Réttur


Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 14

Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 14
V. I. LENIN: FRIÐRIK Friedrich Engels var fæddur 28. nóvember 1820 og dó 5. ágúst 1895. Lenín ritar þessa minningar- grein um hann þá um haustið, 25 ára að aldri. Franz A. Gíslason hefur þýtt greinina. Neðanmálsskýring- ar hans eru merktar þýðanda, en neðanmálsskýr- ingar Leníns eru ómerktar. Millifyrirsagnir eru rit- stjórnarinnar. Ó, hvílíkt Ijósker andans lognaðist þar út ó, hvílíkt hjarta sem nú er hætt að slá! Nekrassov, eftirmæli um Dobroljúbov. Hinn 5. ágúst að nýjum stíl (24. júlí) 1895 lézt Friðrik Engels í Lundúnum. Að vini sínum Karl Marx (sem dó 1883) frátöldum var Engels merkasti fræði- maður og lærifaðir öreigastéttar nútímans í öllum hinum siðmenntaða heimi. Eftir að örlögin leiddu þá Karl Marx og Friðrik Engels saman varð lifsstarf þessara tveggja vina að sameiginlegum málstað þeirra. Menn verða því að skilja þýðingu kenning- ar og starfs Marx í þágu verkalýðshreyfingar nú- tímans til hlitar til þess að skilja, hverju Friðrik Engels hefur áorkað i þágu öreigastéttarinnar. Marx og Engels urðu fyrstir til að sýna fram á að verkalýðsstéttin með kröfum sinum er óhjákvæmi- leg afurð efnahagsskipanar nútímans. Auk burgeisa- stéttarinnar hlýtur þessi efnahagsskipan einnig að ala af sér og skipuleggja öreigastéttina. Þeir sýndu fram á að góðviljaðar tilraunir háfleygra einstak- ENGELS linga munu ekki leysa yfirstandandi þrengingar mannkynsins, heldur stéttabarátta skipulagðrar ör- eigastéttar. Marx og Engels gerðu í visindaritum sínum fyrstir grein fyrir þvi að sósíalisminn er ekki heilaspuni draumóramanna heldur lokatakmark og óhjákvæmileg afleiðing þróunar framleiðsluaflanna í nútímaþjóðfélagi. öll skráð saga hefur fram til þessa fjallað um stéttabaráttu, um það hvernig ein stéttin hefur tekið við af annarri sem sigurvegari og drottnari hinna. Og þannig mun það verða unz grundvöllur stéttabaráttunnar og stéttaveldisins er horfinn: einkaeignin og stjórnleysið í framleiðslu samfélagsins. Hagsmunir öreigastéttarinnar krefjast þess að þessum stoðum sé kippt burtu og þess- vegna verður markviss barátta félagsbundinna verkamanna að beinast gegn þeim. öll stéttabar- átta er stjórnmálaleg barátta. Þessar skoðanir Marx og Engels eru orðnar sameign allra öreiga sem nú berjast til frelsis. En á fimmta tug aldarinnar, þegar þessir tveir vinir tóku að leggja sósíalískum bókmenntum lið og taka þátt i félagslegum hreyfingum þeirra tíma, voru slikar skoðanir spánýjar. Þá var uppi fjöldi manna — greindra og litt greindra, heiðarlegra og óheiðar- legra — sem að visu smjöðruðu fyrir baráttunni fyrir stjórnmálalegu frelsi og gegn gerræðisstjórn einvaldskonunga, lögreglu og presta, en komu ekki auga á andstæðurnar milli hagsmuna burgeisastétt- arinnar og öreigastéttarinnar. Þessum mönnum kom jafnvel ekki til hugar að verkamenn gætu birzt á sviðinu sem sjálfstætt þjóðfélagsafl. Á hinn bóginn voru margir — einatt ítursnjallir draumóramenn — 150

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.