Réttur


Réttur - 01.10.1970, Síða 46

Réttur - 01.10.1970, Síða 46
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins: Hið íslenzka bókmenntafélag hefur hafið á nýjan leik útgáfu lærdómsrita félagsins og á þessu hausti sent frá sér fimm bækur: Frelsið eftir John Stuart Mill, Iðn- riki okkar tima eftir John Kenneth Galbraith, Valdstjórn og vísindi eft- ir C. P. Snow, Um sálgreiningu eftir Sigmund Freud og Afstæðis- kenningin eftir Albert Einstein. Allt eru þetta kærkomin rit fyrir þá sem áhuga hafa á þjóðfélagsmál- um. öll eru ritin pappírskiljur og því þægileg I meðförum og frágangur allur er Prenthúsi Hafsteins Guð- mundssonar til hins mesta sóma. Ritstjórn bókaflokksins annast Þor- steinn Gylfason. Eflaust verða margir til að gagnrýna bókavalið. Má t.d. benda á, að meiri breidd hefði verið æskileg við valið og flest eru ritin full „sígild". Þá eru formálar að bókunum allt of lang- ir og oft nokkuð fjarlægir efni bókanna. Val á formálariturum er einnig furðulegt, yfirleitt leitað til manna I toppstöðum og sú hugsun hvarflar að lesandanum, að félagið sé að kvitta fyrir starfsgrundvelii sinum. Undantekning er þó ágætur formáli Þorsteins Gylfasonar að bók Mills um Frelsið, þar sem hann rekur m.a. áhrif Mills á íslenzka menntamenn í lok síðustu aldar. Ritum Mills, Galbraith og Snow mun lesendum Réttar eflaust þykja mikill fengur í, þó hér sé um borg- aralega stjórnspeki að ræða. Fátt er betra en kynna sér hugmyndir 19. aldarinnar um þjóðfélagslegt frelsi hjá Mill; gagnrýni Galbraiths á hagstjórn nýkapítalismans og hugleiðingar Snow, um tengsl valdhafa og víslnda. Bók Mills ,,Um frelsið" hefur orðið tilefni til blaðaskrifa og virð- ist Morgunblaðið líta svo á, að þar sé að finna hugsjónir, sem sjálfstæðismenn hafi að leiðarljósi. Þannig tjáir Matthías Johannesen í Reykjavíkurbréfi 17. okt. sl. hug sinn til ritsins, en afhjúpar þar óaf- vitandi sitt sanna viðhorf til frels- isins. Þessi matthíska setning hljóðar svo: „Frelsið er aðgengi- legt rit. Þar kafna ekki litlar hug- sjónir í stórum orðum”. Aftur á móti hefur bók Galbraiths vakið minni athygli, en hún verðskuldar, kannski vegna þess, að hún brýt- ur í bága við grundvallar kenning- ar íslenzkra hagspekinga um frelsi í efnahagslífinu, en dregur upp mynd af hinu þrælskipulagða efna- hagskerfi bandarísku auðhring- anna. Bók Snow kemur út á heppi- legum tima hér á landi, þvi hér blasa við hin fjölþættu vandamál, er varða umhverfisvanda mann- anna og þörf valdhafanna á að hlýða á umsagnir og viðvaranir vísindamanna. Þessa dagana kynn- umst við þessu í umræðum um mengun og i nánustu framtíð verða bollaleggingar Snow æ brýnni um- hugsunarefni. Hin klassisku rit Einsteins og Freud eru bæði gagnmerk rit og þarft fyrir unnendur þessara fræði- greina að fá þær í islenzkri þýð- ingu. Er Hið íslenzka bókmennta- félag hefur hafið á ný útgáfu lær- dómsritanna og í fyrsta áfanga rækt skyldu sína við eldri lær- dómsrit, þá er það von margra að félagið haldi áfram útgáfunni en leiti einnig á nýrri mið. HÍB á að vera brautryðjandi og koma á framfæri við íslenzka lesendur öndvegisritum samtima höfunda. Þá er það von Réttar, að félagið sniðgangi ekki sósíalisk öndvegis- rit, er það haslar sér völl í útgáfu lærdómsrita um þjóðfélagsmál. Hafi HlB þökk fyrir fyrsta áfang- ann að þessu sinni. — Ó.R.E. Lenin: Riki og bylting. Heimskringla 1970. Það hefur lengi verið tilfinnan- leg hindrun fyrir því, að almenn- ingur á islandi gæti kynnt sér fræðirit marxismans, hversu fá þeirra hafa verið til í íslenzkri þýðingu. Úr þessu hefur bókaút- gáfan Heimskringla smátt og smátt verið að bæta á undanförnum ára- tugum og sérstaklega verið mikil- virk í því hin siðustu ár. Fyrir tveim árum kom út myndarleg tveggja binda útgáfa af ritum eftir Marx og Engels. Áður voru komin tvö bindi af ritum Maó Tse Tuns, en nú gefur Heimskringla út á þessu ári þrjú af víðkunnustu verk- um Leníns í tilefni aldarafmælis hans. Er nú þeim áfanga náð fyrir eljusama starfsemi þessarar út- gáfu, að hver Islendingur á völ á álitlegu safni af undirstöðuritum marxismans — mörgum þeim að- gengilegustu — én þess að þurfa að hafa aflað sér í langskólanámi kunnáttu i erlendum tungum. Nýjust þeirra þriggja bóka, sem út koma í ár á íslenzku eftir Lenin, 182

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.