Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 38

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 38
lýðsfélögunum með svo harðri og langri baráttu, — og er það því miður ekki eina tjónið, sem ofstæki og yfirdrottnunartilhneiging hægri aflanna hefur valdið verklýðshreyfingunni. Sú þröngsýni samfara undirlægjuhætti gagnvart íhaldsöflum þjóðfélagsins — stundum Framsókn, stundum ihaldi, stundum báðum — sem veldur slíkri afstöðu er þvi miður ekki útdauð enn. Rétt er að gera sér Ijóst að hið sterka skipulag Kommúnistaflokksins, aginn og festan, hafði viss á- hrif eftirá á aðra flokka landsins, þótt þar kæmi auðvitað einnig til hin almenna þróun til flokks- ræðis á þessari öld. Flokkarnir voru flestir fyrst og fremst flokkar þingmanna um 1930 og þegar Jónas frá Hriflu hófst handa um uppbyggingu Framsóknarflokksins sem fjöldaflokks, byggðum upp neðan frá eftir 1930, var stundum vitnað til þess hvern styrkleik hinn fámenni Kommúnista- flokkur hefði í ströngu skipulagi sínu. — Þær hættur, er flokksræðinu fylgja, voru hinsvegar þá ekki farnar að koma í Ijós, sem siðar varð. HUGSJÓN OG MANNVAL En barátta kommúnistanna var ekki aðeins átök um gott skipulag og samtvinning hagsmunabaráttu verkalýðs og visindalegrar stjórnmálastarfsem:. Hún var og eldheit boðun mikilla hugsjóna. Sósíal- isminn var frelsið úr fátækt og skorti auðvalds- skipulagsins. Boðun sósialismans til hins vinn- andi fólks fékk það til að rísa upp, finna til mátt- ar sins, öðlast meðvitund um háleitt hlutverk, er um leið frelsaði það sjálft frá hungri og öryggis- leysi auðvaldsþjóðfélagsins. Og flokkurinn eign- aðist í „Verklýðsblaðinu" og svo „Þjóðviljanum", sem hóf útkomu sem dagblað flokksins 31. okt. 1936, málgögn sem túlkuðu vonir og skipulögðu baráttu alþýðunnar. „I þrælsins nöldur og öreigans magnlausa mál færist máttur og ægikyngi af nýjum toga" kvað Sigurður Einarsson sumarið 1930 og birti í því „Réttar“-hefti, er boðaði straumhvörfin. Þessi hugsjón sósíalismans og baráttan fyrir henni umbreytti eigi aðeins verkalýðnum og al- þýðufólkinu, heldur heillaði og hina beztu meðal skálda og menntamanna, svo sem Þorstein Erlings- son hafði sagt forðum. Auðvaldsskipulagið sýndi sig með hverju árinu sem leið eftir 1930 í sinni hryllilegustu mynd: 12 miljónir atvinnuleysingja i ríkasta landi heims, milj- ónir bænda fara þar á vonarvöl, flæking, — 6 milj- ónir atvinnuleysingja i Þýzkalandi. Matvæli eyði- lögð í tonna tali, meðan fólkið sveltur. Himinhróp- andi skortur mitt I allsnægtum, — allt vegna sví- virðilegs arðránsskipulags auðmannastéttarinnar. Og ofan á allt þetta bættist fasisminn i Þýzka- landi 1933: blóðug harðstjórn auðmannastéttar til útrýmingar sósíalistískra hugsjóna og sósíalistískra flokka. Það var ekki að undra þó Kommúnistaflokkur is- lands fengi til samstarfs við sig alla þá, sem „hæst- um tónum" náðu í íslenzkum bókmenntum, þegar flokkurinn í viðbót við hugsjónastefnu sósíalism- ans hóf að boða samfylkingu fólksins gegn fas- ismanum. Sósíalisminn á Islandi átti sína „árgala", þar sem Þorsteinn Erlingsson og Stefán G. Stephans- son voru. Frá því „Bréf til Láru" komu út 1924 tók hann I vaxandi mæli að setja mark sitt á íslenzkar bókmenntir. Og þegar svo Halldór Kiljan Laxness, Jóhannes úr Kötlum, Halldór Stefánsson og fleiri gengu til liðs við hann um og eftir 1930, hófst það tímabil hinna „rauðu penna", þegar íslenzkur skáldskapur ris hæst á þessari öld. Og þegar þessi stórskáld gefa þjóðinni slík snilldarverk, að þeim er ekki lengur vært í borgaralegum útgáfufyrir- tækjum, þá er það „Heimskringla" kommúnist- anna,*) undir forustu Kristins E. Andréssonar, sem 1934—5 tekur að gefa hina bannfærðu út og „Rauðir pennar" og „Mál og menning" hefja göngu sína. I samfylkingarbaráttu Kommúnista- flokksins eftir 1934 og þeirri kosingabaráttu er úr- slitum réðu 1937, eru stórskáldin þrjú Halldór Laxness, Jóhannes og Þórbergur, sérstaklega virk og hefja með þátttöku sinni hugsjónabaráttuna á hærra stig og gera flokknum kleift að ná með boð- skap s:nn til æ stærri hluta þjóðarinnar og magna sjálfan verkalýðinn meir en nokkru sinni fyr. Kommúnistaflokki Islands tókst að tengja stétta- baráttu verkalýðsins og hugsjónabaráttu sósíalism- *) „Samt mun cg vaka“ Jóhannesar úr Kötlum kemur út hjá He'mskringlu 1935, „Hrímhvita rnóðir" 1937; „Straumhvörf" Halldórs Laxness kemur þar út 1934 og „Ljós heimsins" 1937 svo nokkuð sé nefnt. 174

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.