Réttur


Réttur - 01.04.1979, Síða 2

Réttur - 01.04.1979, Síða 2
aðarlegum plásturaðgerðum á þjóðarlíkamanum. Sú staðreynd að við ís- lendingar erum næst mestu orkubruðlarar í veröldinni (næst á eftir USA) gerir vanda okkar meiri og kallar á aðgerðir til frambúðar. En ekki verður dregið úr bruðlinu og ekki verður tekin upp skynsamleg nýting orku og hráefna nema komið verði á samræmdri heildarstjórn á þjóðarbúskapnum samkvæmt markvissri áætlanagerð. Vandi íslensks efnahagslífs í dag leyfir ekki það bruðl að halda uppi svonefndum atvinnurekendum á ríkisjötu, sem gerast jafnvel svo ósvífnir að hóta verkbanni við fyrirtæki sem þeir „reka“ fyrir lánsfé sem sótt er í vasa almennings. Ósvífni „atvinnurek- enda“ og efnahagserfiðleikarnir er fylgja orkukrepþunni útheimtir það að sósíaliskur flokkur eins og Alþýðubandalagið vill telja sig, verður að setja á oddinn kröfuna um þjóðnýtingu olííuverslunarinnar og reyndar einnig kröfu um heildarstjórn á innflutningsverslunina. Atvinnurekendur og heildsalar hafa afhjúpað sig fyrir alþjóð síðustu mánuði sem óþjóð- hollur braskaralýður sem varðar við drottinsvik að halda hlýfðarskildi yfir ... Forystuflokkur íslenskra sósíalista verður að minnast þess að stuðn- ingsmenn hans gera miklar kröfur til hans og hinir almennu kjósendur eru í dag vonsviknir og síðdegispressan elur á almennri óánægju með stjórnmálamenn. Slíkt ástand opnar leiðir fyrir alls kyns óprúttna lýð- skrumara. Því verður Alþýðubandalagið að gæta þess í stjórnlist sinni að gera landsmönnum vel grein fyrir því hvað hægt sé að gera, þ. e. hvernig hægt væri að ráðast til atlögu við yfirbyggingu og eyðslukerfi þjóðfélagsins, ef samstarfsaðilar okkar væru tilbúnir til að framkvæma þá uppstokkun sem með þarf. En því er ekki að heilsa. Einkagróðahagsmunir Framsókn- ar og SÍS-klíkunnar og dáðleysi socialdemokrata, hindra þjóðnýtingu olíu- verslunarinnar, grisjun bankakerfisins og raunhæfa rannsókn á innflutn- ingsversluninni. En forystuflokkur íslenskra sósíalista nær heldur ekki meiri árangri en verkalýðsstéttin veitir honum umboð til að knýja fram. Það er vissulega orðið mikið áhyggjuefni fyrir íslenska sósíalista að horfa upp á íslenska verkalýðshreyfingu staðna í þröngri kjarahyggju, þrefandi um helgi kjarasamninga og gerandi engar alvörukröfur um upp- skurð á afætukerfi braskaranna. íslensk verkalýðssamtök verða að gera pólitískar kröfur um aðgerðir í íslensku efnahagslífi og hefja kjarabar- áttuna upp úr vísitölufeninu. Þá fyrst vinnast varanlegir sigrar í kjarabar- áttunni og áfangasigrar í baráttunni fyrir því samfélagi þar sem auður og völd lúta vinnandi manni, — í baráttu fyrir sósíalisma. ★ „Réttur“ hefur fram til þessa ekki gert stjórnarsamstarfinu og stöðu Al- þýðubandalagsins mikil skil og nú bíður það næsta heftis, enda ber að endurskoða samstarfssáttmálann fyrir árslok.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.