Réttur


Réttur - 01.10.1970, Síða 32

Réttur - 01.10.1970, Síða 32
skilningi. Þar yrðu allar ákvarðanir manna um stjórnun náttúruauðlinda byggðar á ökó- lóskum lögmálum. Þá yrði upplýsingum nátt- úrufræðinga komið til rafreiknamiðstöðva, sem hefðu yfir að ráða margvíslegum módel- um samskipta dauðrar og lifandi náttúru og gætu skilað niðurstöðum um hugsanlegar af- leiðingar tiltekins verknaðar. Vitáskuld er allt þetta víðsfjarri nú. Það gengur meira að segja afar hægt að viður- kenna vandann, hvað þá að snúast á móti honum. Engar teljandi umræður hófust fyrr heldur en afmörkuð svæði voru orðin það illa leikin, að til alvarlegustu vandræða horfði. Tæknimennirnir, sem í samfélögum vorum eru hetjur dagsins, eru tregir til, þegar jafn- vægi náttúrunnar ber á góma. Með varfærni lýsa þeir því, að allt sé ennþá í lagi í það minnsta og ótal athuganir í gangi. Valdhafar fást ekki til að ganga á undan og það hefur gerzt, að vísindaleg ábending er dregin í efa af formanni ríkisstjórnar á heldur óvísinda- legan hátt. Þannig ríkir sterk tilhneiging til þess að einangra þessi mál meðal tæknimanna og ráðamanna þjóðfélaga. Akveðin samvinna vísindamanna og almennings er líkleg til að hafa áhrif á þessa þróun ef vel tekst til, svo og í mörgum öðrum málum. Það er aldrei nógsamlega greitt fyrir samræðum og sam- spili þesara aðila til aukinna áhrifa á skoð- anamyndun manna í meðal yfirleitt. Fyrir um það bil 30 árum skrifaði gamall landbúnaðarfræðingur á þá leið að innan tíð- ar hlyti ökólógían að verða stór þáttur stjórn- mála. Slíkt virðist ekki langt undan nú. Okó- lósk kreppa er slíkt stórmál, að annað verður að víkja á vissu augnabliki. Og ekki eru allar stjórnunarhugmyndir jafnvel undir það bún- ar að glíma við þennan vanda. Verkefnin framundan eru mikil. Það þarf að vinna að kynningu og útbreiða skilning á því, sem í náttúrunni fer fram. Það þarf að afla nýrrar vitneskju með aðstoð náttúruvís- indanna, en hún er enn af skornum skammti. Skapa þarf þeim starfsskilyrði eins og áður hefur verið rætt um. Setja þarf lög til þess að koma í veg fyrir eyðileggingu á eðlilegu starfi náttúrunnar og dugar þá lítt að hlífa sérhags- munasjónarmiðum. Þannig þarf að koma í veg fyrir frekari stórfellda eyðingu, á meðan ráðstafanir eru undirbúnar og nýrrar vitneskju og möguleika leitað. NIÐURLAG Fyrir íslendinga virðist vera opin leið nú að gera alvarlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir röskun á náttúrujafnvægi í landi sínu, bæði sem afleiðingar risavaxinna fram- kvæmda, er valdið geta of mikilli truflun á samspili lífveranna og dauðrar náttúru og eins vegna beinnar mengunar. Það er ekki eftir neinu að bíða og strax verða að komast á lög og reglur um eðlilega umgengni, rannsóknir og varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir eyðileggingu nú. Almenningur verður að fá að fylgjast með allri framvindu mála og stuðla verður að meiri samskiprnm hans og rannsóknarmanna á ýmsum sviðum. Eins og nú er að verða kunnugt, stendur maðurinn frammi fyrir því, að viðurkenna tiltölulega takmarkaða möguleika sína til drottnunar yfir öllum þeim margflókna vef, sem náttúran er og hann ekki gemr skilið sig frá. Viðbrögðin verða því væntanlegá stjórn- un og yfirvegun þess, sem fram fer. Sú stjórn- un verður að byggjast á hegðun og uppbygg- ingu náttúrunnar sjálfrar eða ökólóskum lög- málum hennar, sem enn er allt of lítið vitað um. Spurning er, hvort þá verður til það þjóð- félag og þeir sambýlishættir er kunna að virða jafnvægið, sem er undirstaða þess, að líf megi haldast enn um stund? 168

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.