Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 2

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 2
steypir sér út í næstu gengislækkun, eftir kosningar 1971, eins og það fór í gengislækkanirnar 1960 og 1961 eftir þingkosningar 1959, — og í gengis- iækkanirnar tvær á einu ári, frá nóv. 1967 til jafnlengdar næsta árs eftir þingkosningarnar 1967. — Sá skollaleikur afturhaldsins heldur áfram unz alþýðan þindur enda á hann með pólitískum stórsigri sínum í þingkosning- um. Vatnaskilin verða æ gleggri og samtímis eykst ótti afturhaldsins við sósíal- istíska samfylkingu starfsstéttanna. Broddar ýmissa flokka tengjast íhalds- öflunum, en alþýða krefst róttækrar stefnu: Með Gylfa-ginningu er forustu- lið Alþýðuflokksins tengt íhaldsstefnunni æ fastar, en verkafólk flokksins og róttæk öfl hans andmæla æ ákveðnar. — Sambandsbroddar Framsókn- ar knýta fastar yfirstéttartengslin við atvinnurekendur, svo róttækir Fram- sóknarmenn rata í æ harðari andstöðu við brodda sína, — og Hannibalar, sem sitja í toppstöðum Alþýðusambandsins fyrir náð íhaldsins, hyggjast geta dulið þá þjónustu með umtali um vinstra samstarf. En verkalýður og aðrar starfsstéttir landsins sjá æ betur sakir verðbólgu og dýrtíðar, hve skammt raunverulegir stórsigrar í kaupgjaldsbaráttu duga, ef ekki er eftir fylgt með pólitískum stórsigrum alþýðunnar svipuðum 1942. Ný vandamál bætast við hin gömlu. Innrás erlenda auðvaldsins, sem bætzt hefur við innrás útlenda hersins.ætlar sér ekki aðeins að eyðileggja íslenzkt efnahagslíf með því að gera það útlent, heldur vegur nú með mengun af völdum stóriðjunnar að gróðri lands og lífi. Og Ijóst er þegar af umræðum um þá hættu og framkomu vissra embættismanna og yfirvalda, að vegið er og að manngildi þjóðar. Hið útlenda vald finnur sér þegar „snotur efni í leiguþjóna", svo sem Einar Benediktsson orðaði það í „dansksins tíð“. — Stefán Bergmann ræðir mengunina almennt í sérstakri grein. Áframhald birtist nú um „örbirgð eða réttlæti", ritað af þeim Birni Þorsteins- syni og Ólafi R. Einarssyni. En einn þáttur uppreisnarinnar gegn örbirgðinni, er ræddur í greininni um „byltingarsinnaða kristni" og henni tilheyrir sú mynd, sem birt er hér yfir leiðaranum, af málverki Tizians af Kristi, er hann svarar spurningunni um skattpeninginn. Friedrich Engels fæddist 28. nóvember 1820 og er því 150 ára afmælis hans minnst með grein, er Lenín reit við dauða hans 1895 og birtist í safnritinu „Rabotnik" (Verkamaðurinn) 1896. 40 ár eru liðin frá stofnun Kommúnistaflokks Islands 30. nóv. — 3. des. 1930 og er grein um þau straumhvörf, er sá flokkur olli. ★ ★ ★ RÉTTUR vonast eftir því að velunnarar hans haldi áfram að efla útbreiðslu hans. Þeir nýir áskrifendur, sem óska eftir að fá árgangana 1968 og 1969, láti afgreiðsluna vita.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.