Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 3
Adda Bára Sigfúsdóttir:
„BLÓMLEGA
BÚIÐU
Meðan Sjálfstæðismenn sátu að völdum í Reykjavík töluðu þeir títt um blómlega, vel-
rekna búið sitt. Eftir kosningarnar í fyrravor var haldið áfram í sama tón, og talað um
að hinn nýi meirihiuti hefði tekið við blómlegu búi, og sjálfsagt verður haldið áfram
að klifa á þessari staðhæfingu í tíma og ótíma. Því er ekki úr vegi að skrá hér nokkr-
ar staðreyndir um stöðu búsins í árslok 1977 og á miðju ári 1978.
Tekjur borgarsjóðs urðu 10.8 milljarð-
ar króna árið 1977. Langmestur hluti
þeirra fór í ýmsa starfsemi sem borgin
hefur á sinni könnu og ekki verður und-
an vikist. Til fræðslumála, heilbrigðis-
og hreinlætismála, sjúkrasamlags og ann-
arra félagsmála fóru alls 4.7 milljarðar.
Til nýbygginga og viðhalds gatna fór 1.6
milljarður. Til ýmiss konar bygginga-
framkvæmda var varið 2.1 milljarði, og
til þess að mæta fjárskorti hjá strætis-
vögnum og bæjarútgerð þurfti borgar-
sjóður að greiða 350 milljónir.
Ymislegt hafði farið öðruvísi en áætlað
var í fjárreiðum borgarinnar á þessu að-
faraári kosninga. Skammtímaskuldir, sem
að verulegu leyti eru vandræðaskuldir al
ýmsu tagi, áttu samkvæmt áætlun að
lækka um 71 milljón. Þær lækkuðu ekki,
heldur hækkuðu um 425 milljónir og
langtímalánin, sem áttu að lækka um 204
milljónir, þau lækkuðu að vísu, en aðeins
um 39 milljónir. Skannntímaskuldirnar
eða lausaskuldirnar voru í árslok orðnar
rösklega einn og hálfur milljarður, en
lán til langs tíma um 600 milljónir. Hér
er aðeins verið að tala um skuldir borgar-
sjóðs, en ekki fyrirtækja borgarinnar, svo
sem Hitaveitu og Rafmagnsveitu, en
bæði þessi fyrirtæki hafa þurft að taka
verulega há erlend lán á undanförnum
árum og námu þau sem næst 5 milljörð-
um í árslok 1977. Innheimta útsvara og
aðstöðugjalda varð mun lakari en gert
83