þeim, að bindindið er blessun manna, blessun fyrir allan heim. Árið 1939 var Hvöt gefin út mjög myndarlega. Lögðu því þá til efni margir þjóðkunnir menn og ritfærir. Má nefna Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, sem ritar þar langa grein, er ber heitið Vitnisburður skáldanna, Tilfærir hann þar ummæli þeirra um áfengið. Þar er ljób eftir Grétar Fells rithöfund, er nefnist Til hitts vínhneigða. Talar hann þar tæpi- tungulaust til drykkjumannsins: Þú ert einn afþeim sem illa þola lífsins sviþuhögg. Vonimar á tá sér tylla, til þess eins að glepja og villa. Verður mörgum vín að gylla, vanti aðra gróðrardögg. Þegar eitthvert böl þig beygir Bakkus fœr þig endurhresst. Þá eru vœngir þínir fieygir, þá em fœrir allir vegir. Þá eni allir elskulegir, sem áður skorti gœðin fest. En á betri veg mér virtu, veik þó sýnist mér þín rök. Vitsins megingjörð þiggirtu, grýlur þœr, sem heill þig firrtu, skelfast aðeins skilningsbirtu og skynseminnar fastatök. Þó að virðist burtu banda Bakkus þeim og reka á dyr, þœr mutni aftur hefjast handa, halda áfratn þér að granda, og til svartra sorgarlanda sigla tneð þig nýjum byr. Hver sem i'it úr hugans rantti hopaði — aldrei sigur vann. Bakkus, hann er gálaus glanni, setn getur engan leyst úr batmi. Hollast verður hverjum manni að horfa framan í sannleikann. Minnisstætt er mér, er ég las hefti af Hvöt, sem út kom 1. febrúar 1937, þá drengur í barna- skóla. Þar er kvæði eftir Guð- mund Inga Kristjánsson skáld á Kirkjubóli, sem ber einmitt heitiö 1. febrúar: Þú ert, fyrsti febrúar, fyrirboði nýrra tíma, hvatning fólksitts hér og þar, heilli þjóð til farsœldar. Allt setn fagurt er og var á að vaxa, hitt að rýma. Hvettu, fyrsti febrúar, fram gegn víni og drykkjusiðum. Áfeng nautn og ölvun var engri þjóð til farsceldar. Stœrstu tnein lilaut þjóðin þar; þeitn skal aldrei heitið griðuin. Þú ert, fyrsti febrúar, fóstri landsins ungu manna. Æskan heil og vonglöð var vöm hins góða málstaðar, skildi og sá að berjast bar, bjarga við því fagra og sanna. Vertu, fyrsti febrítar, framtíð vorri merkisberi. Gefþeim kjark, sem kjarklaus var, krefðu fólk um skýlaust svar. Orð og framtíð œskunnar anda þínum helguð veri. Þú ert, fyrsti febrúar, fólkið þitt til beggja handa. Frjálsra manna foringjar fylkja liði hér og þar. Sjá, þú úrval œskunnar itndir þínum merkjum standa. Þó að Samband bindindisfélaga í skólum sé langt að baki, mun það hafa skilið margt gott og heil- brigt eftir hjá þeim, sem helguöu því starf sitt, bæði í ræöu og riti. Hvöt kom út í þrjá áratugi. Tímarnir eru breyttir frá því, þegar Samband bindindisfélaga í skólum var upp á sitt besta. Nú virðist ekki vera jarðvegur fyrir slíka starfsemi í skólum landsins og bindindisstarfsemi yfirleitt. Enda ég þá þennan þátt með stuttu ljóði: I minningu fyrsta febrúar Þú varst, fyrsti febríar, forðutn einn af heilladögum. Aðall skólaœskunnar uttdir þínum merkjum var. Nú er fátt til fagnaðar, fái ei Bakkus ráðið högum. Tcela öflin tískunnar, — tíðum bundin engum lögum. ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboöum í gerð „mal- bikaöra gangstíga ásamt ræktun víös vegar um borgina." Verkiö nefnist „Gangstígar 1995." Heildarmagn gangstíga er u.þ.b. 6.900 m2 Heildarmagn ræktunar er u.þ.b. 3.800 m2 Skiladagur verksins er 1. október 1995. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og meö þriðjudeginum 23. maí 1995 gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Tilboðin veröa opnuö á sama staö miövikudaginn 31. maí 1995, kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskab eftir tilboðum í „gerb gang- stíga". Verkið nefnist „Stígar í Rimahverfi, stígagerö, yfirborösfrágangur og snjó- bræösla". Helstu magntölur eru: jarövegsskipti 3.700 m2 Malbik 1.800 m; Hellulögn 700 mJ Þökulögn 2.000 m2 Skiladagur verksins er 15. september 1995. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, ab Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og meö þriöjudeginum 23. maí 1995 gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilbobin veröa opnuö á sama stað þribjudaginn 30. maí 1995, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskaö eftir tilbobum í „gatnagerö, lagningu holræsis og gerö undirganga". Verkið nefnist „Strandvegur noröan Borgarvegar" gatnagerö og lagnir. Helstu magntölur eru: Gröftur u.þ.b. 35.000 m’ Sprengingar u.þ.b. 8.000 m’ Fyllingar u.þ.b. 45.000 m! 800 mm ræsi u.þ.b. 950 m Mót u.þ.b. 600 m2 Steypa u.þ.b. 140m! Verkinu skal lokiö fyrir 1. júlí 1995. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og meö þriöjudeginum 23. maí 1995 gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verba opnuö á sama stað fimmtudaginn 1. júní 1995, kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.