Réttur


Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 4

Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 4
í öllum meginatriðum. Og tilgangurinn með þessari skipan er sá að gera alþingi að sern þægilegustu verkfæri fyrir ríkisstjórn hverju sinni. Forsetar haga dagskrá og fundum og öðrum starfsháttum þingsins í samræmi við áhugamál ríksistjórnarinnar; formenn nefnda hraða málum eða sýna þeim áhugaleysi á- hliðstæðum forsendum. Þannig er alþingi gert að afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina, og málsmeðferðin er oft svo ósjálfstæð að engu tali tekur. Það er alkunna að mörg hin veigamestu mál eru ekki lögð fyrir alþingi nema að forminu til; frumvörp um þau eru samin af sérfræðingum og valdsmönnum án þess að þingmenn hafi komið nærri, og síð- an er ætlazt til þess að alþingismenn afgreiði málin, stundum á örfáum dögum, án þess að eiga þess nokkurn kost að fjalla um málsat- riði á sjálfstæðan hátt. Að sjálfsögðu er hlut- skipti .ftjórnarandstöðunnar erfiðast hvað þetta snertir, en ríkisstjórnir eru einnig tekn- ar að leika meirihluta sinn á hliðstæðan hátt; mörgum frumvörpum er kastað inn á þing án þess að þingflokkar meirihlutans hafi nokkra hugmynd um efni þeirra. ÓSJÁLFSTÆÐAR NEFNDIR Oll eru þessi vinnubrögð þeim mun alvar- legri sem nefndir alþingis hafa miklu minna hlutverki að gegna en nefndir þjóðþinga í flestum öðrum þingræðisríkjum. Störf þjóð- þinga eru að sjálfsögðu að minnstu leyti fólg- in í þeim opinberu umræðum, sem mest er getið um í fréttum, heldur fara hin eigin- legu störf mestmegnis fram í nefndum. Nefndir Alþingis Islendinga hafa hins veg- ar afar takmarkað verksvið samkvæmt á- kvæðum þingskapa og gamalli hefð. Nefnd- ir alþingis eru kosnar árlega þegar þing kemur saman á haustin, og talið er að starfs- tíma þeirra sé lokið, þegar þingi er slitið á vorin, ef utanríkismálanefnd er undan skilin (auk þess sem undirnefnd fjárveitinganefndar hefur síðustu árin starfað utan þingtímans án sérstakrar heimildar í þingsköpum). Þessi að- ferð, að kjósa nefndirnar árlega og telja starfstíma þeirra bundinn við þingtímann, leiðir tii þess að nefndirnar verða afar ósjálf- stæðar í störfum. Þær láta sér yfirleitt nægja að fjalla um mál sem þeim eru send frá þing- deildum eða sameinuðu þingi (eða leggja þau í salt ef um vanþóknanleg mál stjórnarand- stæðinga er að ræða), en um frumkvæði af hálfu nefndanna er naumast að ræða. Mál sem þingnefndir flytja eru venjulega borin fram að beiðni ríkisstjórna og samin af svokölluðum sérfræðingum; það er al- gengt að nefndir flytji slík mál án þess að nefndarmenn hafi svo mikið sem lesið frum- vörpin! Þegar fram koma mál sem ríkis- stjórnir telja nauðsynlegt að hraði, láta nefndirnar sér einatt lynda að afgreiða þau á einum eða tveimur dögum, jafnvel þótt um sé að ræða hina flóknustu og afdrifaríkustu lagasmíð. Þessir starfshættir nefndanna stuðla mjög að því að gera þingið að ósjálfstæðd afgreiðslustofnun. HÁTTUR ANNARRA Sú vinnutilhögun sem hér hefur verið lýst greinir Alþingi Islendinga frá þjóðþingum flestra annarra þingræðisríkja. I grannlönd- um okkar er lögð á það miklu meiri áherzla að hafa þjóðþingin sem sjálfstæðust, einnig gagnvart ríkisstjórnum hverju sinni. Þar þyk- ir til að mynda sjálfsagt að stjórnir þinganna, forsetar og formenn nefnda, séu í sem beztu samræmi við skipan þingsins í heild; þeim störfum gegna bæði stjórnarsinnar og stjórn- arandstæðingar. Þeir verða því að koma sér saman um vinnubrögð í samræmi við reglur og hefð þinganna, óliáð tímabundnum hags- 140

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.