Réttur


Réttur - 01.10.1970, Page 21

Réttur - 01.10.1970, Page 21
Byltingarsinnaðir prestar í kröfugöngu í Brasilíu. yfir þeim kristnum prestum, sem þora að feta í þau fótspor hans að fordæma þá ríku og boða fá- tækum fagnaðarerindið. Um alla Suður-Ameríku grípur nú uppreisnarólg- an gegn ameríska auðvaldinu um sig á öllum svið- um þjóðlífsins. Það hriktir í þeim stoðum, sem sterkastar hafa verið fyrir hinn volduga kúgara þjóðanna: Herinn gerist ótryggur og ungir liðsfor- ingjar gera jafnvel þjóðlegar byltingar. Og í ka- þólsku kirkjunni ólgar uppreisnin. Prestar og nunn- ur boða söfnuðunum baráttu gegn arðráni hinna ríku, Bandarikjadrottnanna og þjóna þeirra. Sá tími er liðinn, sem Þorsteinn Erlingsson lýsti svo um aldamótin: ,,Á prestana og trúna vér treystum þó mest, að tjóðra og reyra ykkur böndum: því það eru vopnin sem bíta hér bezt, í böðla og kúgara höndum." Nú rísa prestar eins og Camillo Torres í Kolum- bíu eigi aðeins upp til að boða hinum fátæku og kúguðu fagnaðarerindi frelsisbaráttunnar, heldur tekur hann sér vopn í hönd gegn böðlunum og lætur lifið í skæruhernaðinum. Nú skipuleggur Fragaso biskup landbúnaðarverkamenn í kirkjuleg samyrkjubú gegn arðræningjunum. Ráðstefnur klerka í Suður-Ameríku fordæma ..nýlendustefnuna nýju" og samþykkja jafnvel valdbeitingu gegn henni. Háttsettur lögregiustjóri í Argentinu kveður mestu hættuna þar vera hina vinstri sinnuðu presta. Viða halda bannaðar seliur kommúnista fundi sína í kirkjunum. Af 13000 prestum Brasilíu eru yfir 2000 róttækir, sumir svo að þeir grípa gjarnan til vél- byssanna til að framkvæma fagnaðarboðskapinn í verki. Séra René Garcia, prestur í Kolumbíu, orðaði það svo: ,,Við verðum sjálfir að gerast frelsarar, og frelsunin fyrir rómönsku Ameríku er þyltingin". Erkibiskupinn Helder Cámara kvað þá prestana 157

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.