Réttur


Réttur - 01.10.1970, Síða 24

Réttur - 01.10.1970, Síða 24
riti þýzka sósialdemókrataflokksins ,,Die Neue Zeit" 1894—5. („Zur Geschichte des Urchristentums"). Þar segir hann meðal annars: „Saga frumkristninnar sýnir athyglisverða hlið- stæðu verklýðshreyfingar nútímans. Kristnin var i upphafi samtök undirokaðra eins og verklýðshreyf- ingin; var í fyrstu trúarbrögð þræla og leysingja, fátækra og réttlausra, kúgaðra og sundraðra þjóða Rómar. Bæði kristnin og verklýðssósíalisminn boð- uðu frelsun frá ánauð og örbirgð: kristnin hinum megin grafar, á himnum; sósíalisminn hérna megin, við umbreytingu á þjóðfélaginu. Bæði voru ofsótt og hötuð, áhangendur þeirra gerðir útlagir og beittir bráðabirgðalögum, annar sem óvinur mann- kynsins en hinn sem fjandmaður ríkisins, óvinur trúarbragðanna, fjölskyldulífsins og þjóðskipulags- ins. En þrátt fyrir allar ofsóknir — já, jafnvel bein- línis örvuð af þeim — ryðjast þau áfram sigursæl og án afláts. Þrjú hundruð árum eftir upphaf sitt er kristnin viðurkennd ríkistrú í rómverska heims- veldinu og á tæpum sextíu árum hefur sósíalism- inn náð þeirri fótfestu sem örugglega mun tryggja honum sigur. Svipmótið með þessum sögulegu fyrirbrigðum báðum kemur í Ijós þegar á miðöldum með fyrstu uppreisnum ánauðugra bænda og einkum þó almúg- ans í borgum. Þessar uppreisnir voru óhjákvæmilega með trúarlegu yfirbragði eins og allar fjöldahreyf- ingar miðalda, líta út sem endurfæðing kristninnar frá víðtækri úrkynjun, en á bak við trúarhitann fól- ust að jafnaði mjög áþreifanleg veraldleg áhuga- mál. Hvergi var þetta Ijósara en hjá samtökum bæ- heimskra taboríta undir forustu Jóhanns Zizka, sællar minningar. Og allar miðaldir í gegn ber á þessu sérkennl, unz það hverfur að lokum eftir þýzka bændastríðið en kemur svo aftur í Ijós hjá verk- lýðskommúnistum eftir 1830. Bæði frönsku bylt- ingarkommúnistarnir og ekki síður Weitling og á- hangendur hans vitnuðu til frumkristninnar löngu áður en Ernst Renan sagði: Ef þér viljið gera yður hugmynd um hina fyrstu kristnu söfnuði þá gaum- gefið deild Alþjóðaverklýðssambandsins á staðnum. Franski fagurfræðingurinn, höfundur að kirkju- sögulegri skáldsögu „Origines du Christianisme" á grundvelli þýzkrar bibliugagnrýni — sem á sér vart sinn líka um niðurrif i nútíma blaðamennsku — vissi sjálfur ekki hve mikil sannindi fólust i áður- greindum orðum. Ég vildi hitta þann gamlan félaga Alþjóðasambandsins sem getur t.d. lesið svokallað annað bréf Páls til Korinþumanna án þess að gömul sár ýfist, a.m.k. hvað einu atriði viðkemur. Frá átt- unda kapítula og allt bréfið á enda ómar hinn eilífi og gamalkunni barlómur: les cotisations ne rentrent pas — félagsgjöldin innheimtast ekki! Mundu ekki margir hinna áköfustu útbreiðslumanna á sjötta ára- tugnum þrýsta skilningsgóðir hönd bréfritarans, hver svo sem hann er, og hvísla: jafnvel hjá þér gekk þetta svona! Við getum tekið undir með þér — einnig í okkar samtökum var sægur af Korinþum — ógreiddum árgjöldum sem við mændum eftir vonsviknum augum og gátum ekki hönd á fest, nefnilega hinar frægu „milljónir Alþjóðasambands- ins“l (Engels: Um sögu frumkristninnar. Marx-Engels Werke, 22 bindi, bls. 449—451, Berlín 1963). Það vantaði því ekki að Engels gerði sér fulla grein fyrir félagslegum skyldleika kristninnar og sósíalismans, jafnhliða því sem þeir félagarnlr gagnrýndu misnotkun hinna kristnu trúarbragða í þjónustu yfirstéttarinnar. Marxistar síðari tíma hafa og ritað margar bækur, þar sem þessi mál eru ýtarlega rakin. Karl Kautsky reit mikla bók um „Uppruna krist- indómsins" („Der Ursprung des Christentums"), sem löngum átti mikilli hylli að fagna hjá sósíalist- um. Kom hún fyrst út 1908 og oft síðar. Archibald Robertson hefur og ritað mjög merka bók um „uppruna kristindómsins" („The origins of Christianity"), er kom út í London 1953. Sagnaritarinn Max Beer gerir í „Sögu sósíal- ismans" mjög góða grein fyrir hinum kommúnist- íska þætti í frumkristninni, sem og í öllum hinum mörgu kristnu uppreisnarhreyfingum undirokaðra bænda og fátæklinga á miðöldum. En áður hafði Karl Kautsky í riti sínu „Fyrirrenn- arar sósíalisma nútímans" (Vorlaufer des neuen Sozialismus") rakið ýtarlega sögu kommúnismans á miðöldum, rætt um hina kristnu kommúnistisku trúarflokka: Beghardana, Lollhardana í Englandi, Taboritana í Bæheimi, en þó einkum Thomas Miinzer, bændastríðið 1525 og baptistana og völd þeirra í Munster 1534—35. En i öllum þessum al- þýðlegu uppreisnartilraunum og baráttu fátækra bænda og bæjaalþýðu gegn arðráni aðalsins er kristin kenning um sameign, kommúnisma, höfuð- atriði. Og þessu alþýðufólki var mætt með allri þeirri ógnarstjórn, morðum og pyndingum, sem yfirstétt þeirra tíma réð yfir, — og síðan var þetta 160

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.