Réttur - 01.04.1979, Page 7
Upptökuheimilið við Dalbraut.
börnunum góður og öruggur samastaður
að sínu leyti eins og dagheimilin, jalit-
íramt því uppeldis- og fræðslustarfi sem
þeir sinna, og við viljum að gamalt fólk
eigi öruggt athvarf. Við viljum eiunig að
unga fólkið geti fengið luisaskjól, þegar
að því kemur að stofna heimili án þess
að þurla að sæta ókjörum hins frjálsa
markaðar.
Vandi okkar sósíalista í borgarstjórn er
að finna ráð til þess að geta framkvæmt
þennan vilja okkar. Til þess þarl’ fé og
til þess að' það fari að streyma til borgar-
sjóðs þarf að minnsta kosti tvennt að
koma til. bað þarf að efla atvinnulífið
í borginni, þannig að borgarbúar hafi
jsær tekjur sem nauðsynlegar eru til þess
að kosta það samfélag sem við viljum
búa í, og það þarf lagaheimildir til þess
að afla tekna í samræmi við nauðsynleg
útgjöld.
Borgarstjórn á að hafa allar forsendur
til þess að meta hvaða framkvæmdir og
hvaða starfssemi á að kosta úr sameigin-
legum sjóði, og hún á að standa eða falla
með því, hvort henni tekst að starfa í
samræmi við vilja borgarbúa að þessu
leyti. Það er skylda borgarstjórnar að gera
öllum borgarbúum vel ljóst til hvers
hún notar þá peninga sem hún inn-
heimtir, og Alþingi og ríkisstjórnir eiga
ekki að líta á sig sem eins konar fjár-
haldsmenn sveitarfélagsins og lialda borg-
inni þannig í stöðugu fjársvelti.
A (Ida Bára. Sigfúsdóttir.
4. júní 1979.
87