Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 26

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 26
sýn hins hálærða menntamanns um sameignarríkið jafn hátt undir höfði.* En Engels hafði með riti sínu um þýzka bænda- striðið („Der deutsche Bauernkrieg"), sem kom út 1850, markað stefnuna um skilning marxista á og vörn fyrir frelsisbaráttu undirokaðra bænda á mið- öldum, sem gert höfðu sameignarstefnu frumkristn- innar að byltingarkenningu sinni og studdu kröfur sinar til jarðnæðis og frelsls tilvitnunum í bibliuna. Það er þvi ekki nýtt fyrirbrigði sögulega séð að kúgaðir bændur og bláfátækur bæjarlýður aðhyllist kristinn kommúnisma í frelsisbaráttu sinni, — og marxistar hafa ætíð sýnt þessu fyrirbrigði fullan skilning. Hinir byltingarsinnuðu kaþólsku prestar og pré- látar í rómönsku Ameríku eiga sér því ágæta fyrir- rennara eins og Thomas Munzer og marga fleiri, sem barizt hafa fyrir svipuðum hugsjónum og látið lífið fyrir. En sigurmöguleikar uppreisnarprestanna og fólks þeirra nú byggjast á mætti sósíalistiskrar verklýðs- og bænda-hreyfingar nútímans til að ráða niðurlögum auðvalds og heimsvaldastefnu. qi. En það er ekki aðeins svo að hugsuðir sósíal- Ismans hafi hugsað mikið um skyldleika hinna fé- lagslegu þátta í frumkristni og sósíalisma. Skáld sóslalismans ýms hafa og gert höfund kristninnar Jesú frá Nazaret, hvað eftir annað að höfuðpersónu f byltingarsinnuðum nútímasögum. Er hér ekki átt við Jesúgervinginn eins og Halldór Laxness skil- greinir hann mjög snjallt I „Inngangi að Passíu- sálmum", — einhverri beztu marxistískri ritgerð höfundar, — heldur þar sem skáldin láta höfuð- persónu sína beinlínis bera öll einkenni Jesú frá Nazaret, eins og ritningarnar lýsa honum, vinna svipuð verk, — og jafnvel bera nafn hans. Er til- gangurinn þarmeð að sýna hvernig sú persóna, sem auðvaldsríki Vesturlanda flest telja sig tigna sem guð, sé i algerri andstöðu við auðvaldið sjálft og *) Thomas More var hetjan i frægri kvikmynd, er sýnd var í Stjörnubiói fyrir nokkru með Paul Scof- field sem aðalleikara. En þar var sá þáttur i lifi hans, sem hér ræðir um, ekki tekinn til meðferðar. myndi sæta svipaðri meðferð af yfirstéttinni og fyrir rúmum 1900 árum, ef hann vogaði að sýna sig á ný. Bezt þekkt hér á landi af slikum sögum, er „Smiður er ég nefndur" eftir Upton Sinclair í þýð- ingu Ragnars Kvaran. Hollenzkur rithöfundur, Fred- eric van Eeden, hefur notað sama efnið i skáld- sögunni „Litli Jóhannes". Þar er Jóhannes drengur úr efnaðri fjölskyldu, sem kynnist einkennilegum, heimilislausum verkamanni, sem hann verður mjög hændur að og kallar „bróður"! Þeir fara m.a. sam- an í kirkju, þar sem allar mótsetningarnar milli Krlsts annarsvegar og ríkulegrar klrkju og purp- uraklæddra préláta birtast. Matthias Jochumsson sagði í greinum oínum i „Stefni" 1894 frá bók William S'.ead „Ef Kristur kæmi til Chicago". Hinar gínandi mótsetningar milli kenninga Krists um bróðurkærleik, sameign og fordæmingu hinna riku annarsvegar og hrópandi ranglæti mammons- dýrkandi auðvaldsskipulagsins hinsvegar hafa því hvað eftir annað orðið skáldum, rithöfundum og listamönnum að yrkisefni. Þeir kirkjuhöfðingjar, sem gengið hafa I þjónustu yfirstéttanna, og hugmynda- heims þeirra, — hafa þá fengið sinn dóm, fyrir hvað þeir hafa gert við upprunalegu kristnina. Því meir sem skáldin og rithöfundarnir, — og jafnvel róttækir prestar og almúginn, — gera Jesú frá Nasaret að ímynd og fulltrúa hins kúgaða og „krossfesta" alþýðumanns, — og þvi vægðarlausar sem afturhaldssamir yfirklerkar og ríkisstjórnir beita opinberri kirkju og ríkistrú gegn alþýðu, — þvi meir sækir í það horf, sem Halldór Laxness skil- greindi svo snjallt og marxistiskt í „Inngangi að Passiusálmunum", er hann lýsti þessum mótsetn- ingum milli imyndar „hins undirokaða, fyrirlitna mannkyns" annarsvegar og „svipu höfðingjavalds- ins" hinsvegar og skýrði þá bakhjarl guðshug- myndar pietismans á 17. öld á þessa leið: „Drottinn og Andskotinn eru í hugmyndakerfi 17. aldarinnar ekki andstæð né ósamkynja meginrök, heldur bæta þeir hvor annan upp, starf þeirra er vixlstarf með samkynja undirstöðurökum, annar tekur við þar sem hinum sleppir, eins og fram- kvæmdavald tekur við af löggjafarvaldi, böðull af dómara. Drottinn sendir Andskotanum til eilifðrar pindingar hvern þann þræl sinn sem ekki kysslr svipuna í auðmýkt, hvern sem tilraun gerir að risa gegn vilja hans, svo þannlg væri án Andskotans ekkert réttlæti framkvæmanlegt". 162

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.