Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 10
Björn Þorsteinsson:
Börn þriðja heimsins
á barnaári
Miljónir barna í þróunarlöndunum deyja árlega úr hungri og vannæringu án þess að
mikið sé að gert eða bumbur barðar. Aðrar miljónir deyja úr allskyns sjúkdómum,
sem herja vægðarlaust þar sem ástandið er verst. Ennþá fleiri börn eru dæmd til
að lifa í eymd og volæði vegna sköddunar, bæði andlegrar og líkamlegrar, sem þau
urðu fyrir í barnæsku.
Þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að
tileinka börnum heimsins árið 1979 var
það ekki síst vegna þessara ömurlegn
staðreynda. Alþjóðaár barnsins er haldið
á 20 ára af'mæli yfirlýsingarinnar um
réttindi barnsins. Þann 20. nóv. 1959
samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna með öllum greiddum atkvæð-
um þessa yfirlýsingu með tilvísun til
Mannréttindayfirlýsingar SÞ frá 1948.
Yfirlýsingin um réttindi barnsins er sett
saman úr formála og tíu stuttum grein-
um, sem að hluta er endurtekning á
greinum úr Mannréttindayfirlýsingunni
um almenn mannréttindi og að hluta er
sérstaklega bent á sérþarfir barna s.s.
umönnun og öryggi. Það sem vekur
mesta athygli er að meirihluti greinanna
ljallar um rétt barnsins til lélagslegs ör-
yggis m.a. á þeim svæðum, sem nefnd
voru hér í upphafi. Og að þessi réttur
verði aðeins tryggður í raun í samfélagi,
þar sem hin félagslega- og eliiahagslega
þróun hefur náð ákveðnu marki.
Þegar Allsherjarþingið ákvað árið
1976 að þetta ár skyldi verða Alþjóðaár
barnsins, var sérstaklega bent á samheng-
ið við hin almennu vandamál þróunar-
landanna. Þetta ár á þó ekki eingöngu
að snúast um börnin í þróunarlöndun-
um. Kjör barnanna í ríku löndunum eru
líka til umræðu. En Alþjóðaár barnsins
mistekt hrapallega ef fátæku börnin í
fátæku löndunum gleymast. Börnin sem
aldrei fá tækifæri að ná því minnsta, sem
liver einasta manneskja á kröfu á, þ. e.
90