Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 20. maí 1995 Frá Pétri Bjarnasyni, fréttaritara Tím- ans á ísafirbi: í hugum margra lýkur skíöa- vertíö og skíöaiökun rétt um páskana. Þá er skíöunum oft fleygt inn í geymslu og ekki hugaö aö þeim fyrr en næsta vetur. Um þetta leyti fer hins vegar í hönd skemmtilegasti skíöatíminn vestur á ísafiröi og þar í grennd. Fram til þess tíma nýta skíöagöngumenn gjarnan Tungudal og Selja- landsdal til aö iöka íþrótt sína, en á vorin og langt fram á sumar er hiö ákjósanlegasta göngufæri uppi á Breiöadals- og Botnsheiöum. Frá ísafiröi er um tíu mín- útna akstur upp undir vega- mótin yfir aö Suöureyri og þar er bara aö leggja bílnum út í kantinn og spenna á sig skíð- in. Allajafna er þar nægur snjór út júní og á þessum tíma er að vænta sólskins og góð- viðris og því taka menn fljótt lit þarna í hálendinu. Göngu- land er við allra hæfi, víölend- ar sléttur eöa brekkur ef menn kjósa þann kostinn. Útsýni er mjög fagurt noröur yfir Djúpið og ef lengra er gengiö, má sjá niður í Súgandafjörð eöa langt inn á Vestfjarðahálendið. Þarna hefur verið lýst nærtæk- asta og algengasta skíðasvæði ísfiröinga á vorin, en mögu- leikarnir eru að sjálfsögðu margir fleiri á nálægum svæö- um, t.d. norðan Djúpsins, á Hornströndum, í Jökulfjörð- um og allan ársins hring er nægur snjór á hjarnbreiöum Drangajökuls, en veöráttan þar er auövitað hagstæðust yf- ir sumartimann. Áb á Hesteyri ábur en lagt er á heibina. Um síðustu páska var efnt til hópferðar í skíðagöngu frá Hesteyri í Jökulfjöröum yfir að Látrum í Aöalvík og var farið þangað meö Fagranesinu og á gúmmítuörum í land á Stekk- eyri, þar sem Norðmenn ráku hvalstöð og Kveldúlfur hf. síð- ar síidarverksmiðju um margra ára skeið. Þaðan var svo gengið á skíðunum út aö Hesteyri, þar sem tekið var manntal og fjall- gangan hófst síðan formlega. Þátttaka varð mjög góö, um fjörutíu manns tóku þátt í göngunni sem fór fram í blíð- asta veðri, glampandi sól og svölu veðri. Göngumenn voru af báðum kynjum, jafnt vanir göngumenn og allt að því ný- liðar í íþróttinni. Leiðin, sem farin var, er mjög hagstæð, af- líðandi brekkur og léttar til göngu báðum megin. Útsýni er fagurt af heiðinni, yfir Djúp- ið og síðan niður í Aðalvíkina og út á Atlantshafið. Þarna get- ur að líta í fjarska hernaðar- mannvirki gerð af Bretum uppi á fjallinu Darra að sunn- an og leifar af bandarískri rat- sjárstöð uppi á Straumnesfjalli að norðan. Hægt er að skreppa út á Mannsíjall í leiðinni til aö sjá betur yfir víkina. Þeir, sem fyrstir fóru, brugðu sér í leiðinni yfir í Rekavík bak Látur, en þar er yfir lágan háls að fara. Með útúrdúrnum tók sjálf gönguferðin aðeins um þrjá tíma, en fara mætti þessa leið á mun skemmri tíma. Fagranesið kom síðan og sótti gönguhópinn að Látrum og þá var siglt fyrir Ritinn og inn Djúp á sléttum sjó í síðdegis- sólinni. Til ísafjarðar var komið í tæka tíð til þess að bregöa sér í gamla Turnhúsið á harm- onikuball, eða á djasskvöld á Hótel ísafirði og sumir notuðu sér það. Aðrir, sem lúnir voru eftir daginn, brugðu sér í heitt bað og olíubáru sólbökuö and- lit sín. Öllum bar saman um að ferð sem þessi væri mjög ákjós- anleg dagsferð og ekki of erfið. ítreka má að oftast er gott göngufæri á skíðum út júní- mánuð rétt við þjóðveginn frá ísafirði upp á Breiðadals- og Botnsheiðar, svo ef til vill er það góð hugmynd fyrir ferða- menn, sem eru snemma á ferð- inni, að kippa skíðunum meö í farangrinum. Hollenskir ferbamenn á skíbum um mibjan júní í fyrra. Fagranesib lónar fyrir landi meb gúmmítubrurnar klárar til ab sækja mannskapinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.