Réttur


Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 35

Réttur - 01.10.1970, Qupperneq 35
í þessu húsi, Bergstaðastræti 72, er var þá eign Júliuönu Sveinsdóttur listmálara, var K.F.I. stofnaður. Hauk- ur Björnsson hafði þá húsið á leigu og var í þvi stór vinnustofa málara. 1942 — lífskjarabyltingin — ávöxturinn af því að nú stóð verkalýðurinn á eigin fótum og gat boðið sameinaðri Framsókn og ihaldi byrginn, — og þarmeð brotnaði um leið valdakerfi Jónasar frá Hriflu. Það urðu hinsvegar hin sorglegu örlög Alþýðu- flokksins að geta aldrei orðið virkilega sjálfstæður verklýðsflokkur. Þegar hann loks var búinn að fá sig fullsaddann á vistinni hjá Framsókn, álpaðist hann til Ihaldsins og situr þar fastur síðan sem vel alinn, feitur þjónn. Hægri foringjarnir — sem sumir voru ,,vinstri“ áður — halda honum þar föstum,*) hvað sem verkalýðssinnar í Alþýðu- flokknum segja. En óháður Framsókn og Ihaldi, hélt Sósíalista- flokkurinn áfram baráttunni fyrir verklýðsforystu í vinstri hreyfingu og þé baráttu heyr Alþýðubanda- lagið nú sem flokkur islenzkra sósíalista. MARXISTÍSK FORUSTA í VERKLÝÐSHREYFINGU Til þess að leiða verkalýðinn og þarmeð aðr- ar vinnandi stéttir til sigurs í frelsisbaráttu þeirra, var nauðsynlegt að verklýðshreyfingin, einkum hin *) Svo föstum hefur honum nú verið hald- ið þar, að samkvæmt eigin orðum Alþýðuflokks- manns á Alþýðuflokksfundi fá kjósendur nú eigi lengur séð mun á þeim stjórnarflokkunum tveim, — °g afleiðingar þessarar undirgefni eru að íhaldið er orðið Alþýðuflokknum jafnsterkt eða sterkara á sjálfu Alþýðusambandsþingi, meðfram af þeim ástæðum sem annar gamall Alþýðuflokksmaður orðaði svo, að hann kynni betur við sig á höf- oðbólinu en hjáleigunni. — Eins skal hér á það minnt, til þess að sýna sanngirni þeim leiðtog- um Alþýðuflokksins, er við kommúnistarnir deildum við, að þá ábyrgðartilfinningu sýndu þeir þó gagnvart verklýðshreyfingunni að Haraldur Guðmundsson fór úr rikisstjórn 1938 frekar en samþykkja gerðardóm á sjómenn, og Stefán Jó- hann fór úr þjóðstjórn 1942 vegna gerðardómslaga og var ekki með í ríkisstjórn afturhaldsins 1950 vegna gengislækkana, en núverandi ráðherra- leiðtogar Alþýðuflokksins gleypa alla gerðardóma og gengislækkanir með beztu lyst og sitja sem fastast. 171

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.