Réttur


Réttur - 01.10.1970, Side 37

Réttur - 01.10.1970, Side 37
einu flokksfélagi áfram að vera þar i auk verk- lýðsfélaganna, er það vildu. Þá ákváðu hægri menn flokksins á flokksþinginu 1926 ((Alþýðusambandsþingi) að flokkurinn skyldi ganga í II. Internationale, — alþjóðasamþand sósialdemókrata. Jafnframt neituðu þeir jafnaðar- mannafélaginu Spörtu, nýstofnuðu félagi komm- únistanna í Reykjavik, um inngöngu og þreyttu lög- unum þannig að aðeins eitt jafnaðarmannafélag gæti verið í flokknum frá hverjum stað. Þessi ráðstöfun öll var ögrun og klofning á flokknum. T.d. ákvað Jafnaðarmannafélag Akureyr- ar, er þessi frétt þarst um inngönguna i II. Internati- onale, að taka upp samband við Alþjóðasam- band kommúnista. Hægri menn héldu svo áfram á næstu þingum með útilokun kommúnistískra jafn- aðarmannafélaga, er verið höfðu i Alþýðuflokknum, svo sem jafnaðarmannafélagsins í Vestmannaeyj- am. Var nú auðséð hvert stefndi og að komm- únistarnir yrðu að koma upp sinum sjálfstæða flokki, sem þeir þó kusu helzt að hafa innan Alþýðusambandsins (þ. e. Alþýðuflokksins). Ef orðið hefði verið við sliku hefðu bæði komm- únistar og sósíaldemókratar verið með félög sin innan ASÍ ((þ.e. Alþýðuflokksins) og enn frem- or þorri verklýðsfélaga. Fulltrúaráðin á hverjum stað hefðu ráðið uppstillingum við kosningar og þau framboð farið eftir styrkleika hægri og vinstri armsins. (Kommúnistar voru víða í meiri- hluta [ fulltrúaráðum, svo sem Akureyri, Vest- mannaeyjum, Siglufirði). En hægri menn höfnuðu öllum tillögum, er tryggt hefðu getað einingu út á við, þó menn deildu inn á við. Á Alþýðuflokksþinginu (ASl) 1930 var felld til- laga okkar kommúnistanna er tryggja skyldi slika einingu út á við og meðal annars fól í sér að Jeyfð sé gagnrýni I blöðum flokksins á stjórnar- stefnu hans og forustu." Er Kommúnistaflokkurinn var stofnaður höfðu kommúnistar því reynt til hlítar allar aðferðir til eð viðhalda einingu út á við samfara sjálfstæði hins marxistíska kjarna. Og á stofnþingi K.F.I. yar m.a. samþykkt eftirfarandi tillaga og birt í avarpi til íslenzkrar alþýðu með þessum rökstuðn- Ingi.: — „Samtakaheildin má undir engum kringum- stæðum rofna. Baráttan gegn sósialdemókrötum er um leið barátta gegn sundrung íslenzkrar alþýðu. Þessvegna hefur stofnþing Kommúnistaflokks is- lands samþykkt eftirfarandi tillögu.: „Kommúnistaflokkur islands mun að svo miklu leyti sem kostur er, starfa sem heild innan Al- þýðusambands íslands og hvetur deildir sinar til að sækja um upptöku i sambandið“. — En svar hægri aflanna voru einokunarlögin ill- ræmdu, sem bönnuðu verklýðsfélögum að senda aðra fulltrúa en sósíaldemókrata á Alþýðusam- bandsþing. Kjörgengi fulltrúa var bundið við að þeir væru „Alþýðuflokksmenn og tilheyrðu engum öðrum stjórnmálaflokki." Þannig klufu hægri öfl- in flokkinn í því skyni að einoka hann og þarmeð verklýðsfélögin fyrir sig flokkspólitískt, síðan klufu þeir þau verklýðsfélög, sem kosið höfðu sér róttæka stjórn. Og sama klofnings- leikinn endurtóku þessi hægri öfl síðan 1938, þeg- ar 7 menn í Alþýðusambandsstjórn ráku Héðin Valdimarsson og fleiri úr Alþýðuflokknum fyrir að berjast fyrir einingu, og þvinæst ráku þessir sjö sjálft flokksfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík, Jafn- aðarmannafélag Reykjavikur úr flokknum (700 manna félag), en þar var Héðinn i yfirgnæfandi meirihluta. Það er alltaf ofstæki hægri aflanna í Alþýðu- flokknum, sem hefur eyðilagt einingu íslenzkrar alþýðu. Það tók tólf ár frá 1930 að knýja fram lýðræðislegar kosningar á jafnréttisgrundvelli í verklýðsfélögunum, aflétta einokuninni og sam- eina verklýðsfélögin á stéttargrundvelli. Þessi sömu hægri öfl höfðu 1930 haldið að þau gætu ekki aðeins einokað verkalýðsfélög með einræðislögum sínum. Þau hugðust líka geta brotið kommúnistana á bak aftur með tilstyrk Framsóknarvaldsins. En það vald hóf undir for- ustu Jónasar frá Hriflu strax eftir stofnun K.F.I. einhverja hatrömustu ofsóknarherferð gegn kommúnistum, sem háð hefur verið hér á landi, (hún endurtók sig að nokkru á þjóðstjórnarárun- um), þegar einstakir kommúnistar voru rekn- ir úr stöðum, nemendur úr skólum, sjúklingar af heilsuhælum og á allan hétt reynt að banna þeim bjargir. En allar þessar kúgunar- og klofningstilraunir brotnuðu á einbeittum vilja, fórnfýsi og stefnufestu Kommúnistaflokksins. Skipulag og órofa sam- heldni flokksins sjálfs reyndist mikill styrkur og tryggð kommúnistanna við sjálfa hugsjón sósíal- ismans varð það, sem úrslitum réði. Sjálfar skipu- lagshugmyndirnar um verklýðshreyfinguna reynd- ust réttar, en það olli hreyfingunni sjálfri vissu tjóni að verða að knýja fram lýðræðið í verk- 173

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.