Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 20. maí 1995 19 Höfuðbein Egils Skallagrímssonar Aldrei hef ég getaö skiliö þá menn, sem halda aö samtíöar- sögur hljóti aö vera aö flestu leyti réttari en þær sem eru samdar eftir á. Menn reyni aö ímynda sér hverskonar „saga" þaö heföi oröiö af Jónasi Jóns- syni, ef framsóknarmaður eöa íhaldsmaður hefði tekið til við aö semja hana áriö 1935. En ný- leg saga um hann 60 árum síðar (eftir Guöjón Friðriksson) virö- ist hafa vel heppnast. Aö sögurnar af Agli, Gretti og Gunnari þurfi aö vera skáldsög- ur af því að þær eru vel sagðar, er boöskapur sem mínu geöi hefur aldrei þóknast aö með- taka. En þetta hefur veriö al- mennt trúboö hér á landi um áratugi. Jafnvel þegar annar eins fræöimaöur og próf. Steblín- Kamenskíj sagði hér berum orö- um: „Viö vitum vel hvernig skáldsagan varö til á Vestur- löndum á 18. öld" og að þetta skáldsögutai stæöist ekki, þökk- uöu menn þessum Galíleó kurt- eislega fyrir sig, en héldu svo áfram aö boöa kenningu Aris- tótelesar um fall hluta. Þaö er aö segja sumir, því fjöldi manns hefur vitað betur. En hinir voru háværari. Ævisaga Egils Skallagrímsson- ar er einhver skemmtilegasta saga sem rituð hefur veriö, en Egill Skallagrímsson. LESENDUR hún er jafnsönn fyrir því. Eng- inn sem les t.d. formála Sigurð- ar Nordals að Egilssöguútgáfu hans (1933) getur veriö í vafa um, að hann fæst við hana fyrst og fremst sem sagnfræðirit. Honum tekst jafnvel aö leið- rétta út frá henni hina marg- endurteknu „12 ára skekkju" í tímatali 9.-10. aldar, sem ein- hverntíma haföi komist þar inn. Samband atburöanna hef- ur ráðið meira í hug Snorra en einberar ártalaraöir. Undarlegt er, ef einhverjir halda, að það sé óviðurkvæmi- legt að grafa upp líkamsleifar frægra manna. Slíkt er gert víöa um heim, vegna persóna frá ólíkustu tímaskeiðum og vekur oft mikla athygli; getur enda haft verulega þýöingu fyrir sagnfræöina, en hinsvegar held ég þaö sé algert sérfyrirbæri hér- lent, ef því er haldið fram, aö sagnfræöi og fornleifafræði megi ekki starfa saman. Það á að grafa Egil upp. Það er fyrsta skrefiö til þess aö átta sig á sögunni að nýju, eftir 50 ára ómenningu. Þaö er aö vísu al- veg rétt sem próf. Þorsteinn Vil- hjálmsson sagöi nýlega á fundi, að meö því væru ekki öll atriði sögunnar sönnuð — enda dett- ur engum í hug, að öll smáatriði hafi varðveist nákvæmlega. En sögnin um upptöku beinanna er sú sem stendur næst söguhöf- undinum í tíma, og sannist hún, verður allt auðveldara um skilning. Einungis þeir, sem eru hræddir við staöreyndir, geta verið mótfallnir upptöku beina úr Mosfellskirkjugaröi. Þorsteinn Guðjónsson DAGBÓK ir maí 140. dagur ársins - 225 dagar eftir. 20. vika Sólris kl. 3.58 sólarlag kl. 22.53 Dagurinn lengist um 7 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sunnudagur: Brids, tvímenn- ingur, kl. 13 og félagsvist kl. 14 í Risinu. Síöasti dagur í fjögurra daga keppni. Dansaö í Risinu kl. 20 um kvöldið. Næsta ferð félagsins verður 31. maí kl. 13 frá Risinu. Ekiö verður um Reykjanesið. Fararstjóri er Jón Tómasson. Upplýsingar og skrá- setning á skrifstofu félagsins, s. 5528812. Flórgobadagur Fuglaverndarfélagsins Fuglaverndarfélag íslands hefur nú í tvö ár staðið fyrir flórgoða- degi og er ætlunin aö viðhalda þeim sið að vekja athygli á þess- um skrautlega og skemmtilega fugli, sem á undir högg að sækja og er í útrýmingarhættu hér á landi. Flórgoöadagurinn verður á morgun, sunnudag, viö Ástjörn sunnan Hafnarfjarðar. Þar munu reyndir fuglaskoðarar veröa fólki til leiösagnar og fróðleiks frá kl. 14 til 16 og segja frá flórgoðanum og kynna hið fjölskrúðuga fuglalíf sem náttúruperlan Ástjörn fóstrar svo ríkulega. Biðilsleikur flórgoða er einn áhrifamesti sjónleikur í íslenskri náttúru. Sinfóníuhljómsveitin á Suburlandí Dagana 20. til 23. maí leggur Sinfóníuhljómsveit íslands land undir fót og er förinni heitið um Suðurland. Að þessu sinni verður leikiö á fjórum stöðum: Höfn í Homafirði 20. maí, Kirkjubæjar- klaustri 21. maí, Vík í Mýrdal 22. maí og á Flúðum í Hrunamanna- hreppi 23. maí. Hljómsveitarstjóri í ferðinni verður Bernharður Wilkinson. