Réttur


Réttur - 01.10.1970, Síða 17

Réttur - 01.10.1970, Síða 17
Bauer-bræðrum og fylgismönnum þeirra. Þessir herramenn prédikuöu gagnrýni, sem hafin væri yfir sérhvern veruleika, yfir flokka og stjórnmál, en hafnaði allri hagnýtri virkni og léti sér nægja að athuga umheiminn og atburði þá sem þar eiga sér stað á „gagnrýninn" hátt. Bauer-herrarnir felldu úrskurð sinn yfir öreigastéttinni ofanfrá rétt einsog hún væri gagnrýnislaus múgur. Marx og Engels lögðust eindregið gegn þessari fáránlegu og háska- legu stefnu. I stað athugana krefjast þeir baráttu fyrir betra þjóðskipulagi í nafni hins sannmannlega persónuleika, verkamannsins sem er fótum troðinn af valdstéttunum og ríkinu. Þeir eygja að sjálfsögðu i öreigastéttinni það afl sem er fært um og hefur áhuga á að heyja þessa baráttu. Áður en „Heilaga fjölskyldan" kom út hafði Engels þegar birt „Drög" sín „að gagnrýni á þjóðhagfræði" I hinum „Þýzk- frönsku árbókum" sem Marx og Ruge gáfu út. Þar fjallaði hann frá sjónarmiði sósialista um helztu grundvallaratriði efnahagsskipanar nútímans sem óhjákvæmilega leiða af yfirdrottnun einkaeignarinn- ar. Eflaust áttu kynnin við Engels sinn þátt I þvi að Marx ákvað að fást við pólitisku hagfræðina, þau vísindi þar sem verk hans síðan hafa valdið sann- kallaðri umbyltingu. Frá 1945 til 1847 var Engels i París og Brússel þar sem hann tengdi vísindanám sitt hagnýtu starfi meðal þýzkættaðra verkamanna í báðum þessum borgum. Engels og Marx tóku upp samband við hið leynilega þýzka „Kommúnistabandalag" sem fól þeim að setja fram grundvallaratriði þess sósial- isma sem þeir höfðu mótað. Þannig varð til hið fræga „Kommúnistaávarp" Marx og Engels. Það birtist 1848. Þessi litli bæklingur vegur á við heila doðranta: allt til dagsins I dag heillar andi þess og hrífur með sér hvern félagsbundinn og stríðandi öreiga hins siðmenntaða heims. Byltingin 1848 sem brauzt út í Frakklandi en breiddist síðan út til annarra landa Vesturevrópu varð til þess að Marx og Engels sneru heim á ný. I Rínar-Prússlandi stýrðu þeir hinum lýðræðissinnuðu ..Nýju Rínartíðindum'' sem gefin voru út í Köln. Þeir vinirnir voru lífið og sálin I öllum byltingar- og lýð- ræðissinnuðum hræringum i Rínar-Prússlandi. Til hinstu stundar vörðu þeir málstað alþýðunnar og frelsisins gegn afturhaldsöflunum. Sem kunnugt er urðu hin síðarnefndu yfirsterkari. „Nýju Rinar- tíðindum" voru bönnuð og Marx, sem hafði glatað prússneska borgararéttinum í útlegðinni, var vísað úr landi; en Engels tók þátt í hinni vopnuðu alþýðu- Engels 1879. uppreisn, barðist í þrem bardögum fyrir frelsið og flúði eftir ósigur uppreisnarmanna um Sviss til Lundúna. VÍSINDl SÓSÍALISMANS OG VINÁTTAN MIKLA Marx settist einnig að í Lundúnum. Engels gerðist brátt skrifstofumaður á ný og síðar hluthafi I verzl- unarfyrirtæki því I Manchester þar sem hann hafði starfað þegar á fimmta áratugnum. Til 1870 bjó hann i Manchester en Marx i Lundúnum. Það kom þó ekki í veg fyrir að þeir ættu mjög fjörleg sam- skipti á sviði andans: þeir skiptust á bréfum nærri daglega. I þessum bréfaskiptum skiptust þeir vin- irnlr á skoðunum og þekkingu og störfuðu saman 153 L

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.