Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. maí 1995 5 Tímamynd CS Jón Kristjánsson: Onug stjórnarandstaða Samkvæmt lögum á forsætisráöherra að halda stefnuræöu eftir aö nýtt þing hefur komiö saman og á eftir fara umræöur um hana. Stefnuræöa var flutt á fimmtudags- kvöldiö og á eftir fylgdu umræöur meö heföbundnum hætti. Ég hef verið viðstaddur margar slíkar umræöur, en sú fyrsta sem fer fram á kjör- tímabilinu, ekki síst þegar ný ríkisstjórn hefur tekiö við völdum, er með dálítið sér- stökum hætti. Þar fer saman fyrsta stefnu- ræöa nýrrar ríkisstjórnar, og einnig eru margir nýir þingmenn að taka sæti á Al- þingi og sumir þeirra taka þátt í umræðum. Stjórnarsáttmáli — stefnu- ræöa Ríkisstjórnin hefur nú setið aö völdum um mánaðar skeið. Stefna hennar kom fram í stjórnarsáttmálanum og er stefnu- ræðan nánari útfærsla á honum, eins og nú háttar til. Stjórnarsáttmálinn er þaö nýr að tæpast var að búast viö miklum tíðindum úr stefnuræðunni sem komu þar ekki fram. Ríkisstjórnin er að hefja sinn feril og þab er ekki komið í ljós hvernig málefni þau, sem eru í stjórnarsáttmálanum, ganga fram. Hins vegar er þetta fyrsta tækifæri stjórnar- andstöðunnar á þingi til þess að koma fyrir alþjóð og fjalla um stefnu ríkisstjórnarinn- ar eins og hún birtist í stjómarsáttmálan- um og stefnuræðunni. Því er ekki úr vegi að fjalla nokkuð um þá lífsreynslu að hlusta á ræður stjórnarandstæðinganna og þá einkum forustumanna þeirra. Framsókn hin vonda Það er skemmst frá því ab segja að þess- ar ræður voru með nokkuð hefðbundnum hætti að öðru leyti en því aö pirringurinn gagnvart Framsóknarflokknum var mjög áberandi. Stjórnarsáttmálinn var yfirleitt afgreiddur með því að þar væri „tekið létt á" þessu eða hinu, til dæmis launajafnrétti kynjanna, en látið þar við sitja. Ekki fór mikið fyrir málefnalegri úttekt á stefnunni, en stjórnarandstöbunni var nokkur vor- kunn að því leyti að ekkert er farið að reyna á hana, vegna þess að stefnuræðan er nú haldin ab vori og skammt er liðið frá kosn- ingum. í haust verður miklu fremur farið að reyna á samstarfið og framkvæmd ein- hverra þátta stjórnarsáttmáians. Hins vegar eyddu stjórnarandstæðingar löngu máli í það aö fjalla um þátt Framsóknar- flokksins í stjórnar- mynduninni, meint svik hans á kosningaloforð- um og sérkennilega um- fjöllun um einstaka ráð- herra flokksins. Allt þetta bar nokkurn keim af deilum sem uröu í kringum stjórnarmynd- unina. Sérstaklega var þetta áberandi í ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, sem ekki er búinn ab jafna sig á gremjunni síðan sú staðreynd var ljós að Alþýðubandalagið er utan stjórnar. Gremja hans í garð Halldórs Ásgrímssonar kom rækilega fram þegar hann gagnrýndi ráðherrann fyrir að vera í útlöndum þegar umræðan færi fram. Það er afar einkennilegt að heyra Ólaf Ragnar, af öllum mönnum, gera lítið úr samskipt- um við aðrar þjóðir, þar sem hann hefur lagt sig sérstaklega eftir utanríkismálum. Hins vegar sýnir þetta abeins hvað gremjan er djúpstæð. Kosningaloforöin Umfjöllun stjórnarandstöðunnar um meint svik á kosningaloforðum Framsókn- arflokksins var ákaflega léttvæg, enda var skautað fimlega yfir kosningastefnuskrá okkar og stjórnarsáttmálann að þessu leyti. Auðvitað fær stjórnmálaflokkur, sem sem- ur við andstæðingana um aðild