Réttur


Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 23

Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 23
Og sumir æðstu prélátanna ganga i fylkingar- brjósti: Dom Helder Pessoa Cámara, erkibiskup i norð- vesturhluta Brasilíu, var af ýmsum talinn liklegur til friðarverðlauna Nóbels 1970. Hann er tignaður sem helgur maður af alþýðu, hataður sem kommúnisti af afturhaldinu. Hann gerði erkibiskupshöllina að skóla, en býr sjálfur í tveggja herbergja ibúð, klæð- ist einfaldlega og ber um háls blikkkeðju með tré- krossi. Hann flytur boðskapinn um frelsi hinna fá- tæku af klafa hinna riku. Hann sundurliðaði arð- ránsaðferðir Bandaríkjanna gagnvart rómönsku Ameríku í viðtali við þýzka tímaritið „Spiegel", sem birt hefur ágætar greinar um Suður-Ameriku, sem oft er stuðst við hér. („Spiegel" 21. sept. 1970). Nánasta samstarfsmann hans, stúdentaprestinn Pereira Neto, myrtu afturhaldsseggir. Sjálfur kvaðst hann reiðubúinn að þola sömu örlög, ef með þyrfti og oft hefur verið skotið á bústað hans. — Þannig harðnar í sífellu baráttan og byltingaröflunum gegn bandaríska arðráninu bætast nýir liðsmenn. En hvað segja fræði marxismans um þessa liðs- menn, sem ganga til þaráttu gegn auðvaldinu og með alþýðu samkvæmt boðskap Jesú Krists og jafnvel í nafni guðs almáttugs eða allrar heilagrar þrenningar? n. Frumkvöðlum nútima sósíalisma, þeim Marx og Engels, var Ijós viss skyldleiki hins félagslega þátt- ar i frumkristninni, — og þar með vissum grund- vallarboðskap kristninnar, — við sósíalistíska verk- lýðshreyfingu nútimans. Engels skrifar í einni af síðustu stærri greinum, er hann reit, — í „Innganginum" að riti Karls Marx ..Stéttabaráttan í Frakklandi 1848—50", en greinin er dagsett 6. marz 1895 í London — eftirfarandi í niðurlagi inngangsins: ..Nú eru nærri 1600 ár liðin frá því, að hættuleg- or byltingarflokkur starfaði í Rómaveldi. Hann gróf undan trúarbrögðunum og öllum máttarstoðum rík- isins; hann leyfði sér að neita því að vilji keisarans væri æðstu lög, hann var föðurlandslaus, alþjóð- legur, og breiddist út um öll lönd ríkislns frá Gallíu til Asíu og út yfir landamæri þess. Hann hafði lengi starfað í felum neðan jarðar, en fyrir nokkru hafði hann álitið sig nógu sterkan til að koma fram i dagsljósið. Þessi byltingarflokkur, sem gekk undir nafninu kristnir menn, átti lika marga fulltrúa I hernum, heilar hersveitir voru kristnar. Þegar þeim var skipað að taka þátt I fórnarathöfnum hinnar heiðnu ríkiskirkju, gerðust hinir byltingarsinnuðu hermenn svo djarfir að festa i mótmælaskyni á hjálma sína sérstök merki — kross. Venjulegar herbúðarrefsingar af hálfu yfirmanna voru árang- urslausar. Diokletíanus keisari gat ekki lengur horft aðgerðarlaus á, að grafið væri undan reglu, hlýðni og siðferði í her hans. Hann tók rækilega í taum- ana, meðan tími var til. Hann gaf út lög gegn sósí- alistum, réttara sagt kristnum mönnum.*) Fundir byltingarmanna voru bannaðir, húsakynnum þeirra lokað, eða þau jafnvel rifin, kristin tákn, krossar o. fl. voru bönnuð eins og rauðu vasaklútarnir i Saxlandi. Kristnir menn voru lýstir óhæfir til að gegna ríkisembættum, þeir máttu ekki einu slnni gegna herþjónustu. Þar sem ekki voru til reiðu dóm- arar, sem væru eins þjálfaðir í að fara eftir „mann- orði" viðkomanda, eins og gagnbyltingarlög herra von Köllers**) gera ráð fyrir, var kriotnum mönnum einfaldlega bannað að reka réttar sins fyrir dóm- stólum. Einnig þessi sérstöku lög urðu árangurs- laus. Kristnir menn rifu þau niður af veggjum í háðungarskyni, því er jafnvel haldið fram, að í Niko- demiu hafi þeir kveikt í höllinni yfir höfði keisarans. Hann hefndi sín með hinum miklu ofsóknum á hend- ur kristinna manna, árið 303 að okkar timatali. Þær voru hinar síðustu sinnar tegundar. Og þær voru svo áhrifamiklar, að sautján árum síðar var mikill meiri- hluti hersins orðinn kristinn, og næsti einvaldur yfir öllu Rómaveldi, Konstantín, sem klerkar nefndu hinn mikla, gerði kristindóminn að rikistrú". (Prent- að í úrvalsritum Marx og Engels, Rvík 1968, II. bindi, bls. 23—24. Engels hefur ennfremur ritað all ýtarlega rann- sókn á uppruna frumkristninnar, er birtist í tima- *) Engels er hér að gera vissa samlíkingu við lög Bismarks gegn sósíalistaflokknum, er bönnuðu starfsemi hans, og stóðu frá 1878 til 1892. **) 5. des. 1894 var iagt fyrir ríkisþingið frumvarp að nýjum sósíalistalögum; það var fellt 11. mai 1895. 159

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.