Réttur


Réttur - 01.04.1979, Síða 6

Réttur - 01.04.1979, Síða 6
innar vegna þess að þann mánuð greiða menn ekki útsvör. Borgin átti 112 millj- ónir í kassanum 30. júní og 1. júlí átti að greiða laun að upphæð 230 milljónir. Fyrir lá einnig að búið var að panta vörur fyrir 623 milljónir, og þá upphæð þurfti að greiða til að leysa vörurnar út. Þannig stóð blómlega búið í júlíbyrjun. Þessum vandræðum var mætt með því að skera niður framkvæmdaáætlun og bitnaði það mest á gatnagerð og viðhaldi bygginga. Ennfremur var tekið 500 millj- óna gengistryggt lán og beitt þeim sparn- aði og aðhaldi í rekstri borgarinnar sem tök voru á. Þrátt fyrir þessar aðgerð- ir blasti við að fjárvöntun borgarsjóðs mundi að staðaldri nema um það bil ein- um milljarði það sem eftir væri ársins, en þó dálítið breytilegri upphæð innan ltvers mánaðar. Staðan er að jafnaði verst fyrst í hverjum mánuði eftir að laun hafa verið greidd, en skánar eftir því sem á mánuðinn líður. Þessi fjárvöntun birt- ist síðan sem yfirdráttur á hlaupareikn- ingi í viðskiptabanka borgarinnar, Lands- bankanum, jafnframt því sem dregið var að leysa út vörur og almennir reikningar voru ekki greiddir með hraði. Þetta gildir sjálfan borgarsjóð, en við alla þessa fjárhagserfiðleika bætist að Strætisvagnar Reykjavíkur og Bæjarút- gerð Reykjavíkur eru fyrirtæki sem rek- in eru með verulegum halla og sá halli lendir að lokum á borgarsjóði. Það má sjálfsagt lengi deila um ástæð- urnar fyrir hinni afleitu fjárhagsstöðu borgarinnar, þegar valdatíma Sjálfstæð- ismanna lauk. Kosningaeyðslan er aðeins hluti af skýringunni og slæleg rekstrar- stjórn er einnig aðeins hluti skýringar- innar. Við þetta tvennt bætist að verð bólgan rýrir notagildi tekjustofna sveit- arfélaga verulega og þeir standa yfirleitt í stað þótt ný verkefni séu lögfest. Það heyrir til undantekniuga að samþykkt séu lög á Aljiingi um fjárveitingar til sveitarfélaga til Joess að J^au geti betur sinnt félagslegri þjónustu við íbúa sína. Þetta gerðist Jdó á fyrri vinstristjórnar- árunum. Þá voru sett lög um stuðning ríkisins við byggingu og rekstur dagvist- arstofnana fyrir börn og byggingu dval- arheimila aldraðra. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar lét hið snarasta afnema rekstrarstyrki ríkisins til dagheimilanna og byggingastyrkinn til dvalarheimila aldraðra. Hlutur verðbólgunnar í slæmri fjár- hagsstöðu borgarsjóðs er mjög stór. Nokkra mynd af honum má fá með því að líta á útsvarsupphaeðir. Árið 1978 voru útsvörin rétt um helmingur af áætl- uðum tekjum borgarsjóðs eða 7.640 milljónir. Þessi upphæð var fengin með Jrví að leggja 11% á tekjur manna árið 1977. Ef um staðgreiðslukerfi hefði verið að ræða og borgin tekið 11% af tekjum manna á árinu 1978 hefði upphæðin orð- ið 11.465 milljónir. Munurinn er 3.8 milljarðar og hefði meira en nægt til að leysa vanda borgarsjóðs. Að vísu er ósennilegt að borgarstjórn hefði notað svo háa álagningarheimild að fullu, en jDetta sýnir hvað svigrúm sveitarfélaga til tekjuöflunar hefur rýrnað í verðbólg- unni. Þeim sem tóku við Reykjavíkurbúinu í maí 1978 er því óneitanlega mikill vandi á höndum. Búið er févana og mik- ið er ógert. Það er vilji okkar sósíalista í borgarstjórn að geta gefið öllum borg- arbúum kost á góðum almenningssam- göngum og vist á dagheimilum fyrir börn. Við viljum að skólarnir geti verið 86

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.