Réttur


Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 12

Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 12
bankinn lagt upp í mikla áróðursherferð ný- lega í þessu skyni. Af beinni efnahagsaðstoð ríku þjóðanna til þróunarlandanna er því miður stór hluti hernaðaraðstoð. Sú skipu- lagða aðstoð sem hér hefur verið bent á, hef- ur víða komið að góðum notum. En þó hefur hún vissa anmarka, er rétt er að vekja athygli á. Við rannsókn á hinu svo nefnda „Brain — drain' eða heilaráns-vandamáli kemur fram, að við innflutning á menntuðu starfsliði frá þróunarlöndunum til iðnaðarríkjanna, þá fá iðnaðarríkin álíka mikið eða meira en við- komandi iðnaðarríki veitir til þróunarland- anna. Aðalþiggjandi tæknimenntaðra manna, vísindamanna og lækna eru Bandáríkin, sem hafa veitt viðtöku 85.000 sérmenntaðra manna á árunum 1949—1965 frá þriðja heiminum. Á árunum 1962—64 komu 30% verkfræðinga frá Formósu, Indlandi, Japan og rómönsku Ameríku. Talið er að um sex til sjö sinnum fleiri indverskir háskólakennarar séu í Bandaríkjunum heldur en bandarískir háskólakennarar í Indlandi. Ein af ástæðun- um til þessa „heilaráns" eða spekileka er að erlendir námsmenn í Bandaríkjunum fara ekki heim vegna freistandi boða um stöður þar. Menntunin sem þannig er tekin frá þróunarlöndunum stendur ekki í neinu beinu hlutfalli við menntunarmöguleika viðkom- andi ríkis. Þannig flymr Iran út fleiri vís- indamenn til Bandaríkjanna en hið þróaða iðnaðarríki Japan. Sögulega séð hefur erlent fjármagn aldrei haft nein afgerandi áhrif, þegar ríki heimsins hafa hafið iðnþróun. T.d. jókst iðnaðarfram- leiðsla Chile um 80% á árunum 1940—48, en aðeins um 50% 1948—60. Á hinu síðar- nefnda tímabili var erlend fjárfesting yfir- gnæfandi í Chile og mikill innflutningur frá Bandaríkjunum. Þannig jókst innflutningur iðnaðarvara um 110% frá 1954—63, meðan á sama tíma iðnaðarframleiðslan jókst aðeins um 50%. Oft er litið svo á, að sá aðili sem fjárfestir í þróunarlandi komi færandi hendi til að mæta fjármagnsskorti þróunarlandanna og nýti auðlindir landsins, þróunarlandinu til hagsbóta. En líta verður á þá hlið málsins, að hið erlenda félag flytur mestan hluta gróðans úr landi. Það viðheldur óhagkvæmu skipulagi á framleiðsluöflunum til skaða fyrir mögu- legan hagnað þróunarlandsins og leggur und- ir sig arðbærustu sviðin í atvinnulífi þróun- arlandsins. Ríkjandi valdhafar í þróunarlönd- unum geta ekki nýtt mögulegan hagnað til fjárfestingar eða sparnaðar og fjármagns- söfnunar vegna óhófseyðslu og fjármagns- flótta valdastéttanna og þetta ástand viðheld- ur kenningunni um fjármagnsskort þróunar- landanna. En hin erlenda fjárfesting eykur aðeins vanþróunina meðal hinna snauðu þjóða og gerir þær enn háðari höfuðbólum fjármagnsins en áður. Þær sögulegu heimildir um fólksfjölgun sem fyrir hendi eru styðja ekki þá kenningu að mikil fólksfjölgun hafi óhagstæð áhrif á atvinnulíf og efnahagsþróun. Þvert á móti sýna heimildirnar að lítil fólksfjölgun hefur í för með sér litlar efnahagsframfarir. Fjölda dæma mætti nefna um jákvæð áhrif fólks- fjölgunar á efnahagslífið einkum þar sem skortur er á ræktuðu landsvæði. Einnig er gert of mikið úr fólksfjölgun og þéttbýli. T.d. má benda á, að heimsálfurnar Afríka og róm- anska Ameríka hafa íbúatölu, sem samsvarar því að ef þéttbýli væri eins í heiminum öllum þá væri íbúatala jarðarinnar helmingi lægri en í dag. Ekki er hægt að benda á neitt beint orsakasamhengi milli mikillar fólksfjölgunar og lítillar hagþróunar. Erfitt er að boða tak- mörkun barneigna t.d. á Indlandi þar eð börn er ná 6—8 ára aldri eru helzta hagsbót bændafjölskyldu, því að alltaf skortir vinnu- afl um sáningar- og uppskerutímann Auð- 148

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.