Réttur


Réttur - 01.10.1970, Síða 48

Réttur - 01.10.1970, Síða 48
marka svo til eingöngu við til- tölulega þrönga daglega hags- munabaróttu, heldur verði hún að taka til allra þátta þjóðfélagsins með almenna pólitíska yfirsýn að leiðarljósi — og þessa baráttu þurfi að samræma um landið allt. Flokkurinn verði að hafa með höndum almennt og pólitiskt leið- söguhlutverk, en treysta ekki svo til eingöngu á sjálfsprottna póli- tíska vitund alþýðunnar, það sé einmitt verkefni hans að efla þá vitund og glæða. (Um þetta atriði, þ.e.a.s. sambúð og innbyrðis af- stöðu forystu og sjálfsprottnar hreyfingar átti Lenin síðar í nokkr- um brýnum við Rósu Luxemburg). Og síðast en ekki sízt leggur Len- ín mikið upp úr þvi, að skipuleggja þurfi flokkinn sem bezt við hinar erfiðu aðstæður, koma upp traustu og kunnáttusömu kjarnaliði, svo að hægt verði að heyja sem árangurs- ríkasta baráttu með sem minnstum mannfórnum, svo að lögregluveldi zarsins geti síður lamað flokkinn eða einstakar deildir hans vegna reynsluskorts og vankunnáttu flokksmanna í leynilegu starfi. Ýmsum kann að þykja, sem ein- staka kaflar þessa rits séu nokkuð smásmyglilegir og þrætukenndir, en þess ber að gæta, að hér er fjallað um starfsstíl flokks, sem átti örlög sín og frelsi og jafnvel líf liðsmanna undir því, að daglegt starf hans færi vel úr hendi. Ekki er því heldur svo farið, að hér sé bráðlátur útlagi ókunnugur heima- högum að reifa mái þeirra, því að um fátt lét Lenín sér annara en nóin tengsl við fólk og málefni heimalandsins — og stóð m.a. í bréfasambandi við hundruð manna viðsvegar um Rússaveldi. „Hvað ber að gera“ hefur jafnan þótt einkar lærdómsrík bók í póli- tískum efnum, og svo mun hún 184 reynast enn, a. m. k. öllum þeim, sem eitthvað verulegt geta numið af eigin reynslu og annarra og skilið það stað- og tímabundna frá hinu, er hefur almennara gildi. Auk þess veitir bókin okkur nokkra inn- sýn i þá veröld, þar sem rússneski bolsjevikkaflokkurinn óx úr grasi og þær geysierfiðu aðstæður, sem hann átti við að búa. Ég sagði, að „Hvað bera að gera" væri lær- dómsrík bók, en hún er að sjálf- sögðu ekki frekar en önnur rit um svipuð efni neinn altækur leiðar- vísir — eða hver málsgrein henn- ar óbrugðull og ótímabundinn dóm- ur, sem hægt sé að vitna til varð- andi það, hvað gera skuli og hvað ekki. Gildi hennar felst í áherzlu og skilgreiningu undirstöðu-þátta og því munstri, sem hún bregður upp af viðbrögðum við tilteknum verkefnum við sérstakar aðstæður, en af því geta menn aðeins lært — með hliðsjón, með því að beita eigin rökvísi og ímyndunarafli við breytt skilyrði. Það var orðtak Leníns, að sann- leikurinn væri hlutbundinn, (kon- kret) og hann lét sér ekki detta í hug, að hægt væri að gefa algilda og nákvæma forskrift að pólitiskri bardagaðferð, gerð og starfsstil flokks o. s. frv., enda þótt hann legði þar áherzlu á tiltekin undir- stöðuatriði. Vmsir hafa þó t.d. tal- ið, að í þessu riti sínu hafi Lenín gert algild og bindandi grunndrög að gerð og starfsháttum sósíal- ískra flokka — og sumir tekið því með fögnuði, aðrir með andúð og ugg. En hér er raunar um mis- skilning að ræða, svo sem sjá má af síðari skrifum Leníns og af- stöðu. Og í formála, að ritsafni hans, sem út kom 1907, varar hann meira að segja við þeirri villu, að slíta efni umræddrar bókar úr tengslum við þær tilteknu sögu- legu aðstæður, sem hún átti við, en séu nú löngu liðinn kafli í þróunarsögu flokksins. Hitt er svo aftur rétt, að ýmis þau megin-vandamál — og deilu- mál, sem hann fjallaði um í bók sinni „Hvað ber að gera", leita sífellt á i nýju gervi og við breytt skilyrði; svo sem gildi fræðikenn- ingar, tengsl forystuhlutverks og sjálfsprottinna hreyfinga, tilviljana- kennds smáhópa- og einstak- lings-frumkvæðis og skipulags, miðstjórnar og valddreifingar, tíma- og staðbundinnar hagsmuna- baráttu og langsærrar stjórnmála- stefnu. Og þeim, sem nú eiga við slik viðfangsefni að glíma, mætti vera hollt að glugga í þetta rit Leníns og hugleiða, hversu far- sælast muni að bregðast við vand- anum, svo sem málum er háttað. Þýðing Ásgríms Albertssonar virðist vel af hendi leyst, þó fannst mér hún ofurlítið hnökrótt á stöku stað einkum í fyrra hluta bókar- innar. En vera má, að orsakanna sé þar frekar að leita i frumritinu en hjá þýðanda, með því að Lenín samdi þetta rit sitt í flýti, við frá- tafir og annir — og lét sér að jafnaði meira annt um inntak en stíl. Nokkrar skýringar fylgja bók- inni, bæði að því er varðar ein- staklinga, samtök, atburði og ann- að, sem þar er drepið á. En vel hefðu þær mátt vera rækilegri, ekki sízt að því er til mannanna tekur. T.d. hefði verið fróðlegt að frétta ger af ferli og örlögum manna eins og Martynovs og Parv- usar, sem raunar var dulnefni A. Helphands. Eins verður að teljast vafasamt, hvort íslenzkir lesendur séu almennt svo vel að sér í sögu vísindanna, að óhætt sé að nota nafn Lómönósovs sem samheiti al- veg skýringarlaust. En þetta eru að sjálfsögðu smáatriði, sem ekki skerða gildi þessa gagnlega rits. Á. B. M. i

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.