Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 6

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 6
HUGARFARSBREYTING Þessum atriðum öllum væri unnt að breyta með endurskoðun á þingsköpum og öðrum reglum um starfshætti alþingis og tryggja þannig þinginu mun meira formlegt sjálf- stæði en það hefur nú. En slíkar breytingar einar myndu ekki nægja; hér þarf einnig að koma til hugarfarsbreyting. Hugmyndin um hina ókvikulu flokkslegu samstöðu er enn afar rótgróin hjá fylgismönnum allra flokka; það er talið hlýða að flokksbræður séu sammála um flest vandamál; ef einhver skerst úr leik er hann talinn vargur í véum. Einnig þessi viðhorf setja mjög svip sinn á starfs- hætti alþingis. Um langflest mál sem koma til kasta þingsins er mótuð flokksstefna, og síðan greiða þingflokkarnir atkvæði eins og einn maður — úrslitin yrðu alveg eins þótt formönnum þingflokkanna yrði í hagræðing- arskyni gefið umboð til þess að fará með at- kvæði liðsmanna sinna. Þá sjaldan fram koma mál þar sem þingmenn eru ekki bundnir af flokkaákvörðunum, svo sem bjór eða minkur eða hið fræga kvennaskólamál, vekja þau mjög almenna athygli og eftirvæntingu með- al almennings — og gefur það nokkra hug- mynd um hver gætu verið víxláhrif þings og þjóðar. Flokksræðisstefnan leiðir hins vegar oft til þess að mál eru samþykkt, þótt meiri- hluti alþingis sé andvígur þeim eða einhverj- um þáttum þeirra. Oft er ágreiningur um mál innan meirihluta sem fer með stjórn. Slíkur ágreiningur er að lokum útkljáður með at- kvæðagreiðslu, og síðan er litið á það sem skyldu minnihlutans að beygja sig fyrir meirihlutanum. Þannig er flokksræðið oft notað til þess að ganga í berhögg við skoð- anir meirihluta þeirra einstaklinga sem á þinginu sitja. Með þessum athugasemdum er engan veg- inn verið að leggja til að flokkar bregðist þeirri skyldu að móta meginstefnu og ætlast til þess að flokksmenn hlíti henni. Það er hins vegar misbeiting á eðlilegri samstöðu að ætlast til þess að menn hegði sér heb.t ævinlega eins og persónulausar atkvæðavélar. Mörg mál sem fyrir alþingi eru lögð — og trúlega flest þeirra — eru þess eðlis, að ástæðulaust er með öllu að gera flokkssam- þykktir um afstöðu til þeirra, hvort sem um er að ræða stjórnarfrumvörp eða tillögur ein- stakra þingmanna. Dæmi um það hversu öfgafullt flokksræðið er orðið á jæssu sviði er sú staðreynd að síðustu árin hefur það varla komið fyrir að samþykkt hafi verið breytingartillaga þingmanns við fjárlögin; þingmenn mega ekki einusinni hafa frelsi til að ráðstafa nokkrum hundruðum þúsunda króna að eigin geðþótta, þótt heildarupphæð fjárlaga sé nú komin yfir tíu miljarða króna. TIL ÍHUGUNAR íslendingar eru eitt smæsta þjóðfélag í víðri veröld. I slíku samfélagi ættu tengsl þings og þjóðar að geta verið nánari og líf- rænni en í stórum þjóðfélögum þar sem bil- ið milli þegna og forustumanna getur orðið afar langt. Einmitt á Islandi ættu að vera tök á því að framkvæma hugmyndir þingræðis- ins á eðlilegri og fullkomnari hátt en víðast hvar annarstaðar. Þær breytingar á starfshátt- um alþingis sem hér hefur verið rætt um myndu stuðla áð því að þingið yrði sjálf- stæðari stofnun en verið hefur um skeið, og að sama skapi mundi aukast eðlilegur áhugi almennings á starfsemi þingsins og afstöðu einstakra þingmanna. En raunar væri ástæða til þess að velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt að gera hlut Alþingis Islendinga enn meiri. Fyrr í þessum hugleiðingum var vikið að þeim starfsháttum, að flokkar sem hafa meirihluta þingheims innan sinna vébanda 142

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.