Réttur


Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 27

Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 27
gefin frjáls“°) - m. ö. orðum: „að þeir megi okra á alþýðu eftir vild. Þeir heimta „fríverslun" og frjáls gjaldeyrisviðskipti“. - Þeim nægir ekki gjaldeyrissvindlið, sem nn er framkvæmt, - svindlið á að verða ótakmarkað og lög- legt! - Svo á víst ríkiS bara að taka enda- laust lán erlendis, til þess að jafna hall- ann á erlendum viðskiptum, sem þeir þegar valda með „frelsi“ sínu. í árslok 1978 eru erlendar skuldir 230 milljarðar ísl. kr., - ein milljón á hvert mannsbarn. Alikálfarnir heimta að lán séu tekin með- an þau bara fást, til að fullnægja „frelsi“ þeirra og gróðaþorsta. Og það er auðséð hver á að borga: „Vísitölubindingu launa þarf að al- nema og samræma kaupmátt launa greiðslugetu atvinnuveganna," segja ali- kálfarnir í plaggi sínu („Stefna Verslunar- í'áðs íslands í efnahags- og atvinnumál- um. Fréttabréf 4 - 1979.) Það þarf ekki að nelna nema þessar þrjár kröfur til þess að mönnum verði ljóst hvert þessir ábyrgðarlausu alikálfar afætubáknsins stefna: Algert „frelsi“ fyrir þá til að braska með erlendan gjaldeyri, sem ríkið á að útvega, - aðstöðu til taumlauss okurs á almenningi, - og bann við að verkalýð- urinn fá rönd reist við þeirri dýrtíð, sem þeir með þessu margfalda, með þvi að hindra alla vísitölubindingu iauna. - M. ö. orðum: alræði braskaranna, en vægðarlausa kúgun launafólks. Það kalla þessir herrar „frelsi". Og þeir senda „fræðimenn" sína út af orkinni til þess að villa almenningi sýn. „Frjáls verslun“ var eitt sinn framsæk- ið kjörorð rísandi borgarastéttar gegn einvaldskonungum og þýjum þeirra. Kenning þessi átti rétt á sér á 19. öld. En í dag eru það einokunarhringar, sem drottna í auðvaldsheiminum, eins og fávísir og vankunnandi ráðherrar „við- reisnar“-stjórnarinnar ráku sig óþyrmi lega á, er jreir ætluðu að selja kísilgúr á „hinum frjálsa markaði", sem þeir láta „fræðimenn“ sína vegsama. „Frelsið“, sem þessir fræðimenn bás- una út í dag, er frelsi auðhringanna til að drepa þá smáu, - „frelsi“ hins ríka til að ræna þann fátæka, - frelsi þess sterka til að beygja þann veika. Það er frelsi villidýrsins, frelsi Irumskógarins í mann- legum samskiptum. Þessi „frelsis“-boð- skapur er blekking hinna voldugu hringa til að fá smáþjóðirnar til að opna allar gáttir fyrir sér, svo þeir geti gleypt þær. - Þetta hjal er sem fals-hjal úlfsins til að gleypa litlu rauðhettu, — og það vantar þann veiðimann, er skotið gæti úlfinn, ef hún lætur blekkjast til að lofa honum að gleypa sig. Það er samhjálp mannanna, en ekki vi 11 idýrshættir þeirra liver gegn öðrum, sem fleytt hefur mannkyninu fram gegn- um hættur aldanna. Og það er samhjálp allra íslendinga með viturlegri og rétt- látri stjórn á öllum jrjóðarbúskap vorum, sem ein getur bjargað þjóðinni úr vanda hennar nú. Og hvernig stendur á því að þessi braskaraklíka heimtar nú algert ,,frelsi“ fyrir sig og lögbundna kaupkúgun gagn- vart verkalýð? Orsökin er að jreir komast ekki leng- ur upp með „ameríska patentið“, sem þeir einir „kapitalista" í Evrópu liafa notað nú í 30 ár: Að græða með gengis- fellingum, stela þannig sparifénu al 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.