Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 25

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 25
Úr þýzka bændastríðinu. Teikning eftir Kathe Kollwitz. fólk svert og nítt i borgaralegri sagnaritun síðari tima og hefur Kautsky lagt mikla vinnu í að hreinsa það af álygum þeim. Þess skal og getið að jafnhliða rannsókn Kautsky’s á þessum kristnu sameignar- hreyfingum alþýðu, sem yfirleitt liðu undir lok á 16. öld, hefur hann og ritað merka ævisögu Thomasar More og um bók hans Utopiu („Thomas More und seine Utopia"). Kom bók Kautskys fyrst út 1887. I „Utopíu" flytur hinn hálærði enski kanslari kenn- ingar sinar um hið kommúnistiska framtíðar þjóð- félag í landinu „Utopiu" („staðleysu"), sem utop- istar eða hugvitssósíalistar síðan eru kenndir við. Vildi Kautsky með þessari sagnaritun allri gera kommúnistiskri alþýðuhreyfingu miðalda og draum- 161

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.