Réttur


Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 27

Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 27
Castro. Che Guevara Kristur (málverk Tizans). Þrjú átrúnaðargoð ýmissa byltingarsinna i rómönsku Ameríku. Þeir afturhaldsprestar kaþólsku kirkjunnar í Suð- ur-Ameríku, eem hóta alþýðunni eilífri útskúfun annars heims, og þe'r lögreglupyndarar, sem gera líf þess alþýðufólks, sem upp rís, að helvíti kval- anna hérnamegin — eru að vinna sama verkið i þjónustu sömu yfirstéttarinnar í Rió og Wall Street — og hugmyndaheimur afturhaldsklerkanna verður þá endurspeglun af ríkisvaldi kúgaranna á jörðinni. Boðskapur þyltingarprestanna í Brasilíu og ann- arsstaðar í rómönsku Ameriku verður því i jafn skerandi mótsetningu við hin opinberu afturhalds- trúarbrögð, eins og pjáturkofar fátækrahverfanna, sem milljónir alþýðufólks i rómönsku Ameríku hýr- ast í, eru við glæsiverzlunarhallir og dýrindis kirkj- ur Fimmtu traðar (Fifth Avenue) i New York. Sú uppreisnaralda gegn heimsvaldastefnu auð- mannastéttanna, sem nú fer um viða veröld lætur ekki kirkjuna — og sérstaklega ekki kaþólsku kirkj- una ósnortna. Umræður um marxisma og kristin- dóm hafa mjög verið háðar af hálfu fylgjenda beggja viða í Evrópu. Ýmsar breytingar hafa orðið á stefnu kaþólsku kirkjunnar sakir þessa ástands. Forráða- menn hennar hafa löngum kunnað að haga sér nokkuð eftir aðstæðum og reyna það einnig nú, en íhaldssemin er sterk á þessum slóðum. Kaþólskt trúarrit í Kolumbíu sagði um uppreisnarprestana: ..Þessir prestar ógna tilverugrundvelli kristilegrar menningar". I þeirri kúgunarkeðju imperialismans, sem um- lykur þriðja heiminn, eru æ fleiri hlekkir að bresta í rómönsku Ameriku. Og þeir geta auðsjáanlega brostið á hinn ólíkasta máta — og það væri rangt að binda sig þar við eina aðferð. Hin æfintýralega djarfa uppreisn Castros og Che Guevara varð að sigursælli sósíalistabyltingu á Kúbu. Ef til vill er nú friðsamleg bylting að takast í Chile. Vera má að valdataka þjóðlegra liðsforingja í Perú varði veginn þar til þjóðfrelsis og alþýðuvalda. Við þau öfl alþýðu og þjóðfrelsissinna, sem þegar eru að verki bætast nú hinir byltingarsinnuðu kristnu klerkar. Þeir hræðast það ekki að vera kallaðir kommúnistar og flokkaðir með skæruliðum, er berjast með nafn Che Guevara á vörunum. Og ef til vill finnst þess- um hreinhjörtuðu og trúuðu prestum og nunnum einhver andlegur skyldleiki milli þess uppreisnar- manns, sem hervaldsleppar bandarískra heims- valdasinna myrtu fyrir 12 árum, og hins uppreisnar- mannsins er krossfestur var af hernámsliði róm- verskra heimsvaldasinna forðum daga fyrir að æsa upp lýðinn. Valdakerfi ameríska imperialismans er haldið uppi með hervaldi, morðum og mútum — og með forheimskun fólks. En í stoðum þess brakar meir og meir. Það nálgast sú stund að kúguð alþýða og arðrændar þjóðir heims sameinast um að höggva af sér hlekki þess valds. 163

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.