Réttur


Réttur - 01.10.1970, Side 22

Réttur - 01.10.1970, Side 22
I fangelsum eru prestar og nunnur líka pynduð. Frá fangelsi í Argentinu. verða að verða „rödd þeirra, sem enga rödd hafa" og prestarnir fordæmdu því „hið rikjandi auðvalds- skipulag og rökrétta afleiðingu þess, imperíalism- ann (heimsvaldastefnuna) á efnahags- og menn- ingarsviðinu." Og þessir „prestar hins þriðja heims" kenna því verkamönnum baráttuaðferðir í verkföllum og kröfugöngum. I Brasilíu hefur baráttan orðið sérstaklega hörð. Prestar og nunnur höfðu tekið þar þátt í kröfu- göngunum gegn einræðisstjórninni. Þegar ríkis- stjórnin gerði ráðstafanir, kváðust 50 biskupar (af 248) reiðubúnir að fara í fangelsi með trúbræðrum sínum. Waldyr Calheiros biskup í Volta Redonda sagði: „Ef núverandi stjórnmálakerfi getur ekki leyst vandamálin verðum við að koma á sósíalist- iskri stjórn". I pyntingarklefum lögreglunnar í Bras- ilíu þjást nú prestar og nunnur við hlið kommúnista og annarra andstæðinga einræðisstjórnarinnar. öldum saman hafði kirkjan falið frækorn hins byltingarsinnaða boðskapar um bræðralag mann- anna og fordæmingu hinna riku undir heilu hlassi af hræsni og skinhelgi, kreddu og afturhaldi og þjónað yfirstéttum mannfélagsins til að gera þeim alþýðuna auðsveipa og undirgefna. Nú hristist þetta hlass og skelfur. Jafnvel prélát- arnir verða að viðurkenna hvað er að gerast. Biskupinn i Valdivia, forseti biskuparáðstefnunnar i Chile, José Manuol Santos sagði: „Við viðurkenn- um í auðmýkt, að vér stóðum ekki alltaf við hlið hinna smáu og snauðu. Ef Kristur litur á oss, verður dómur hans harður. Hann getur ekki unað við neitt auðvaldsskipulag, sem beinist gegn manngildinu." 158

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.