Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 45
hæð 500.000 $.“30 (undirstrikanir okkar).
Ekkert er sagt þarna um lánakjör.
Fyrrnefnd fjármálafyrirtaeki veita ekki
aðeins lán. Alusuisse International NV,
Curacao er formlegur eigandi Austra-
swiss, þó í reynd sé Alusuisse hinn rétti
eigandi þar sem Alusuisse International
NV, Curacao er dótturfyrirtæki þess.31
Olíkt stífari skattalöggjöf í Sviss en Cura-
cao gæti verið ástæðan fyrir slíkum til-
færingum. Alusuisse Overseas Ltd. er á
sama hátt formlegur eigandi American
Electric Industries í Bandaríkjunum
(AMELECTRIC).32 AMELECTRIC
framleiðir víra og kapla í Tennessee og
Missouri, og er framleiðslugeta Jress
35.000 tonn á ári.
Fyrir fyrirtæki sem stífellt er að flytja
vörur og fjármagn milli landa skiptir
gengi gjaldmiðla viðkomandi ríkja geysi-
miklu. Á aðalfundi 1977 kvartar E. May-
er yfir háu gengi svissneska frankans, en
fagnar á hinn bóginn 12,5% lækkun ástr-
alska dollarans.13 Árið 1975 græddi Alu-
suisse t.d. ylir 6 milljónir $ (um 2 millj-
jarða ísl. króna skv. gengi í marz ’79)
vegna gengisbreytinga er Alusuisse Inter-
national NV tók yfir Austraswiss.31
Gjaldeyrisvangaveltur eru í dag orðnar
að háþróaðri og markvissri starfsemi hjá
fjölþjóðafyrirtækjum.
Niðurlag-
o
Á aðalfundi Alusuisse 1977 sagði lor-
stjóri fyrirtækisins, E. Meyer: „Bæði í
Frakklandi og Englandi . . . gengu við-
skiptin betur en 1975. Samt mættum við
erfiðleikum í báðum löndunr vegna
verðstöðvunar stjórnvalda. Við neydd-
ust til þess að selja undir kostnaðar-
verði, einkum í Englandi . . . Kostnað-
urinn var borinn af dótturfyrirtækjum
okkar á íslandi og í Noregi, en að lok-
Tafla 1:
Nokkrar aj stœrstu ál- og súrdlverksmiÖjum Alusuisse:
Fyrirtœki Staðsetning Eignarhlu tur Alusuisse i % A jurð FramleiÖslugeta i tonn d ári
Austraswiss - "1 Gove Alumina Ltd. J Gove, N-Ástralíu 70 (x) súrál 1.000.000 (‘76)
Ormet Louisiana, USA 39,6 súrál 600.000 (74)
Martinswerk Bergheim, V-Þýzkal. 99,2 súrál 350.000 (74) (xx)
Ormet Ohio, USA 39,6 ál 250.000 (76)
lmg Essen, V-Þýzkalandi 100 (xxx) ál 130.000 (77)
Isal ísland 100 ál 77.000 (78)
Söial S-Noregur 74,8 ál 69.000 (72)
(x) Eignarhluti Alusuissc x vinnslunni er 70%, en hingað til hefur öll framlciðsian farið til Alusuisse.
Give Alumina Ltd., sem ;i 30% hlutafjárins, gerði nýlega samning við japanska álframleiðandann
Sumitomo Light Metal Industries um sölu á 600 þxxsund tonnum af súráli yfir 12 ára tímbil, sem
byrjar 1980.
(xx) Framleiðslan árið 1974.
fxxx) Fram til ársins 1976 var eignarhlutur Alusuisse 50%.