ab ríkis- stjórn, ekki allt sitt fram. Hins vegar er raunin sú að veigamiklir kaflar úr kosn- ingastefnuskrá Framsóknarflokksins hafa fengið inni í stjórnarsáttmálanum. Við töl- uðum fyrir kosningar um aðgerðir í hús- næðismálum, menntamálum og endur- skipulagningu sjóbakerfis atvinnuveganna. Allt er þetta að finna í stjórnarsáttmálan- um. Við töluðum um að ná jafnvægi í ríkis- fjármálum á fjórum árum. Við sögðum einnig fyrir kosningar að niburstaða af endurskoöun jaðarskatts kæmi ekki í framkvæmd fyrr en á síðari hluta kjörtímabilsins. Við höfðum á stefnuskránni að fella niður eftir- ágreiðslu námslána, en niðurstaðan varð að endurskoða námslána- kerfið. í sjávarútvegs- málum tölubum við um aö lagfæra hlut aflamarksbáta og endur- skoða banndagakerfi krókaleyfisbáta. Að þessum málum er unnið og auðvitað var engin alvara í umræðum stjórnarand- stöbunnar þegar talað var um svikin kosn- ingaloforö. Þær staðhæfingar standast ein- faldlega ekki rökræður, enda er ástæöan fyrir þeim ergelsi yfir því að vera utan stjórnar miklu fremur en málefnalegar ástæður. Orbgnótt Orðavalið um einstaka ráðherra Fram- sóknarflokksins var dálítið sérstætt, en ekki er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því. Það mátti halda að abeins einn flokkur væri í ríkisstjórninni og Páll Pétursson væri yfirráðherra, ef marka ætti ræður kratanna. Bæði Páll og aðrir standa ágætlega undir þessari umræðu og geta unnið aðkallandi verk í húsnæðiskerfinu og annars staðar. Þaö er afar sérkennilegt að heyra nú Jó- hönnu Sigurðardóttur hafa miklar áhyggj- ur af afföllum í húsbréfakerfinu. Hún ham- ast gegn því að þeir, sem kaupa sína fyrstu íbúð, fái sérstaka abstoð í hærra lánshlut- falii og hún hamast gegn lengingu lána. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur. Stefna stjórnar- andstöbunnar Það var fátt um að stjórnarandstaöan reiddi fram sín stefnumál, enda var um- ræbuefnið stefnuræða forsætisráðherra. Hins vegar kom það fram hjá ræðumönn- um Þjóðvaka, að tillöguflutningur er vænt- anlegur um að taka upp veiðileyfagjald. Þar meb er búið ab byggja mikilvægan brúar- sporð yfir í Alþýðuflokkinn, sem hefur þetta á stefnuskrá sinni. Einstaka menn, svo sem Steingrímur J. Sigfússon, voru meb hefðbundinn kafla um sameiningu vinstri flokkanna, og eru landsmenn nokkuð vanir því tali, þótt eng- inn hafi trú á að af því verði. Samvinnan er með þeim hætti núna, að tvö þingskjöl liggja fyrir nýju þingi um launajafnrétti. Annað er flutt af kvennalistakonum; hin tillagan er flutt af þeim Svanfríði Jónas- dóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur, kratar fá ekki aö vera meb. Þannig er nú samein- ingin og samvinnan í raun, að ekki næst aö stjórnarandstaðan flytji sameiginlega til- lögur um þetta mál, sem svo ofarlega hefur verið í umræðu liðinna vikna. Nýir þingmenn í umræðunni tóku þátt nokkrir nýir þingmenn. Þeirra hlutur var mjög góbur og málefnalegur og ég er viss um að Alþingi styrkist með því fólki sem tekur sæti nú, án þess að ég sé með því nokkub að gera lítið úr þeim sem hverfa á braut. Nítján nýir menn taka sæti og ég hygg gott til þess fyr- ir mína parta að starfa með þessu fólki. Ábyrgb þingmanna og annarra stjórnenda er mikil, og erfib verkefni sem bíða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.