Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 9

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 9
önnur nýlendustefna ríkra þjóða, að vísu í örlítið breyttu formi og með öðru nafni. I dag ráða hringasamsteypur iðnaðarþjóðfélag- anna og einstaka hagsmunahópar í skjóli þeirra, meiri hlutanum af náttúruauðlindum heimsins og skammta hinum snauðu tekjur og lífskjör, sem versna sífellt vegna slæmra viðskiptakjara og stöðugs arðráns. Þróunar- löndin hafa ekki ennþá fengið neina aðstöðu til að nýta náttúruauðlindir sínar, íbúarnir hafa orðið að notast við úreltar ræktunarað- ferðir og úrelta framleiðsluhætti, menntun er lítil og heilbrigðisástand ömurlegt og að lok- um vantar þróunarlöndin fjármagn t'l að bæta hag sinn, en mest allt fjármagn er í höndum hinna ríku iðnaðarþjóða. Aðstaða þróunarlandanna fer síversnandi t. d. er hagvöxtur á hvert mannsbarn aðeins um 2% á ári en í iðnaðárríkjunum 3,6%. Eftir 1964 var hagvöxtur þróunarland- anna 1,5%, en iðnaðarríkjanna 3,9%- I tölum er afstaðan því sú að meðan hag- vöxtur iðnaðarríkjanna er 60 dollarar á ári er hann 2 dollarar á mann í þróunarlöndunum. I heimsviðskiptunum standa þróunarlöndin mjög höllum fæti, þau eru fyrst og fremst hráefnaframleiðendur, en verðsveiflur á hrá- efni hafa verið miklar. Hlutur þróunarland- anna í útflutningi heimsins var árið 1953 um 27% en 1966 var hann kominn niður í 19,3%. Auknar þjóðartekjur iðnaðarríkj- anna nota íbúarnir til annars en matvæla- kaupa, þannig að aukin eftirspurn eftir hrá- efnum fylgir aðeins fólksfjölguninni. 145

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.