Réttur


Réttur - 01.10.1970, Side 5

Réttur - 01.10.1970, Side 5
munum ríkisstjórna hverju sinni. Og nefndir þessara þinga eru afar starfsamar og áhrifa- miklar. Þær eru kjörnar fyrir allt kjörtíma- bilið, og til þess er ætlazt að þær starfi allan ársins hring, að undanteknu sumarleyfi. Þess- ar nefndir láta sér ekki r.ægja að lýsa áliti sínu á tillögum sem fluttar eru á þingi, held- ur vinna þær að undirbúningi mála í sam- vinnu við sérfræðinga stjórnarvalda, og þær geta fylgt málum eftir þegar búið er að lög- festa þau til þess að tryggja að framkvæmdin sé í sem beztu samræmi við ákvarðanir þings- ins. Oft taka nefndirnar sér fyrir hendur að kanna tiltekin þjóðfélagssvið, eða sérstaka þætti í starfsemi stjórnarvalda, og hafa þá hliðstæð rannsóknarvöld og dómstólar. AUKASTARF EÐA AÐALSTARF? Ef Alþingi íslendinga tæki upp vinnubrögð af þessu tagi, tryggði þinginu óháða forustu og yki starfssvið nefndanna, myndi sjálfstæði stofnunarinnar aukast til muna; breytt verk- svið myndi einnig hafa áhrif á viðhorf þing- manna og gera þá óháðari forustumönnum sínum. En þessi tilhögun strandar á því, að menn hafa ekki getað gert það upp við sig hvort þingmennska hérlendis á að vera auka- starf eða aðalstarf. Eðli sínu samkvæmt er þingmennska orðin óhjákvæmilegt aðalstarf, ef menn eiga að rækja hana af þeirri alvöru sem kjósendur eiga heimtingu á. En að form- inu til er þingmennskan ennþá aukastarf, og fjölmargir þingmenn gegna jafnframt mjög umfangsmiklum aðalstörfum. (Sumir þeirra hafa afar takmarkaðan tíma til að sinna þing- inu, eins og hálfauðir þingsalir eru oft til marks um; forsetarnir verða einatt að sk'pu- leggja nákvæma smalamennsku til þess að afgreiðsla mála fari ekki út um þúfur þegar að atkvæðagreiðslu kemur!) Þessi tilhögun á sér eðlilegar sögulegar rætur frá þeim tíma þegar verkefni þingsins voru miklu einfald- ari en nú, og málsvarar hennar rökstyðja hana með því að þingið hafi nánari tengsl við þjóð- félagið ef þingmenn séu ekki einvörðungu at- vinnustjórnmálamenn, heldur einnig hluti af hinu almenna athafnakerfi þjóðfélagsins. Þessi kenning hefur vissulega nokkuð til síns ágætis, en hún er ekki raunsæ lengur; verk- efni þjóðþinga eru orðin svo umfangsmikil og flókin að enginn nær tökum á þeim í aukavinnu. Sætti alþingismenn sig við það hlutskipti verða þeir í verki leiksoppar at- vinnumannanna, ráðherra og sérfræðinga þeirra. Eigi alþingi í raun að vera æðsta stofnun þjóðfélagsins, verður ekki skotizt undan þeirri skyldu, að þingmennska verði aðalstarf og að settar verði ákveðnar reglur sem tryggi það að þingmenn ræki störf sín af samvizkusemi. Jafnframt verður að sjálf- sögðu að tryggja þingmönnum þau launa- kjör að þeir séu persónulega óháðir. Til við- bótar þessu þarf svo starfsaðstaða þingmanna og þingflokka að batna til mikilla muna, m. a. með því að þingflokkar geti ráðið sérfræð- inga í þjónustu sína, en um það atriði virðast flestir vera sammála í orði þótt minna hafi orðið úr framkvæmdum. 141

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.