Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 20. maí 1995 Hagvrðinqaþáttur Valkostir Irving mér og einnig þér œtlar sér að selja bensín hér, því brátt mun vér boðið verða að velja. Helgi Á vortíb Snjór úr fjöllum farinn er, fiskabusl í loenu. Hlíðin er að sveipa sér sumarklæðin grænu. Helgi Björnsson Elgurinn vaöinn Ennþá legg ég orð í belg, andlaust raus og blaður. Það vilja margir vaða elg, þótt verði 'ann misheppnaður. Strandaglópur Sami sendir meö nokkrum botnum: Áráttan er ekki ný qg illt að lækna kækinn. Eg bulla því og bæti í bakkafullan lækinn. Skömmu fyrir þingkosningarnar var birtur fyrripartur sem tengdist þeim. En vegna þess hve tíminn til að botna var naumur komu svör hagyrðinga ekki til blaðs- ins fyrr en eftir kosningar. En hvað sem því líður eru botnar ágætir og spámannlega ortir. Fyrriparturinn: Þjóðin fagra framtíð á, fær hún senn að kjósa. Botn: Eftir slaginn allir þá eflaust sigri hrósa. eða: Þar mun sigra kemþa kná, hvítust meðal rósa. eða: Augun mæna björt og blá á Brussels mafíósa. botnar Búi eða: Gæfan henni forði frá ferli kratarósa. Margir vilja spreyta sig á erfiðum fyrriparti og koma hér botnar til viðbótar þeim sem áður voru birtir. Leiðir galsi fljótt til falls Fagradals á grundum. Botn: Léttúð tals er ímynd alls ills, og falls hjá sprundum. Strandaglópur eða: Seiðir valsinn, yndi alls, ástarhjals á fundum. Bragi Björnsson Bragi sendir annan botn við gamlan fyrripart og er þá öll vísan svona: Vetrarbrautin víð og há viðrar skautið bjarta. Lengi hlaut ég það að þrá, þess svo naut afhjarta. Nýr fyrripartur: Gróðurhúsaáhrif eru ósonlagsins versta mein. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 Holdafar er líka háð tískusveiflum í síðasta þætti fjallaði Heiðar um tísku og holdafar, eða réttara sagt það holdafar sem er í tísku. En það er breytilegt eins og annað í heimi hönnuöa og sýningarfólks. Mörgum lék forvitni á að vita um þróun holdafarsins í tískunni og heldur Heiðar áfram að svara spurningum um hvers vegna það er allt í lagi að vera ekki í ein- hverri tilbúinni kjörþyngd. Við skulum aldrei gleyma sí- gildu spurningunni „eftirsóknar- vert fyrir kynlíf". Ég get auðvitað ekki svarað fyrir alla karla, en ég er viss um að flestum okkar þykja svolítið þybbnar konur ekki síður sexí en horrenglurnar, sem marg- ar hverjar vekja ekki mikla ástar- þrá í brjósti karla eða hvar það nú er sem kyntöfrarnir hafa helst áhrif í þeim. Svo dæmi sé tekið, er ekki of mikið sagt þótt haldið sé fram að Sophia Loren sé einhver kyn- þokkafyllsta kona frá því að ég var krakki og er talin það enn komin yfir sextugt. En hún hefur alltaf verið helvíti þung, langt yfir kjör- þyngd. Karlinn hennar er ekki síður feitur með sína fínu ístru og allt virðist þetta ganga. Það eru að koma fram ljós- myndafyrirsætur og tískusýning- armódel með stóran barm og alls ekki örgrannar niður um sig, heldur svo að sjá má að dýrkunin á horrenglunum er að láta svolít- ið undan síga. Toppmódelið Cin- dy Crawford er alls ekki mjög grönn, en er heldur betur eftirsótt til að sýna föt og auglýsa tísku- varning. Varadekk verba aldrei í tísku Vaxtarlag er eins og svo margt annað háð tískubylgjum. Undan- farin ár hefur krafan um heilsu- rækt og líkamsæfingar haft þar.n fylgifisk að þeir hressu verði að vera grannir og þeir grönnu hressir. Ég býst við að ef hamborgararn- ir fara að komast í einhverjar vin- sældir lagast þetta. Hins vegar ef- ast ég um að varadekk um mittið Engu var ofaukið á glœsilegum líkama Anitu Ekberg, sem er klassískt dcemi um Ijúfa lífib. Kílóin eru mörg, en ekkert þeirra auka ... Tískan á ekki ab vera harðstjóri Tískan á ekki að vera harðstjóri, heldur til ánægju og til aö auka vellíðan þeirra sem kjósa að ganga í fallegum fötum og þróa og þroska framkomu sína og lífs- stíl. Og engin kona ætti að ergja sjálfa sig með tilhugsun um að hún eigi að líta út eins og sýning- ardama og engan veginn öðru- vísi. Og enn síður aö leggja allt í sölurnar til að aðlaga líkama sinn að hugarórunum. Muniö að grannar stúlkur selja föt betur en holdugar eldri konur. Þess vegna eru ungar og grannar stúlkur valdar til að sýna. En það þýðir ekki endilega að þær séu glæsilegri. ■ Heiöar jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hyermg aeg ab vera? eða keppir komist nokkru sinni í tísku. Afskræming vegna fitu, sem stafar af miður hollu líferni, verð- ur aldrei til fyrirmyndar og verður seint talinn æskilegur líkamsvöxt- ur. Það þarf að finna þarna meðal- hóf sem gerir fólk ekki hálfsturlað af áhyggjum út af líkamsvexti sín- um og eykur því erfiði með því að reyna að halda honum í ein- hverju allt öðru formi en hverjum og einum einstaklingi er áskapað. Unglingarnir eru að ná áttum í mínu starfi finnst mér að fólk sé að lagast hvað þetta snertir. Ég finn að unglingarnir eru að lag- ast. Stelpurnar eru ekki alveg eins manískar og þær voru og eru að- eins að ná áttum. Líkamsræktin getur haft sínar skuggahliðar þegar hún gengur út í öfgar. Unglingur, sem reynir að grenna sig mikið og kann sér ekki hóf í því, getur unnið meltingar- færum sínum skaða fyrir lífstíð. Líkamsrækt og stjórnun á útliti þarf að gerast á heilbrigðan og eðlilegan máta. Hvað vaxtarlagi viðvíkur er ekkert eðlilegra en að hver og einn hafi sín sérkenni og það er ekkert heilbrigðara að vera grind- horaður en í nokkrum holdum. En eins og áður er komið fram er offita til lýta og er ekki heilsusam- leg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.