Réttur


Réttur - 01.10.1970, Síða 31

Réttur - 01.10.1970, Síða 31
inu, svo alvarlegri möguleiki sé nú ekki tek- inn. — Fróðlegt dæmi kemur frá Egypta- landi um hliðarverkanir vegna Aswanstífl- unnar og hönnuðum hennar sást yfir. Stíflan tekur af stóran hluta af eðlilegum framburði árinnar Níl. Þess vegna hefur gengið á ós- hólmana, sem eru fræg ræktarlönd. Og vegna minna mágns næringarsalta, sem berast í Miðjarðarhafið, verður þar minni svifmyndun og þar með skertir næringarmöguleikar fyrir fisk, enda hafa fiskveiðar í þessum hluta hafs- ins dregizt stórlega saman. Ekki er rúm til að taka mörg dæmi enn. Þau sem þegar eru nefnd sýna hversu marg- fléttað fyrirbrigði náttúrujafnvægi er og hvert er eðli þeirrar keðjuverkandi eyðingar, sem menn koma af stað með óvitru framferði sínu og athugunarleysi. Þó skal tekið eitt dæmi enn. Geislavirk efni hlaðast upp í hringrás efnanna en eyðast ekki. Fléttur eru þær líf- verur jurtakyns sem taka stroncium 90 hvað mest upp í sinn líkama. Hreindýr eiga sér fléttur (skófir) að mikilsverðri vetrarfæðu og taka því einnig til sín vaxandi magn af stroncium 90. Sama gildir um eskimóana og aðra þá sem á hreindýrum nærast. Geisla- virkni getur haft varanlegar afleiðingar og eykur tíðni stökkbreytinga. STJÓRNUN — ÞEKKING Okólósk utópía væri þar sem tekizt hefði að tryggja náttúrlega stöðu allra lífvera, einn- ig mannsins með hans eigin vitsmunum og 167

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.