Réttur


Réttur - 01.04.1979, Page 5

Réttur - 01.04.1979, Page 5
Togaraútgerðin Reykjavík. fara fram úttekt á fjárhagsstöðu borgar- sjóðs og 4. júlí fól borgarráð Olafi Nils- syni endurskoðanda stjórn þeirrar út- tektar. Hann skilaði ýtarlegri skýrslu í byrjun september. Fyrir þá, sem voru að taka við stjórn borgarinnar, var brýnast að fá upplýst hvernig borgarsjóður gæti á næstunni mætt þeirn greiðslum, sem á hann mundu falla. Greinargerð Ólafs gaf það svar, að handbært fé, eða það sem bókhaldsmenn kalla kvika veltul jármuni, væru 112 milljónir, en skuldir sem greiða þyrfti innan skamms tíma væru 2.340 milljón- ir. Um það bil y3 þessara skannntíma- skulda eða 1.517 milljónir voru ógreidd- ir en gjaldfallnir reikningar og gjaldfall- in laun og launatengd gjöld. Þess háttar vandræðaskuldir voru (340 milljónir í byrjun ársins og höfðu því hækkað um 877 milljónir á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Það er því tæpast hægt að halda því fram, að Sjálfstæðismenn liafi gætt búsins vel á síðustu búskaparmánuðum sínum í Reykjavík. í júlímánuði bætist lítið í sjóð borgar- 85

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.