Réttur


Réttur - 01.04.1979, Síða 1

Réttur - 01.04.1979, Síða 1
iffiiir 62. árgangur 1979 - 2. hefti íslenskir sósíalistar hafa þrívegis tekið þátt í borgaralegri ríkisstjórn. í fyrri þrjú skiptin var gengið til samstarfs um stór málefni: nýsköpun atvinnu- lífsins, stækkun landhelginnar, brottflutning hersins, umfangsmiklar fé- lagslegar umbætur o. fl. Misjafnt var hve vel tókst til að láta samstarfs- flokkana standa við gefin fyrirheit og samstarfið var æði misjafnt, en sam- dóma álits sósíalista var að nokkuð hefði áunnist og í sumum tilvikum at- burðir gerst er skiptu sköpum fyrir lífsafkomu og sjálfstæði íslensku þjóð- arinnar. í fyrra vann sósíalísk verkalýðshreyfing á íslandi umtalsverðan kosn- ingasigur í sveitastjórnar- og alþingiskosningum. Verkalýðsflokkarnir töld- ust sigurvegarar kosninganna og í þeirra hlut kom að vinna saman m. a. í stærstu bæjunum og í ríkisstjórn, en þó með fleiri aðilum. Þessi fjórða rík- isstjórnarþátttaka íslenskra sósíalista er æði sérstæð miðað við fyrri tilvik- in þrjú. Að þessu sinni var ekki samið um brottför hersins eða eitthvert stórt sjálfstæðismál á dagskrá. Efst á verkefnaskrá stjórnarinnar var að bægja frá þeim kauplækkunartilraunum er gerðar höfðu verið og vernda þann kaupmátt sem samið hafði verið um. Að vísu má segja að fyrirheitið um alvarlegt viðnám gegn verðbólgu hafi mátt flokka undir sjálfstæðismál. En líta má á stjórnarmyndunina fyrir ári sem rökrétt framhald þeirrar kjarabaráttu sem háð hafði verið gegn ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar og atvinnurekendaklíku hans. Það er aftur á móti hróplegt og segir sitt um svonefnda vinstri stjórn I dag, að þar hafa ráðherrar Alþýðubandalagsins orðið að heyja áfram hina hörðu kjarabaráttu gegn kaupránsöflum. Það hefur ekki vantað að talsmenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks gerðu kröfur til þess að byrjað væri að skera niður lífskjörin ef einhvers staðar þurfti að skera. Efnahagsástandið í dag í miðri alþjóðlegri olíukreppu gefur vissulega skammsýnum stjórnmálamönnum átyllu til að krefjast kauplækkunar. Þeg- ar orkureikningur landsmanna hækkar úr 46 milljörSum áriö 1978 í 103 milljaröa króna áriö 1979 eöa um 124% þá duga engar smáskammtalækn- ingar. Við afleiðingum orkukreppu verður ekki brugðist með tímabundn- um bráðabirgðaaðgerðum, heldur krefst ástandiö þess aö gerö veröi upp- stokkun i íslensku þjóðarbúi. íslenskir sósíalistar eru orðnir leiðir á mán-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.