Réttur


Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 33

Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 33
NEISTAR NIXON-SKAN Hvíiikt verð höfum við ekki orð- ið að gjalda fyrir þá goðsögn að Vietnam hafi einhvern tima haft eitthvert gildi fyrir öryggi Banda- rikjanna. Árekstrar innan Banda- rikjanna verða æ alvarlegri ef Vietnamiseringin fær að halda á- fram þar til hernaðarófarir dynja yfir i Indókina. Miklar ófarir fyrir stefnu Bandaríkjanna í Asíu valda auknum ádeilum heima fyrir, sem munu setja af stað keðjuverkanir, sem enda i óförum amerisks lýð- ræðis. J. William Fulbright, öldunga- ráðsmaður (UPI, 3. april 1970). ,,Þetta var frá upphafi misráðið stríð og hefur verið bæði vitlaust °g siðlaust". Arthur Goldberg, áður amþ- assador Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. (AP, 29. mai 1970). „Nixon forseti er algjörlega ó- fær um að vera æðsti yfirmaður Bandaríkjahers. Þekking hans á stríðsrekstri er engin. Það er mikill skaði að ameriska stjórnarskráin skuli gefa honum svona vald .... Hann verður að gera sér Ijóst að pólitisk lausn á Vietnam-stríð- inu er eina aðferðin til þess að þinda enda á það stríð." Montgomery marskálkur í einkabréfi til Cyrus Eaton. ,,Sá, sem riður tígrisdýri, getur ekki farið af baki." Kínverskur málsháttur. Sjálfsmorð Það að færa striðið i Vietnam yfir til Laos og Kambodiu gerir eigi aðeins aðstöðu Bandaríkja- manna í Suðaustur-Asíu erfiðari; þessi útfærzla undirþýr einnig myndun samþands sósíalistiskra ríkja i Indókína..... Það, sem veldur undrun manns í þessu máli er sú sjálfsmorðspóli- tík, sem í því felst. Allir þeir, sem fylgjast vel með þróuninni, álita að útvíkkun stríðsins jafngildi eflingu byltingarsinna gegn íhaldsöflunum. Herstjórnarlist Giaps er alveg Ijós i þessu efni, og hann hefur oft látið skoðun sína í Ijós: er- lendu öflin vilja einbeita sér á takmarkað, en öruggt svæði. Hlut- verk byltingaraflanna er að færa út baráttusvæðið og styðjast við fjöldann. Maður gat fyrir mörgum mán- uðum síðan velt því fyrir sér, hvort Giap myndi þora að færa út vig- stöðvarnar og víglínurnar, — út fyrir Vietnam, þar sem stöðnunar hefur gætt síðan Tet-sóknin hófst. En nú voru það andstæðingarnir, sem breiða baráttuna út yfir allt Indókína og það við skilyrði, sem valda því að fólkið í Kambodiu verður að fylkja sér um pólitískan leiðtoga, sem það ella hefði getað lent í andstöðu við. Hér er því, þegar öllu er á botninn hvolft, um sjálfsmorðsaðgerð Bandarikja- manna að ræða, sem gerir and- stæðing þeirra mögulegt að færa út kvíarnar og styðjast við alþýðu manna í öllu Indókina. Jean Lacoutere. „Ástæðan til þess að vér erum andvígir Bandaríkjunum er þessi staðreynd: Síðan 1955 hafa Bandaríkin reynt með ýmsum að- ferðum, þar með einnig hinum hættulegustu og sviksamlegustu, að knýja oss til að verða þeirra megin sem auðmjúkt fylgiriki. Vegna þessa höfum vér veitt harða mótspyrnu og eigi talað mjög kurteislega." Narodom Sihanouk, prins þjóðarleiðtogi Kambodiu. (I ræðu í Paris fyrir nokkrum árum). Bréf hermanns Keith Franklin, nítján ára að aldri, var Bandarikjahermaður, sem barðist í Vietnam. I fyrravetur, er hann var heima í fríi, fékk hann foreldrum sinum innsiglað umslag, er opna skyldi ef hann dæi. Hann féll síðan í Vietnam. Bréfið var þá opnað og í þvi stendur: „Elsku mamma og pabbi. Stríðið, sem nú hefur svift mig lífinu og margar þúsundir annarra á undan mér, er siðlaust og ólög- legt, hryllingur, fjarri allri skyn- semi og dómgreind .... Veitið mér síðustu bón mina. Hjálpið mér til að láta amerísku þjóðina vita sannleikann, — þenn- an þögula meirihluta, sem hefur ekki látið i Ijós skoðanir sínar. Hjálpið mér til að láta þá vita að þögn þeirra leyfir þessum skelf- ingum að halda áfram, og að dauði minn hefur ekki verið árangurs- laus, ef ég get — með þvi að fá þennan fjölda til að vera virkan — bundið enda á stríðið, sem batt enda á líf mitt." 169

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.