Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. maí 1995 WMtötrmi 9 Nœr stöbug aukning á aukavinnu opinberra starfsmanna frá 1988 kostabi 1.560 milljónir í fyrra: Aukin yfirvinna kostabi ríki og borg 1,6 milljarba 1994 Yfirvinna hjá opinberum starfs- mönnum hefur aukist stöbugt síban 1988, að því er virðist í öf- ugu hlutfalli við aukið atvinnu- leysi. Hækkun yfirvinnulauna og annarra launa umfram hækkun dagvinnulauna var um 81.400 kr. ab meðaltali (6.800 kr. á mánuði) á hvert stöðugildi opinberra starfsmanna s.l. sex ár. Samkvæmt útreikningum KOS (Kjararannsóknarstofnun- ar opinberra starfsmanna) voru stöbugildin samtals 19.540 í fyrra. Þessi aukning yfirvinnu frá 1988 hefur því kostab ríkis- sjóð og borgarsjóð um 1.590 milljónir króna á síðasta ári. Hefbi yfirvinnuhlutfallið ekki verib hærra en á almenna mark- abnum, hefbi þab sparab ríki og borg yfir 4 milljarða Iauna- greiðslur í fyrra. Samkvæmt útreikningum KOS fjölgaði stöðugildum opinberra starfsmanna, ríkisins og Reykjavík- urborgar um rúmlega 2 þúsund frá 1988 í 19.540 á síðasta ári, eða um tæplega 12%. Meðal mánaðarlaun þessa hóps — dagvinnulaun annars vegar og heildarlaun hins vegar — þróuðust sem hér segir: Ár: Dv.l. Heild.l. Mism.: 1988 61.500 87.000 42,8% 1989 68.200 97.800 43,4% 1990 74.800 108.700 45,4% 1991 81.600 121.700 49,2% 1992 84.500 125.900 52,6% 1993 86.300 128.300 48,6% 1994 87.800 132.100 50,5% Yfirvinnuhlutfallið hefur aukist hvert einasta ár utan 1993. Miðað við 42,8% umfram dagvinnuna, eins og 1988, hefðu heildarlaunin verið 125.300 kr. á mánuði í fyrra. Mismunurinn er tæpar 6.800 kr. á mánuði (t.d. álíka og þær kaup- hækkanir sem nýlega var samiö um til tveggja ára á almenna vinnu- markaðnum), eöa 81.600 kr. að meðaltali á hvern opinberan starfs- mann ríkis og borgar árið 1994. Margfaldað með stöðugildum verð- ur útkoman sú að aukning á yfir- Bœnadagur: Beðið fyrir friði í heim- inum Almennur bænadagur kirkjunn- ar er á morgun, sunnudag, og fer biskupinn yfir íslandi þess á leit vib presta þjóbkirkjunnar ab beð- ib verði fyrir friði í heiminum í kirkjum landsins. í erindi til prófasta vegna bæna- dagsins segir meðal annars: „Á bænadegi biðjum við fyrir friði í heiminum. Nýverið var þess minnst að fimmtíu ár eru frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari í Evr- ópu. Víða um heimsbyggðina geisa stríð þar sem saklausir þjást og láta lífið. Fjölmargir eru þeir sem lifa án vonar og sjá í morgundeginum ekk- ert annað en myrkur og dauða. Biðjum fyrir öllum þeim er líða vegna stríðs, ofsókna og kúgunar. Biðjum þess að skilningur og kær- leikur ráði í samskiptum mann- anna, í stað vopna og aflsmunar, og að mannkyn megi sjá bjarma af nýjum degi friðar." ■ vinnulaunum og öðrum launum frá 1988 kostaði ríki og borg tæplega 1,6 milljarða króna á síðasta ári, sem áður segir. Á almenna vinnumarkaðnum hefur yfirvinna þvert á móti heldur dregist saman frá 1988, samkvæmt útrpikninvum Kiararannsóknar- nefndar. Dagvinnulaun ASÍ-félaga voru að meðaltali nánast þau sömu og hjá opinberum starfsmönnum bæði 1988 og 1994 og hafa því hækkað ámóta mikið milli þessara ára. Munurinn á heildarlaunum hefur aftur á móti vaxið úr tæplega 9% upp í rúmlega 16% hf>im beru í vil á s.l. sex árum. Stóri munurinn er sá, að hjá ASÍ- fólki eru heildarlaunin aðeins 29,9% hærri en dagvinnulaunin á síðasta ári og það hlutfall hefur lækkað úr 30,9% árið 1988. ASÍ-fólk hafði því aðeins 113.700 kr. heild- arlann aö mpðaltali. Yfirvinnugreiðslur þeirra voru um 220.800 kr. lægri í fyrra (um 18.400 kr. lægri á mánuði). Með sama yfirvinnuhlutfalli hjá hinu opinbera (30% í staðinn fyrir 55,5%) heföu launagreiðslur ríkis og borgar verið um 4,3 milljörðum lægri í fvrra en þær voru í raun. ■ Jöfur á ferð um landið A næstu vikum verða sölumenn Jöfurs á ferð um landið með glæsilega bíla af öllum gerðum: Skoda Felicia, Peugeot205 Forever, Peugeot306, Peugeot405, Jeep Cherokee Turbo Diesel, Grand Cherokee, Dodge Ram Turbo Diesel Pickup. 22. maí: Borgarnes Sýningarstaður: Hyrnan frá kl. 10:00 til 17:00. 23. maí: Stykkishólmur Sýningarstaður: Við Olís skála frá kl. 10:00 til 17:00. 26. maí: Sauðárkrókur Sýningarstaður: Skagfirðingabúð frá kl. 10:00 til 17:00. 27.-28. maí: Akureyri Sýningarstaöur: Skálafell, laugardagfrá kl. 10:00 til 17:00. 30.-31. maí: Egilsstaðir Sýningarstaöur: Við Shell skála frá kl. 10:00 til 17:00. 24. maí: Hvammstangi I Sýningarstaður: Félagsheimilið 29. maí: Húsavík frá kl. 10:00 til 17:00. 25. maí: Blönduós Sýningarstaður: Vélsmiðja Húnvetninga frá kl. 10:00 til 17:00. 1. júní: Höfn Sýningarstaður: Lyogeyjarvegur 6 frá kl. 10:00 til 17:00. 2. júní: Kirkjubæjarklaustur Sýningarstaður: Við Esso skála frá kl. 10:00 til 12:00. 2. júní: Vík í Mýrdal Sýningarstaður: Við Víkurskála frá kl. 14:30 til 17:30. Ekki missa af þessu tækifæri til að sjá nokkra glæsilegustu bfla landsins í nærmynd. Komið og reynsluakið. il Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 Heimilisfang heimaslöu Jöfurs á Internetinu: http://www/centrum.is/jofur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.