Réttur


Réttur - 01.10.1970, Page 29

Réttur - 01.10.1970, Page 29
hringrás efnanna í náttúrunni og er þetta vissulega eitt viðamesta verkefni hennar. Mik- ilvægustu frumefni sem taka þátt í líkams- byggingu lífveranna eru á stöðugri hringrás frá dauðri náttúrunni til lífveranna, þar sem þau verða hluti af líkama þeirra, og síðan til dauðrar náttúru aftur eftir dauða og rotn- un lífveranna. Efnismagnið er raunverulega alltaf það sama og það sem skiptir höfnðmáli fyrir allt líf á ákveðnum stað er einmitt eðli- leg og ótrufluð hringrás þessara frumefna. Eðlilegt er að líta á mengun náttúrunnar sem röskun jafnvægis hennar. Annað hvort hefur það gerzt, að náttúrleg hringrás efn- anna er rofin eða hindruð eða að inn í hring- rásarkerfið er bætt efnum, sem hlaðast þar upp og falla ekki auðveldlega út úr því aftur. Þetta gerist með það fræga skordýraeit- ur DDT. Notkun þess hefur til þessa haldið stöðugt áfram að aukast. Efnið berst með ám og jarðvatni í höf og vötn og er þar tekið upp af svifverum, sem eru undirstaða undir allri fæðu sjávardýranna, en þau fæða aftur manninn. DDT magn í lífverum vex og getur haft varanlegar afleiðingar. A svipaðan hátt virkar sú mengun, sem tíðast stafar af um- svifum mannsins í iðnaði og verður þeim mun ægilegri sem tækniframförum hans fleygir fram. Onnur gerð mengunar er það, þegar of miklu magni af lífrænum úrgangi er veit til ákveðins staðar. Rotnunin, hin eðli- lega sjálfhreinsunaraðferð náttúrunnar, þarfn- ast súrefnis og þegar lífræni úrgangurinn verður of mikill er afleiðingin súrefnisþurrð, sem þýðir m.a. dauða fiska og annarra Iíf- vera. Okólógían er manninum mikilvægt tæki til að þekkja stöðu sína í náttúrunni og mögu- 165

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.