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt. M.a. verða leikin verk eftir Anton Dvorák, Johann Strauss og Leonard Bernstein. Drekadans á Laugaveginum Um þessar mundir er Sjanghæ, kínverska veitingahúsið á íslandi, 10 ára. í tilefni þess efnir veitinga- húsiö til dreka-skrúðgöngu niöur eftir Laugaveginum. Hefst hún kl. 15 í dag og lýkur á Ingólfstorgi. í skrúðgöngunni verða dansarar og trúðleikarar frá Kína, sem dansa, berja bumbur, slá gjöll og láta öll- um illum látum, skrýddir íburðar- miklum og litskrúðugum klæön- aöi. í tilefni 10 ára afmælisins býöur Sjanghæ sérstakan matseöil á lækkuöu verði. Hægt er að fá fjóra rétti ásamt súpu og eftirrétti á að- eins kr. 1290 og fimm rétti meö súpu og eftirrétti á kr. 1490. Fyrir bjórglas með matnum greiöa menn krónu fyrir hvert ár sem Sjanghæ hefur starfaö, bjórinn kostar því 10 krónur! í hádeginu veröur sérstakur núðluréttamat- seöill, þar sem allir réttirnir kosta 600 kr. 10% afsláttur er af öllum öðrum réttum á matseölinum. Afmælistilboðið gildir frá því í dag, laugardag, fram á fimmtu- daginn 25. maí, uppstigningar- dag. Sænsku stúdentasöngv- ararnir syngja á íslandi Stockholms Studentsángarför- bund („Stúdentasöngvararnir") eru nú staddir í söngferð á íslandi. Fyrstu tónleikana halda þeir í Keflavík kl. 20 sunnudagskvöldið 21. maí. Þá veröa tónleikar á Ak- ureyri kl. 20.30 þriöjudaginn 23. maí og þriðju og síöustu tónleikar kórsins í íslandsferðinni verða í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík fimmtudaginn 25. maí, uppstign- ingardag, kl. 20. Karlakór Reykja- víkur kemur einnig fram á þeim tónieikum og syngur með sænska kórnum. Á efnisskrá Svíanna er kirkjuleg tónlist, m.a. eftir Roulenc og Ma- detoja, sígild sænsk karlakóralög, m.a. eftir Alfvén og Petersson- Berger og kvöldljóð eftir Söder- man og fleiri. Háskólafyrirlestur Astrid Sæther, forsteamanuens- is (dósent) og forstöðumaður Stofnunar Ibsen-rannsókna við háskólann í Ósló, flytur opinber- an fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands mánudag- inn 22. maí kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Livsgle- de og livsfornektelse. Nedslag av Nietzsches tanker om det apoll- oniske og det dionysiske i Ibsens dramaer" og verður fluttur á norsku. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Astrid Sæther flytur annan fyrir- lestur með skyggnum á Ibsen- kvöldi í Norræna húsinu á þriðju- daginn. Hann verður kynntur nánar síðar. Fyrirlestur í Odda Dr. Ole Ivar Lovaas prófessor við University of California (UCLA) heldur opinberan fyrir- lestur í boði félagsvísindadeildar H.í. n.k. mánudag, 22. maí. Fyrir- lesturinn hefst kl. 16 í stofu 101 í Odda og er öllum opinn. Hann verður fluttur á ensku og nefnist „Early behavioral intervention in autism" og fjallar um atferlismeö- ferð ungra bama með einhverfu. í lokin mun dr. Lovaas svara fyrir- spurnum frá áheyrendum. Fréttir I vikulok ísland úr leik íslendingar náðu ekki markmiði sínu að komast í 8-liða úrslit HM í handbolta. Þeir máttu þola stórtap fyrir Rússum í 16-liða úrslitum og töpuðu fyrir Hvít-Rússum daginn eftir. Úrslitin eru mikil vonbrigði og er nú veriö að leita að nýjum þjálfara, en samningur liðsins við Þorberg Aðalsteinsson er runninn út. 15. sætift í Eurovision Björgvin Halldórsson varð í 15. sæti í Eurovision, þannig að enn verður bið á að ísland slái í gegn á þeim vettvangi. Barni bjargab í Kópavogslæknum Stefán Arngrímsson bjargaði sjö ára dreng sem sat fastur í Kópavogslæk. Þetta er í annað sinn sem Stefán bjargar barni frá drukknun á þessum stað. Hæg vorkoma norban heiba Voriö lætur enn standa á sér norðan heiöa. Sem dæmi má nefna að enn er þörf á snjódekkjum á Norðurlandi. Amalgam hættulaust? Nýjar rannsóknir sýna að amalgam, sem notað er til tannfyll- inga, er skaðlaust. Á Norðurlöndum hefur fólk rokið til síðustu misseri og látið skipta um fyllingar. Alþingi sett Alþingi kom saman í vikunni og var þingsetning með hefð- bundnum hætti. Búið er að skipa í allar nefndir, en ekki er ljóst hve langt fram á vorið þingið stendur. Þorskafli smábáta eykst Þorskafli smábáta jókst um 17% í síöasta mánuði, úr 2.366 tonnum í 2.766. Skógarbruni í Þjórsárdal Alvarlegur skógarbruni varð í Þjórsárdal, þegar bóndinn á Skriðufelli hugðist brenna sinu. Sinubrunar eru bannaöir eftir 1. maí og hyggst Skógrækt ríkisins leggja fram kæru, enda tjón á trjágróðri verulegt. Nýr slökkvibúnabur í gagnib Brátt verður tekinn í notkun nýr tölvuhugbúnaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur, sem mun gera slökkvistarf markviss- ara. Hægt veröur strax eftir útkall að fá upplýsingar um aö- stæður á brunastað, sem áður voru ekki fyrir hendi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.