Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 39

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 39
ans órjúfandi böndum. I því sýndi sig marxistískur þroski hans „múginn vorn að máttkva, stækka" eins og Stephan G. Stephansson kvað. Og það voru ekki aðeins skáldin og menntamennirnir, sem skipuðu sér um flokkinn í krafti þessara eiginleika hans. Það sem úrslitum réði var að Kommúnista- flokknum tókst að ala upp það mannval í verklýðs- samtökunum, sem — með fæturna á jörðinni, hug- sjónina í hjartanu og hugsun sína þjálfaða í vis- indum verkalýðsins, marxismanum, — tókst að leiða vígreifan verkalýð gegnum þrengingar kreppuár- anna, umbrotatíma þjóðstjórnarinnar fram til sig- ursins 1942. Að þessu mannvali og uppeldi þess og þeirra, er samfylktu því, er mest reið á, hefur is- lenzk verklýðshreyfing búið um áratugi siðan, með- an lif og þróttur þeirra einstaklinga entist. Það er ekki að ástæðulausu, að þeir sem nú eru smátt og smátt að taka við og skilja baráttuna, líta til þessara brautryðjenda með lotningu. ÞJÓÐFRELSISBARÁTTA Kommúnistaflokkur íslands varð fyrstur til þess, islenzkra stjórnmálaflokka, að skilgreina tök enska imperialismans á Islandi í riti sínu til þjóðarinnar 1930: „Hvað vili K.F.I.". Jafnhliða þvi sem flokkur- inn tók ákveðnastur allra flokkanna, algeran skiln- að við Dani 1943 og stofnun lýðveldis á stefnuskrá sína, sýndi hann fram á arðrán og yfirdrottnun enska auðvaldsins á Islandi, sem „stjórn hinna vinnandi stétta" fékk að kenna á 1934 i skilyrðum Hambros banka. Og Jóhannes úr Kötlum gerði sjálfstæðisbaráttuna gegn þessum nýja drottnara („Bretans pund er lands vors leynistjórn") að höfuðefni hins mikla kvæðis „Frelsi", öndvegis- kvæðis hinna nýju Rauðu penna 1935. Það var asestum táknrænt fyrir yfirtöku flokksins á hinni Þjóðlegu arfleifð sjálfstæðisbaráttunnar, er frú Theodora Thoroddsen gaf flokknum nafnið á hinu 9amla skelegga málgagni manns sins Skúla „Þjóð- viljanum" og blaðið hóf göngu sína á fimmtugsaf- mæli gamla Þjóðviljans. En brátt tók nýr erlendur óvinur að teygja sína „brúnu hönd" til lands vors. Og Kommúnistaflokk- urinn varaði við hættunni af hinum nýja þýzka imperialisma, nazismanum og skoraði á þjóðina að sameinast til verndar lýðræði og sjálfstæði landsins gegn þýzku fasistahættunni. Og það var engin tilviljun að sigur flokksins 1937 vannst í tákni þeirrar baráttu. Kommúnistaflokkurinn tileinkaði sér það, sem síðan hefur erfzt til annarra, að kunna að sameina frelsisbaráttu alþýðunnar, sjálfa stéttarbaráttu verkalýðsins, og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar út á við, sem eðlilega beindist i hvert skipti fyrst og fremst gegn þvi erlenda valdi, sem mestur háski þá stafar af. Táknrænt fyrir baráttu flokksins fyrir sjálfstæði Islands gegn áhrifum brezku og þýzku yfirdrottn- unarstefnunnar var t.d. þessi kafli i ávarpi 3. þings K.F.I. í nóv. 1935 til íslenzkrar alþýðu: „Nú, þegar sú hætta vofir yfir islenzku þjóðinni, að hún glati sjálfstæði sinu, ef ekki verður tekið fram fyrir hendur hinnar drottnandi auðvaldsklíku, minnir Kommúnistaflokkur islands alla hina starf- andi þjóð á þá frelsisbaráttu, sem islenzka þjóðin hefur háð gegn erlendu kúgunarvaldi öldum saman, á baráttuna á 15. öld gegn enskum og þýzkum yfirgangi, á baráttuna allt frá Jóni Arasyni til Jóns Sigurðssonar og Skúla Thoroddsen gegn kúgun og áþján danska auðvaldsins. Minnug þeirra fórna, sem færðar hafa verið i þessari frelsisbaráttu, mun ís- lenzka þjóðin brennimerkja þá menn, sem nú reka erindi erlends auðvalds hér, sem varga i véum, sem landráðamenn við íslenzku þjóðina, hvernig sem þeir skýla sér undir þjóðernis- og sjálfstæðis- grimu. I trúnni á framtíð islenzku þjóðarinnar, þegar alþýðan sjálf ræður landi sínu og nýtur auðlinda þess, mun islenzka alþýðan vernda núverandi sjálf- stæði landsins og með valdatöku sinni gera það að þeirri lyftistöng velmegunar og menningar, sem það getur orðið.“ ALÞJÓÐAHYGGJA Kommúnistaflokkurinn jók mjög á þá alþjóða- hyggju, er fyrir var í Alþýðuflokknum gamla. Alveg sérstaklega virk varð sú stefna, eftir að fasisminn komst á í Þýzkalandi og sýna bar þá andúðina gegn nazismanum hvar sem við varð komið, — svo og eftir að uppreisn fasistanna brauzt út á Spáni og lýðveldi og lýðræði háði þar sitt langa og hetjulega dauðastrið. Samúðin með Sovétrikjunum varð eðlilega ákaf- lega sterkur þáttur i baráttu K.F.I. Sovétrikin voru 175

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.