Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 10

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 10
ÞRÓUNAR- AÐSTOÐIN Sameinuðu þjóðirnar og sérstofnanir þeirra hafa reynt ýmislegt til að auka iðnþróun þró- unarlandanna, en lítið orðið ágengt. Þrátt fyr- ir margítrekaðar samþykktir Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, um að ríku þjóðirnar verji 1% þjóðartekna sinna til aðstoðar við þróunarlöndin hafa fáar þjóðir staðið við samþykktir þessar enda hefur hundraðshluti aðstoðar við þróunarlöndin lækkað úr 0,87 % árið 1961 í 0,62% árið 1966. Hvernig er svo ástandið í sífjölgandi heimi? Eftir skýrslum frá Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna FAO, munu 10—15% eða 300—500 miljónir manna í heiminum þjást af vannæringu, eða hungri, sem merkir að þessir íbúar jarðar fá færri hitaeiningar í fæðu á dag en maðurinn þarfn- ast. Erfiðara er að áætla nákvæmlega hve stór hluti jarðarbúa þjáist vegna rangrar næring- ar þó telur matvæla- og landbúnaðarstofnun- in að um 1500 milljónir manna þjáist af þeim sökum. Ef leysa á hungurvandamálið þarf m.a. að auka matvælaframleiðsluna. Frá seinni heimsstyrjöldinni fram á þennan ára- tug hefur matvælaframleiðslan aðallega auk- izt í þróunarríkjunum eða um 30% á hvern íbúa. I þróunarlöndunum, þar sem næringar- skorturinn er mestur hefur matvælafram- leiðslan ekki náð að fylgja fólksfjölguninni eftir og ef halda á sama bili milli fólksfjölda og matvælaframleiðslu verða íbúar þróunar- landanna að hafa tvöfaldað framleiðslu sína árið 2000. Einn er sá hluti aðstoðar, sem ríku þjóð- irnar veita þróunarlöndunum, oftast undir nöfnunum efnahagsaðstoð eða hernaðarað- stoð. Því miður hefur það reynzt svo, að slík aðstoð er oftast runnin af rótum gróðavonar og pólitískra sjónarmiða, enda getur hún að- eins leitt til aukinnar styrjaldarhættu og vald- ið enn meiri hörmungum meðal íbúa þriðja heimsins. I skýrslum um samanlagða aðstoð ýmissa ríkra þjóða við þróunarlöndin kemur í ljós að aðeins um 10% hennar fer um hendur Sam- einuðu þjóðanna og hjálparstofnana samtak- anna. Það má teljast kaldhæðni örlaganna að ríku þjóðirnar skuli veita þróunarlöndunum aðstoð við að byggja upp og bæta lífsafkomu íbúanna, en hrifsa síðan allt aftur með því að senda þeim vopn og vígvélar til eyðingar og ganga jafnvel sjálfir fram í að sprengja í loft upp fyrri uppbyggingu og spúa eitur- efnum yfir akurlönd. Til að þykjast ná 1% markinu um þróun- araðstoð, kalla ríku þjóðirnar allt aðstoð í bókhaldi sínu t. d. gjafir, allar lánveitingar, hernaðaraðstoð, tækiaðstoð og vörubirgðalán. 146

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.