Réttur


Réttur - 01.10.1970, Side 13

Réttur - 01.10.1970, Side 13
veldast er að minnka fjölskyldustærðina í þróunarlöndunum með því að breyta hinni óhagkvæmu efnahagsskipan og skapa rétt- láta skiptingu jarðeigna. Það að þróunarlönd- in geta ekki nýtt allt vinnuafl sitt, er ekki hægt að skýra með of örri fólksfjölgun, held- ur liggur orsökin í stjórnmála- og efnahags- kerfi þróunarlandanna, sem heldur bænda- alþýðunni á stigi fræðslu- og atvinnuleysis. Auk þess líta margir fulltrúar þróinarland- anna á boðskapinn um takmörkun barneigna, sem ótta yfirstéttar heimsins og hinrn ríku þjóða við vaxandi fjölda bændaalþýðu og líta á áróðurinn, sem lið í þeirri stefnu ríku þjóð - anna að varðveita óbreytt ástand í alþjóða- málum og áframhaldandi arðrán iðiaðar- ríkjanna. NIÐURLAG Með hliðsjón af kenningunni urn höfuðból- in og hjáleigurnar, sem kynnt var í upphafi greinaflokksins, má álykta sem svo, að ef að- stoð iðnaðarríkja við hinar snauðu þjóðir þ.e. hjáleigurnar eigi að koma að einhverju gagni, þá verði þessi yfirdrottnun að víkja. Lítið stoði að veita þeim ríkjum aðstoð, þar sem fámenn yfirstétt, er lýtur erlendum áhrifum og stund- ar óhófseyðslu, viðheldur lénsskipulagi og bændaánauð. I samræmi við þessa kenningu er því einnig haldið fram, að aðstoðin í dag vegi aðeins að örlitlu leyti upp á móti því ráni, sem ríku þjóðirnar stunda með því að viðhalda ranglátum verzlunarháttum, þar sem hráefnaframleiðandinn fer stöðugt halloka. Því verða þær kröfur stöðugt háværari, að hinar ríku iðnaðarþjóðir rýmki ver2lunarkjör- in og láti af núverandi yfirdrottnun. Af þró- unarlöndunum er hins vegar krafi2t, að tekin verði upp réttlát skipting jarðeigna og fylgt framfarasinnaðri efnahagsstefnu. En til þess að svo megi verða, þarf að eiga sér stað bylt- ing á þjóðfélagsháttum í þriðja heiminum. 149

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.