Réttur - 01.10.1970, Síða 30
leika alla. Þetta et ung vísii.dagrein sem á
eftir að taka út þroska. Nú virðist rofa til fyr-
ir henni eftir nokkurn tíma, þegar að mestu
var staðið í stað. Fyrir því sjá ný reikni-tæki
og nýjar aðferðir, sem hægt er að beita á hin
margbrotnu tengsl sem ríkja í náttúrunni.
En það verður að flýta fyrir þróun greiiar-
innar með bættum vinnuskilyrðum og að-
stöðu. Það verður að gera hana sem fyrst að
stórverkefni mannsins eigi vel að fara.
MÁTTUR MANNSINS — AFLEIÐING
Er rýnt er í sögu samskipta mannsins við
þá náttúru sem hann er sjálfur bundinn órofa
böndum, verður fljótlega ljóst, að framkoma
hans hefur alla tíð mótazt af drottnunargirnd
og óljósri trú á endalausa möguleika. Og enn
í dag líta þjóðfélög vor á þá menn, sem mestu
velunnara sína, er sjá um að veita sem mestu
af eyðandi efnum út í umhverfið. Fram-
leiðsluaukning iðnaðar þýðir raunar, að meira
verður af eyðandi úrgangsefnum sem spilla
umhverfinu, vatni og lofti og skapa þá ökó-
lógísku kreppu, sem stöðugt segir meira til
sín. Þetta gerist á sama tíma og gróðri er
eytt, lífverum sem veita súrefni í andrúms-
loftið. Enn er talað afar gáleysislega um
jafnvægi náttúrunnar og sýnir það, a'Ö skiln-
ingur á raunverulegnm vanda á langt í land.
íslenzkar umræður um framkvæmdir og áætl-
anir þeirra eru engin undantekning þar á.
Hér verður tíðrætt um þá mengun, sem
stafar af iðjuverum og nú er einnig orðin
brýnt íslenzkt vandamál og aldrei verður of
snemma skilið alvarlega af valdhöfum og
stjórnendum. En nauðsynlegt er að dvelja við
fleiri dæmigerð einkenni á samskipum manns
og náttúru til þessa. Beitarþol lands má
kanna, en sé því ofgert er afleiðingin gróður-
eyðing og síðan uppblástur, þar sem gróður-
inn bindur jarðveginn og heldur í honum
166
raka. í hitabeltinu er þetta áþreifanlegt og
náttúrujafnvægi þar mjög viðkvæmt. Naut-
griparækt á savannasléttum er harla vafasöm
aðallega vegna þess, að þeir nýta aðeins á-
kveðnar grastegundir sér til framfæris og
breyta því samsetningu flórunnar og veikja
styrk hennar. Auk þess þola þeir illa flúor,
sem þarna er í vatni og cece fluguna og þá
svefnsýki sem hún á þátt í að útbreiða. Líf-
fræðingar, sem þetta hafa kannað, leggja því
til, að hér fái villt líf að haldast, enda eru
opnir möguleikar fyrir manninn að nýta það.
Dýr, sem hér eiga sitt eðlilega umhverfi, eru
ónæm fyrir sóttum er granda öðrum. Þau
þola flúorinn; loks er vert að benda sérstak-
lega á, að þau nýta beitargróðurinn betur,
þar sem svo að segja hver tegund hefur kom-
izt upp með að helga sér ákveðinn hluta hans
fyrir tilstilli langrar þróunar.
Fróðlegt er að athuga hvað gerist, er land
er brotið til akuryrkju eða ræktunar. Þá er
einni tegund jurta veitt forréttindi fram yfir
aðrar í skjóli tæknikunnáttu. Um leið og
þetta er gert er stóraukin hætta á útbreiðslu
eyðileggjandi skordýra og sjúkdóma. Þetta
gerist vegna þess, að jafnvægi raskast og ó-
eðlilega góð skilyrði verða til staðar fyrir þá
skaðvalda, sem binda trúss sitt við umræddar
nytjaplöntur. Einnig hefur náttúrulegum ó-
vinum verið rutt úr vegi. Til að vega upp á
móti þessu notar maðurinn eiturefni en afleið-
ingum þessa hefur áður verið lýst.
Um áhrif stíflugarða og breytinga á vatna-
kerfi svæðis er tímabært að ræða. Allar lang-
vinnar breytingar á yfirborðsvatnshæð eru af-
drifaríkar, því að meginið af því lífi, sem
í vatninu þrífst, er einhvern tíma á lífsferlin-
um tengt eða háð fjöruborðinu eða grunn-
vatni, þar sem skilyrði eru sérstaklega góð
m.a. mikið magn næringarefna og súrefnis.
Verði þessu breytt við snögg umskipti kann
það að þýða keðjubreytingar á öllu lífi í vatn-
J