Réttur


Réttur - 01.10.1970, Side 47

Réttur - 01.10.1970, Side 47
er Riki og bylting. Svo mikill feng- ur sem var að hinum tveim („Vinstri róttækni" og Hvað ber að gera?), má segja, að sú sið- asta sé timabærust. Er hér reyndar um að ræða endurskoðaða þýð- ingu, sem út kom 1938. Til við- bótar við aðalverkið eru einnig í bókinni ýmis smærri skrif Lenins, greinar og bréf, frá síðari og allra siðustu árum hans, þ. á m. hin fræga „Erfðaskrá". Lenin ritaði Riki og byltingu fá- um mánuðum fyrir Októberbylting- una, og var auðvitað ekki tilviljun. Ritverk Leníns eru flest nátengd þeim pólitísku viðfangsefnum, er við blöstu hverju sinni — voru reyndar þáttur I lausn þeirra við- fangsefna — og síðsumars 1917 sá Lenín fram undan á næsta leiti það sögulega verkefni að stofna fyrsta verkalýðsrikið. Þar með var spurningin um hlutverk og eðli rík- isvaldsins í hinu nýja þjóðskipu- lagi sósíalismans komið í brenni- depil. Lenín ritaði Riki og byltingu með eldmóði þess manns, sem veit, að óðar en hann leggur frá sér pennann, verður hann sem leiðtogi verkalýðsbyltingarinnar að takast á við þetta mikla og örlaga- rika vandamál á vettvangi veru- leikans, í sjálfri hinni hröðu rás viðburðanna á byltingarskeiðinu. Og þegar stund valdatökunnar rann upp nokkrum vikum síðar, gekk hann ótrauður að þvi verki að hrinda i framkvæmd hugmynd- um sínum um hið nýja ríki, reistum á kenningum Marx og Engels. Það er óhætt að fullyrða — enda margra ætlan — að hefði Lenín enzt aldur til að fylgja þessu verki lengur eftir, hefði þróun ríkisvalds- ins og hlutverk i Ráðstjórnarríkj- unum farið nær þvi, sem fyrir honum vakti, er hann ritaði Ríki og byltingu, heldur en raun hefur á orðið. Til hinztu stundar hvikaði Lenin ekki frá þeim grundvallar- hugmyndum um ríkisvaldið, sem hann setti fram i Riki og byltingu, og var jafnsannfærður og fyrr um framkvæmanleika þeirra þrátt fyrir öll þau hrikalegu vandamál, er að steðjuðu á fyrstu árunum eftir bylt- inguna. Eigi að siður mótuðust siðustu ævidagar hans af áhyggj- um út af þeim blikum, er hann sá á lofti einmltt I sambandi við þróun ríkisvaldsins í hinu fyrsta sósíalíska riki. Og þar reyndist hann glöggskyggn eins og oftar. Þegar eftir dauða hans tók þróun þessara mála aðra stefnu en hann ætlaðist til, og allatið siðan hefur spurningin um rikisvaldið verið tor- leystasta vandamálið í sambandi við uppbyggingu sósialismans. Enda þótt Riki og bylting gefi ekki nein goðsvör við þeim vanda, þá er þar þó ítarlegar og gleggra um þetta vandamál fjallað en i nokkru fræðiriti marxismans öðru. Þess vegna er útgáfa þess nú svo timabær. — G. Á. V. I. Lenín: Hvað ber að gera? Ásgrimur Albertsson þýddi. Reykjavík. Heimskringla 1970. Bókaútgáfan Heimskringla hefur unnið það þarfaverk að gefa út þrjú helztu stjórnmálarit Lenins í islenzkri þýðingu i hundrað ára minningu höfundarins. Tvö þessara rita, þ.e. „Hvað ber að gera?" og „Vinstri róttækni — barnasjúk- dómar kommúnismans" birtast nú á íslenzku i fyrsta sinn, en hið þriðja „Ríki og bylting" í nýrri og endurbættri þýðingu. Er gott til þess að vita, að islenzkir lesendur eiga nú kost á að kynnast á móð- urmáli sinu skrifum þessa mikil- hæfa og mikilvirka stjórnmálafor- ingja. Sú bókin, „Hvað ber að gera", sem hér verður stuttlega drepið á, varð til upp úr aldamót- unum siðustu og kom út 1902. Lenín var þá i útlegð i Þýzkalandi og Sviss og stóð þar ásamt fleir- um að útgáfu blaðsins Iskra (c. Neistinn), sem smyglað var inn í Rússaveldi. Og má raunar segja, að bók hans „Hvað ber að gera" sé með nokkrum hætti frekari út- færsla og greinargerð fyrir ýmsum þeim vandamálum og viðfangsefn- um, sem hann hafði fjallað um í blaðinu. Lenín valdi bók sinni heit- ið „Hvað ber að gera" (Sto djelat;) og má vera, að hann hafi þá jafn- framt haft í huga samnefnda skáld- sögu Tsjernisjevskís, en nafngiftin hittir annars í mark, þvi að þetta var einmitt sú brýna og örlagaríka spurning, sem hlaut að leita á rússneska sósialista við þáverandi aðstæður og krefjast haldgóðs svars. Rússneski sósialdemó- krataflokkurinn var þá enn ungur að árum og bjó við vægðarlausar ofsóknir zarveldisins. Vestan að seytluðu svo inn áhrifin frá af- sláttar- og endurskoðunarstefnu E. Bernsteins og skoðanabræðra hans. Hvað skyldi gera við slíkar aðstæður? Átti að fara sér hægt, takmarka sig sem mest við faglega baráttu, hrein hagsmunaátök verkalýðsfélaga, meira eða minna staðbundin, og treysta á sjálfkrafa þróun og pólitískan reynsluþroska alþýðunnar, sem yxi upp úr þess- um átökum. Lenin þótti sem ýmsir flokks- bræður sinir i Rússlandi, ekki sízt aðstandendur blaðsins „Rabotseje Djelo", aðhylltust slík viðhorf, — og gegn slíkri afstöðu er bók hans einkum beint. Hann færir að því gild rök, að flokknum sé nauðsyn á að gera sér glögga grein fyrir pólitiskum markmiðum sínum og reisa þau á traustri marxiskri und- irstöðu, baráttuna megi ekki tak- 183

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.