Réttur


Réttur - 01.04.1979, Side 9

Réttur - 01.04.1979, Side 9
✓ vinna að því að koma á „meiva og betra sambandi milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar," eíla menningartengsl og vináttu þjóðanna. Var m.a. að jrví vikið að „komin yrðu á náin kynni og góð sam- skipti þjóðanna, er að Jrví kæmi að minn- ast j^ess, að 1000 ár væru liðin frá því ís- lendingar liindu Græuland." Skyldi for- seti sameinaðs Alþingis vera formaður nefndarinnar, eit svo einn tilnefndur af hverjum þingflokki. Ég mælti ýtarlega fyrir þessari tillögu og skírskotaði lil þeirrar skyldu okkar að aðstoða Grænlendinga í erfiðri menning- ar- og sjálfstæðisbaráttu þeirra. Danir liöfðu fyrst meðhöndlað land þeirra sem nýlendu um langan aldur, síðan innlim- að jretta stóra land senr eitt amt í Jrá litlu Danmörku, - lofað Sameinuðu þjóðun- um að Grænlendingar skyklu njóta fulls jafnréttis á við Dani, en brugðist því lieiti. En innlimunin var gerð til þess að þurfa ekki að gefa skýrslu um með- l'erð sína á Grænlendingum fyrir nýlendu- nefnd Sameinuðu þjóðanna.'1) En þessi tillaga fann ekki náð hjá við- reisnarstjórninni. Grunur minn er sá að ýmsir hafi óttast að Danir myndu móðg- ast við slíka lieimsókn. Var Jrví tillaga sú svæfð. En nú mun vonandi ekkert til fyrir- stöðu að nefnd verði send, svo sem þegar er rætt um og öll samskipti gerð sem best. E. O. SKÝRINGAR: 1) FramsöguræSu mína fyrir þessum tillögum er að finna í Alþingistíðindum 1902-03, A. bls. 400 og áfram. 2) Þingsályktunartillögu þessa er að finna í Al- þingistíðindum 1903-4, þingskjal nr. 330 (178. rnál) og fylgir henni þar ýtarleg greinargerð. (Bls. 930-931.) En ræðan þar sent mælt er fyrir tillögunni fer fram 29. apríl 1901, og er á bls. 780-792. 3) A árinu 1975 rakti cg nokkuð hvað gerst liafði 1954 á Alþingi, þegar danska rikisstjórnin vildi fá samþykki íslendinga fyrir innlimun Græn- lands 1953. Er það í greininni „Skyldan við Grænlendinga" í „Rétti" 1975, bls. 97-101. Var þar ekki að tilefnislausu vikið liart að þeint ul- anríkisráðherra Danmerkur, K. B. Andersen, er talaö hafði urn „rödd tir gröfinni" er íslend- ingar minntust á sjálfstæðisbaráttu sína, og voru Danir þá að byrja að ofurselja auðlindir Græn- lands alþjóðaauðvaldinu. 89

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.