Réttur


Réttur - 01.10.1970, Page 16

Réttur - 01.10.1970, Page 16
eilífa þróunarferli1) é lofti, vísuðu fyrirframafstöðu hughyggjunnar á bug,- þeir tóku mið af lífinu sjáifu og komust að því að þróun andans skýrir ekki þróun náttúrunnar, heldur öfugt, andann ber að skýra út frá náttúrunni, efninu .... Andstætt Hegel og öðrum Hegelsinnum voru Marx og Engels efnis- hyggjumenn. Þeir litu á heiminn frá sjónarhóli efnishyggjunnar og komust að raun um, að á sömu leið og öll náttúrufyrirbrigði eiga sér efnislegar orsakir, þannig er þróun mannlegs samfélags einnig háð þróun efnlslegra afla, framleiðsluaflanna. Þau kjör sem menn sætta s:g við við framleiðslu nauð- þurfta sinna eru háð þróun framleiðsluaflanna. I þessum kjörum er fólgin skýring allra fyrirbrigða samfélagstilverunnar, mannlegrar viðleitni, hug- mynda og lögmála. Þróun framleiðsluaflanna leiðir til samfélagsskipunar sem grundvallast á einkaeign. En nú sjáum við hvernig einm'.tt þessi þróun fram- leiðsluaflanna rænir meirihluta manna eignum sínum og hleður þeim saman í höndum hverfandi minni- hluta. Þessi þróun framleiðsluaflanna tortímir eign- inni, grundvelli þjóðfélagsskipanar nútímans. Hún stefnir sjálf að sama marki og sósíalistarnir hafa sett sér. Sósíalistunum verður aðeins að skiljast hvaða þjóðfélagsafl hefur — vogna stöðu sinnar í þjóðfélagi nútimans — áhuga á framkvæmd sósíal- ismans, og gera þetta þjóðfélagsafl meðvitandi um hagsmuni sína og sögulegt hlutverk. Þetta afl er öreigastéttin. Engels kynntist henni í Manchester í Englandi, miðstöð enska iðnaðarins, en þangað fluttist hann 1842 og gerðist skrifstofumaður hjá verzlunarfyrirtæki því er faðir hans var hluthafi í þar. Engels eyddi tíma sínum þar ekki aðeins á verksmiðjuskrifstofunni. Hann reikaði um skítug borgarhverfi þar sem verkamenn bjuggu og leit með eigin augum eymd þeirra og neyð. En hann lét sér ekki nægja það sem hann sá sjálfur. Hann las allt sem menn höfðu skrifað á undan honum um kjör verkalýðsstéttarinnar í Englandi. Hann kynnti sér rækilega öll opinber skjöl sem hann hafði aðgang að. Ávöxtur þessara rannsókna og athugana var bókin ,,Kjör vinnandi stétta í Engiandi", sem kom út árið 1845. Við höfum þegar tæpt á því hér að ') Marx og Engels bentu margsinnis á að þeir ættu hinum miklu þýzku heimspekingum og einkum Hegel margt upp að unna á andlegri þroskabraut sinni. ,,Án þýzku heimspekinnar", segir Engels, „væri enginn vísindalegur sósíalismi tii". 152 framan í hverju verðleikar Engels sem höfundar „Kjara vinnandi stétta í Englandi" eru helzt fólgnir. Mjög margir höfðu lýst þjáningum öreigastéttarinn- ar á undan Engels og bent á nauðsyn þess að hjálpa' henni. En Engels varð fyrstur manna til að segja að öreigastéttin er ekki bara þjökuð stétt; að einmitt þau smánarkjör sem öreigastéttin býr við reka hana viðstöðulaust áfram og knýja hana til að berjast fyrir endanlegri frelsun sinni. En hin stríðandi öreigastétt mun hjálpa sér sjálf. Stjórn- málahreyfing verkalýðsstéttarinnar mun óhjákvæmi- lega leiða verkamenn til skilnings á því að fyrir þá er engin önnur lausn til en sósíalisminn. Á hinn bóginn mun sósíalismanum þá fyrst vaxa fiskur um hrygg þegar hann er orðinn takmark stjórn- málalegrar baráttu verkalýðsstéttarinnar. Þetta eru meginhugmyndir bókar Engels um kjör verkalýðs- stéttarinnar í Englandi, hugmyndir sem allir hugs- andi og stríðandi öreigar hafa núorðið tiieinkað sér en voru þá alveg nýjar af nálinni. Þessar hugmyndir voru settar fram í hrífandi bók sem er full með sannferðugum og óttavekjandi myndum úr eymd- artilveru ensku öreigastéttarinnar. Þessi bók var hræðileg ákæra á hendur kapítalismanum og bur- geisastéttinni. Áhrif hennar voru mjög mikil. Menn tóku allsstaðar að vitna til bókar Engels sem beztu lýsingar á kjörum öreigastéttar nútímans. Og frómt frá sagt: hvorki fyrir 1845 né heldur síðar hefur birzt svo áhrifamikil og sannferðug lýsing á neyð- arkjörum verkalýðsstéttarinnar. ENGELS OG MARX VERÐA SÓSÍALISTAR Engels varð fyrst sósíaiisti í Englandi. I Man- chester komst hann í samband við þáverandi leið- toga ensku verkalýðshreyfingarinnar og tók að leggja blöðum enskra sósíalista lið. Þegar Engels sneri aftur til Þýzkalands árið 1844 kynntist hann Marx á leið sinni um París en hann hafði þá þegar skipzt á bréfum við hann. Marx hafði einnig gerzt sósíalisti í París fyrir áhrif franskra sósíalista og fransks þjóðlífs. Þarna skrifuðu þessir vinir í sam- vinnu ritið „Heilaga fjölskyldan eða gagnrýni á hina gagnrýnu gagnrýni". Rit þetta sem kom út éri á undan „Kjörum vinnandi stétta á Englandi" og er að mestu leyti skrifað af Marx hefur að geyma grundvallaratriði hins byltingar- og efnishyggjusinn- aða sósíalisma, en við gerðum grein fyrir megin- hugmyndum hans hér að framan. „Heilaga fjöl- skyldun" er gamansöm nafngift á heimspekingunum i

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.